Netflix: Barátta Hollywood við algrím Helgi Vífill Júlíusson skrifar 14. nóvember 2018 10:00 Fleiri horfðu á gamanþáttaröðina Grace and Frankie á Netflix þegar Jane Fonda var ekki með á myndinni sem kynnti þættina. NordicPhotos/Getty Stjórnendum Netflix var vandi á höndum. Þeir treystu niðurstöðum algríms. En óttuðust að reita Jane Fonda til reiði. Það kom í ljós þegar önnur syrpa af gamanþáttunum Grace and Frankie leit dagsins ljós árið 2016 að fleiri horfðu á þá þegar Fonda var ekki með á myndinni sem kynnti þáttinn í sjónvarpsforritinu. Leikkonan Lily Tomlin hafði meira aðdráttarafl ein og sér. Þetta kemur fram í frétt The Wall Street Journal.Deilur innan veggja Netflix Miklar deilur spruttu innan Netflix. Þeir sem stóðu fyrir framleiðslu þáttanna óttuðust að Fonda myndi bregðast illa við og að þetta gæti verið brot á samningi við hana. Sá vængur sem treysti algríminu sagði að það mætti ekki líta fram hjá gögnunum. Að lokum var ákveðið að birta myndir af Fonda í kynningarefninu ásamt Tomlin. Hollywood-armur Netflix hrósaði sigri í þeirri baráttu. Greiningarvinna er inngróin í starfshætti Netflix. Fyrirtækið rótar eftir gögnum til að átta sig á smekk áskrifenda og ákveða hvaða þætti eigi að veðja á og hvernig eigi að kynna þá. Eftir því sem fyrirtækið verður stórtækara í framleiðslu á Hollywood-efni þarf það að draga úr notkun á algrími og mæta óskum stórstjarna og annars hæfileikaríks fólks sem er annt um ímynd sína. En það fer ekki alltaf saman, eins og tilvik Jane Fonda sýnir. Netflix mun í ár framleiða 700 nýja þætti og bíómyndir.Þættirnir GLOW nutu ekki mikilla vinsælda á Netflix en hlutu lof gagnrýnenda. Tæknisvið Netflix vildi hætta framleiðslunni en starfsmenn í Hollywood sögðu að höfundurinn, Jenji Kohnan, væri mikilvæg fyrir Netflix. NordicPhotos/GettyStjörnur fá gálgafrest Sumir þættir, sem taka átti af dagskrá vegna lélegs áhorfs, fengu gálgafrest vegna þess að stjórnendur Netflix vildu ekki að skuggi félli á samstarf við þekkta framleiðendur eða leikara. Stórstjörnur hafa samið um að þær þurfi að samþykkja allt frá stuttu kynningarefni sem fer af stað þegar mús er rennt yfir mynd í sjónvarpsforritinu í hvernig stiklurnar eru fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Af þeim sökum hefur myndast spenna á milli þeirra starfsmanna Netflix sem eiga rætur að rekja til Kísildalsins og trúa heils hugar á greiningarvinnuna og kvikmyndafólksins í Los Angeles sem leggur áherslu á samvinnu við aðra. Josh Evans, fyrrverandi stjórnandi á tæknisviði hjá Netflix, segir að fylkingunum takist að komast að samkomulagi. Framleiðandinn Tom Nunan segir að það sé uppörvandi að heyra að skiptar skoðanir séu um málið. „Það róar Hollywood að vita til þess að hjartað slái í þessu mikla veldi. Það eru takmörk fyrir því hvað algrím getur gert til þess að spá fyrir um framtíðina.“Ólík sjónarmið með GLOW Annað dæmi um átök á milli fylkinganna tveggja er þegar kom að því að ákveða hvort ráðast ætti í gerð fleiri þáttaraða af GLOW, sem fjallaði um konur sem voru atvinnumenn í glímu á níunda áratugnum. Sá sem stóð að baki gerð þáttanna var Jenji Kohan, höfundur Orange Is the New Black, þátta sem njóta vinsælda og eru lyftistöng fyrir Netflix. Tæknigengið lagði til að þættirnir yrðu ekki fleiri vegna lítils áhorfs. Hollywood-armurinn vildi halda þáttagerðinni áfram vegna þess hve mikilvæg Kohan væri fyrir Netflix og að GLOW hefði fengið góða dóma. Kohan er sögð óánægð með að markaðssetning þáttanna hafi höfðað fremur til karlmanna á meðan þeir nái betur til kvenna.