Alfreð: Tækifæri til að sýna hvort menn séu klárir Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. nóvember 2018 16:30 Alfreð Finnbogason S2 Sport Alfreð Finnbogason skorar eins og enginn sé morgundagurinn í þýsku Bundesligunni í fótbolta, hann er með sjö mörk í sex leikjum á tímabilinu. Alfreð kemur í frábæru formi inn í landsliðshóp Íslands sem spilar við Belgíu og Katar á næstu dögum. Guðmundur Benediktsson hitti Alfreð á æfingu liðsins í Belgíu í dag og var fyrsta spurning hvort þýska deildin væri hreinlega of auðveld? „Ég held það væri hrokafullt að segja það,“ sagði Alfreð og brosti. „Það hefur gengið mjög vel hingað til síðan ég kom úr meiðslunum. Ég veit líka hvernig fótboltinn virkar og þetta er fljótt að breytast, ég ætla að njóta þess núna á meðan þetta gengur.“ Alfreð byrjaði tímabilið meiddur og var ekki með íslenska landsliðinu í fyrsta verkefni haustsins þegar liðið fékk skell úti í Sviss og mætti Belgíu á Laugardalsvelli. Hvernig er standið á honum í dag? „Nokkuð góður. Ég þurfti að fara varlega af stað eftir þessi meiðsl og þarf ennþá að fara smá varlega þegar það koma vikur með þremur leikjum eða stutt á milli leikja, þá finn ég stundum til í hnénu.“ „Í grunninn er ég góður og þetta truflar mig ekkert í leikjum.“Belgar fóru illa með Íslendinga á Laugardalsvelli í septembervísir/vilhelmBelgar eru efsta lið heimslistans um þessar mundir og er verkefnið sem fram undan er ærið. „Það er engin spurning. Sama hvenær við spilum á móti Frakklandi, Belgíu eða topp liðum, það er alltaf erfitt og við gerum okkur fulla grein fyrir því.“ „En við þurfum að finna ellefu leikmenn sem trúa á það að við getum farið inn á völlinn og náð í úrslit,“ sagði Alfreð en hann er einn af fáum byrjunarliðsmönnum síðustu ára sem ekki er meiddur. „Auðvitað er svekkjandi að missa leikmenn, við misstum held ég átta leikmenn sem hafa verið í kringum byrjunarliðið síðustu fjögur, fimm ár. Við getum alveg búið til afsakanir fyrir því en þetta er bara tækifæri fyrir aðra.“ „Ef ég væri ungur leikmaður þá myndi ég ekkert vilja neitt meira en að spila á móti bestu leikmönnum í heimi og þeir fá núna tækifæri til að sýna hvort þeir séu klárir í það eða ekki.“ „Annað hvort verður þetta þannig leikur að ungir leikmenn stimpla sig inn og sýna að þeir séu klárir á þetta level eða þá að þetta verður reynsla fyrir þá sem þeir taka með sér næstu árin.“Alfreð hefur verið heitur efitr að hann kom til baka úr meiðslumvísir/gettyLeikurinn við Belga er sá síðasti í Þjóðadeild UEFA í bili hjá íslenska liðinu. Hvernig hefur þessi nýja keppni UEFA hitt Alfreð? „Ömurlega,“ sagði framherjinn einfaldlega en glotti þó, Ísland steinlá fyrir Sviss ytra og tapaði svo fyrir bæði Belgíu og Sviss á heimavelli og er liðið fallið í B-deild keppninnar. „Ég held enginn Íslendingur sé mikill aðdáandi Þjóðadeildarinnar í grunninn. Við erum ennþá að átta okkur á þessari keppni og ég held við verðum sterkari næst.“ „Vorum gríðarlega óheppnir með meiðsl og gátum aldrei stillt upp okkar besta liði. Það er svekkjandi þegar við þurfum á því að halda í þessum gríðarlega sterka riðli. Við verðum að sætta okkur við fall í þetta skiptið og vonandi verðum við tilbúnir næst þegar Þjóðadeildin fer af stað.“ En er enn trú fyrir fimmtudeginum? „Ekki spurning. Eins og ég sé þetta höfum við ekki miklu að tapa. Við endum neðstir í riðlinum en góð frammistaða getur gefið okkur mikið þegar alvaran hefst í mars.“ Leikur Belgíu og Íslands hefst klukkan 19:45 á fimmtudaginn 15. nóvember. Hann er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst upphitun á slaginu 19:00.Klippa: Alfreð: Þurfum ellefu leikmenn sem trúa að við náum í úrslit Þjóðadeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Sjá meira
