Innlent

Styrkir hjálparstarf í Palestínu um 35 milljónir

Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar
Rauði hálfmáninn sinnir rekstri sjúkrabílaí Palestínu.
Rauði hálfmáninn sinnir rekstri sjúkrabílaí Palestínu.
Rauði krossinn á Íslandi hefur ákveðið að bregðast við neyðarástandi í Palestínu með því að styrkja hjálparstarf Rauða hálfmánans í Palestínu og Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) um 35 milljónir króna.

Í frétt á heimasíðu Rauða krossins er bent á að ástandið í Palestínu hefur versnað til muna síðustu mánuði í kjölfar mótmæla Palestínumanna gegn hernámi Ísraela. Frá því að mótmælin hófust hafa að minnsta kosti 148 Palestínumenn týnt lífi og fjöldi særðra er yfir 17.300 manns.

Rauði krossinn á Íslandi hefur stutt Rauða hálfmánann í Palestínu um langt árabil en Rauði hálfmáninn sinnir rekstri sjúkrabíla og hefur Rauði krossinn staðið að þjálfun sjúkraflutningamanna þar en 69 sjúkraflutningamenn og sjálfboðaliðar rauða hálfmánans hafa hlotið áverka við störf sín, skráð hafa verið yfir 40 brot gegn neyðarheilbrigðisteymum og þar af hefur sjúkrabílum verið hindraður aðgangur 25 sinnum.

 

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×