Ólík sjónarmið um framtíð Netflix Greinendur reikna með að Netflix muni fjárfesta fyrir um 12 milljarða dollara í gerð sjónvarpsþátta og kvikmynda. Fyrirtækið mun framleiða 700 nýja þætti og bíómyndir í ár. Sumir á tæknivæng Netflix spyrja sig hvort þættirnir séu of margir. Þeir óttast að notendum finnist tröllvaxið framboð af efni vera yfirþyrmandi. Önnur spurning sem vaknar er hvort algrímið eigi að hygla eigin efni Netflix eða ekki. Fylkingarnar tvær deildu um hvor leiðin yrði farin. Tæknisviðið talaði fyrir því að það yrði ekki gert á meðan starfsmenn í Hollywood sögðu að framtíð fyrirtækisins ylti á því að eigið efni myndi njóta vinsælda. Að lokum var ákveðið að mæla með sjónvarpsefni eftir áhorfi notenda en að kynna nýtt efni, sem er að mestu eigin efni, á góðum stað á aðalvalmynd sjónvarpsforritsins. Algrímið velur einnig eigið efni Netflix oftar sem hefst þegar þáttaröð er lokið. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Netflix Tengdar fréttir Streymisstríðið harðnar stöðugt Sífellt fleiri streymisstríður koma á markað. Disney+ er væntanleg á næsta ári en síður á borð við Amazon Prime hafa veitt Netflix mikla samkeppni. Þessi fjölbreytni boðar bæði gott og vont fyrir neytendur. 10. nóvember 2018 10:30 Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Stjórnendum Netflix var vandi á höndum. Þeir treystu niðurstöðum algríms. En óttuðust að reita Jane Fonda til reiði. Það kom í ljós þegar önnur syrpa af gamanþáttunum Grace and Frankie leit dagsins ljós árið 2016 að fleiri horfðu á þá þegar Fonda var ekki með á myndinni sem kynnti þáttinn í sjónvarpsforritinu. Leikkonan Lily Tomlin hafði meira aðdráttarafl ein og sér. Þetta kemur fram í frétt The Wall Street Journal.Deilur innan veggja Netflix Miklar deilur spruttu innan Netflix. Þeir sem stóðu fyrir framleiðslu þáttanna óttuðust að Fonda myndi bregðast illa við og að þetta gæti verið brot á samningi við hana. Sá vængur sem treysti algríminu sagði að það mætti ekki líta fram hjá gögnunum. Að lokum var ákveðið að birta myndir af Fonda í kynningarefninu ásamt Tomlin. Hollywood-armur Netflix hrósaði sigri í þeirri baráttu. Greiningarvinna er inngróin í starfshætti Netflix. Fyrirtækið rótar eftir gögnum til að átta sig á smekk áskrifenda og ákveða hvaða þætti eigi að veðja á og hvernig eigi að kynna þá. Eftir því sem fyrirtækið verður stórtækara í framleiðslu á Hollywood-efni þarf það að draga úr notkun á algrími og mæta óskum stórstjarna og annars hæfileikaríks fólks sem er annt um ímynd sína. En það fer ekki alltaf saman, eins og tilvik Jane Fonda sýnir. Netflix mun í ár framleiða 700 nýja þætti og bíómyndir.