Alfreð Finnbogason skorar eins og enginn sé morgundagurinn í þýsku Bundesligunni í fótbolta, hann er með sjö mörk í sex leikjum á tímabilinu. Alfreð kemur í frábæru formi inn í landsliðshóp Íslands sem spilar við Belgíu og Katar á næstu dögum. Guðmundur Benediktsson hitti Alfreð á æfingu liðsins í Belgíu í dag og var fyrsta spurning hvort þýska deildin væri hreinlega of auðveld? „Ég held það væri hrokafullt að segja það,“ sagði Alfreð og brosti. „Það hefur gengið mjög vel hingað til síðan ég kom úr meiðslunum. Ég veit líka hvernig fótboltinn virkar og þetta er fljótt að breytast, ég ætla að njóta þess núna á meðan þetta gengur.“ Alfreð byrjaði tímabilið meiddur og var ekki með íslenska landsliðinu í fyrsta verkefni haustsins þegar liðið fékk skell úti í Sviss og mætti Belgíu á Laugardalsvelli. Hvernig er standið á honum í dag? „Nokkuð góður. Ég þurfti að fara varlega af stað eftir þessi meiðsl og þarf ennþá að fara smá varlega þegar það koma vikur með þremur leikjum eða stutt á milli leikja, þá finn ég stundum til í hnénu.“ „Í grunninn er ég góður og þetta truflar mig ekkert í leikjum.“Belgar fóru illa með Íslendinga á Laugardalsvelli í septembervísir/vilhelmBelgar eru efsta lið heimslistans um þessar mundir og er verkefnið sem fram undan er ærið. „Það er engin spurning. Sama hvenær við spilum á móti Frakklandi, Belgíu eða topp liðum, það er alltaf erfitt og við gerum okkur fulla grein fyrir því.“ „En við þurfum að finna ellefu leikmenn sem trúa á það að við getum farið inn á völlinn og náð í úrslit,“ sagði Alfreð en hann er einn af fáum byrjunarliðsmönnum síðustu ára sem ekki er meiddur. „Auðvitað er svekkjandi að missa leikmenn, við misstum held ég átta leikmenn sem hafa verið í kringum byrjunarliðið síðustu fjögur, fimm ár. Við getum alveg búið til afsakanir fyrir því en þetta er bara tækifæri fyrir aðra.“ „Ef ég væri ungur leikmaður þá myndi ég ekkert vilja neitt meira en að spila á móti bestu leikmönnum í heimi og þeir fá núna tækifæri til að sýna hvort þeir séu klárir í það eða ekki.“ „Annað hvort verður þetta þannig leikur að ungir leikmenn stimpla sig inn og sýna að þeir séu klárir á þetta level eða þá að þetta verður reynsla fyrir þá sem þeir taka með sér næstu árin.“Alfreð hefur verið heitur efitr að hann kom til baka úr meiðslumvísir/gettyLeikurinn við Belga er sá síðasti í Þjóðadeild UEFA í bili hjá íslenska liðinu. Hvernig hefur þessi nýja keppni UEFA hitt Alfreð? „Ömurlega,“ sagði framherjinn einfaldlega en glotti þó, Ísland steinlá fyrir Sviss ytra og tapaði svo fyrir bæði Belgíu og Sviss á heimavelli og er liðið fallið í B-deild keppninnar. „Ég held enginn Íslendingur sé mikill aðdáandi Þjóðadeildarinnar í grunninn. Við erum ennþá að átta okkur á þessari keppni og ég held við verðum sterkari næst.“ „Vorum gríðarlega óheppnir með meiðsl og gátum aldrei stillt upp okkar besta liði. Það er svekkjandi þegar við þurfum á því að halda í þessum gríðarlega sterka riðli. Við verðum að sætta okkur við fall í þetta skiptið og vonandi verðum við tilbúnir næst þegar Þjóðadeildin fer af stað.“ En er enn trú fyrir fimmtudeginum? „Ekki spurning. Eins og ég sé þetta höfum við ekki miklu að tapa. Við endum neðstir í riðlinum en góð frammistaða getur gefið okkur mikið þegar alvaran hefst í mars.“ Leikur Belgíu og Íslands hefst klukkan 19:45 á fimmtudaginn 15. nóvember. Hann er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst upphitun á slaginu 19:00.Klippa: Alfreð: Þurfum ellefu leikmenn sem trúa að við náum í úrslit
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Sjá meira