Þættirnir GLOW nutu ekki mikilla vinsælda á Netflix en hlutu lof gagnrýnenda. Tæknisvið Netflix vildi hætta framleiðslunni en starfsmenn í Hollywood sögðu að höfundurinn, Jenji Kohnan, væri mikilvæg fyrir Netflix. NordicPhotos/GettyStjörnur fá gálgafrest Sumir þættir, sem taka átti af dagskrá vegna lélegs áhorfs, fengu gálgafrest vegna þess að stjórnendur Netflix vildu ekki að skuggi félli á samstarf við þekkta framleiðendur eða leikara. Stórstjörnur hafa samið um að þær þurfi að samþykkja allt frá stuttu kynningarefni sem fer af stað þegar mús er rennt yfir mynd í sjónvarpsforritinu í hvernig stiklurnar eru fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Af þeim sökum hefur myndast spenna á milli þeirra starfsmanna Netflix sem eiga rætur að rekja til Kísildalsins og trúa heils hugar á greiningarvinnuna og kvikmyndafólksins í Los Angeles sem leggur áherslu á samvinnu við aðra. Josh Evans, fyrrverandi stjórnandi á tæknisviði hjá Netflix, segir að fylkingunum takist að komast að samkomulagi. Framleiðandinn Tom Nunan segir að það sé uppörvandi að heyra að skiptar skoðanir séu um málið. „Það róar Hollywood að vita til þess að hjartað slái í þessu mikla veldi. Það eru takmörk fyrir því hvað algrím getur gert til þess að spá fyrir um framtíðina.“Ólík sjónarmið með GLOW Annað dæmi um átök á milli fylkinganna tveggja er þegar kom að því að ákveða hvort ráðast ætti í gerð fleiri þáttaraða af GLOW, sem fjallaði um konur sem voru atvinnumenn í glímu á níunda áratugnum. Sá sem stóð að baki gerð þáttanna var Jenji Kohan, höfundur Orange Is the New Black, þátta sem njóta vinsælda og eru lyftistöng fyrir Netflix. Tæknigengið lagði til að þættirnir yrðu ekki fleiri vegna lítils áhorfs. Hollywood-armurinn vildi halda þáttagerðinni áfram vegna þess hve mikilvæg Kohan væri fyrir Netflix og að GLOW hefði fengið góða dóma. Kohan er sögð óánægð með að markaðssetning þáttanna hafi höfðað fremur til karlmanna á meðan þeir nái betur til kvenna.Ólík sjónarmið um framtíð Netflix Greinendur reikna með að Netflix muni fjárfesta fyrir um 12 milljarða dollara í gerð sjónvarpsþátta og kvikmynda. Fyrirtækið mun framleiða 700 nýja þætti og bíómyndir í ár. Sumir á tæknivæng Netflix spyrja sig hvort þættirnir séu of margir. Þeir óttast að notendum finnist tröllvaxið framboð af efni vera yfirþyrmandi. Önnur spurning sem vaknar er hvort algrímið eigi að hygla eigin efni Netflix eða ekki. Fylkingarnar tvær deildu um hvor leiðin yrði farin. Tæknisviðið talaði fyrir því að það yrði ekki gert á meðan starfsmenn í Hollywood sögðu að framtíð fyrirtækisins ylti á því að eigið efni myndi njóta vinsælda. Að lokum var ákveðið að mæla með sjónvarpsefni eftir áhorfi notenda en að kynna nýtt efni, sem er að mestu eigin efni, á góðum stað á aðalvalmynd sjónvarpsforritsins. Algrímið velur einnig eigið efni Netflix oftar sem hefst þegar þáttaröð er lokið.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Netflix Tengdar fréttir Streymisstríðið harðnar stöðugt Sífellt fleiri streymisstríður koma á markað. Disney+ er væntanleg á næsta ári en síður á borð við Amazon Prime hafa veitt Netflix mikla samkeppni. Þessi fjölbreytni boðar bæði gott og vont fyrir neytendur. 10. nóvember 2018 10:30 Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Streymisstríðið harðnar stöðugt Sífellt fleiri streymisstríður koma á markað. Disney+ er væntanleg á næsta ári en síður á borð við Amazon Prime hafa veitt Netflix mikla samkeppni. Þessi fjölbreytni boðar bæði gott og vont fyrir neytendur. 10. nóvember 2018 10:30