Aron Einar: Þurfum að sýna karakter og koma sterkir til baka Tómas Þór Þórðarson í Brussel skrifar 14. nóvember 2018 08:30 Fyrirliðinn er kominn aftur. vísir/getty Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, á von á erfiðum leik á móti Belgíu á fimmtudagskvöldið þegar að strákarnir okkar spila síðasta leik sinn í Þjóðadeild UEFA. Okkar menn eru fallnir eftir þrjú töp í þremur leikjum en Aron Einar á enn eftir að þreyta frumraun sína í keppninni. Hann hefur verið frá vegna meiðsla undanfarna mánuði. Það gerir verkefnið ekki auðveldara á fimmtudaginn að í liðið vantar tvo af bestu leikmönnum íslenska liðsins, þá Gylfa Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson. „Það eru nokkrir leikmenn fjarverandi núna sem gerir þetta erfiðara enda eigum við leik á móti einu besta landsliði heims. Það er samt eitthvað við þetta. Pressan er á þeim og við þurfum bara að stíga upp aftur,“ segir Aron Einar. Okkar menn fóru skelfilega af stað í Þjóðadeildinni og töpuðu 6-0 á móti Sviss. Því fylgdi 3-0 tap fyrir Belgíu á heimavelli en allt annað var að sjá til strákanna í síðasta landsliðsverkefni. Þeir fengu sinn skerf af gagnrýni eftir fyrstu leikina. „Þetta er bara hluti af fótboltanum og gagnrýninni. Þegar að okkur gengur illa eigum við að fá gagnrýni alveg eins og að við fáum lof þegar að gengur vel. En, það er nóg eftir,“ segir Aron Einar. „Við erum margir fæddir 88-90. Það er fullt eftir. Hungrið er mikið og okkur langar alla að finna fyrir tilfinningunni að komast á stórmót eins og þegar að við komumst í fyrsta sinn á EM. Það vita allir hvernig það fór.“ „Stundum er þetta upp og stundum er þetta niður í fótbolta en það sýnir bara karakterinn þinn hvernig þú kemur til baka eftir svona og það er fullt af flottum karakterum í þessum hóp,“ segir Aron Einar Gunnarsson. Leikur Íslands og Belgíu verður í beinni útsendingu á fimmtudagskvöldið á Stöð 2 Sport HD en upphitun hefst klukkan 19.00. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, á von á erfiðum leik á móti Belgíu á fimmtudagskvöldið þegar að strákarnir okkar spila síðasta leik sinn í Þjóðadeild UEFA. Okkar menn eru fallnir eftir þrjú töp í þremur leikjum en Aron Einar á enn eftir að þreyta frumraun sína í keppninni. Hann hefur verið frá vegna meiðsla undanfarna mánuði. Það gerir verkefnið ekki auðveldara á fimmtudaginn að í liðið vantar tvo af bestu leikmönnum íslenska liðsins, þá Gylfa Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson. „Það eru nokkrir leikmenn fjarverandi núna sem gerir þetta erfiðara enda eigum við leik á móti einu besta landsliði heims. Það er samt eitthvað við þetta. Pressan er á þeim og við þurfum bara að stíga upp aftur,“ segir Aron Einar. Okkar menn fóru skelfilega af stað í Þjóðadeildinni og töpuðu 6-0 á móti Sviss. Því fylgdi 3-0 tap fyrir Belgíu á heimavelli en allt annað var að sjá til strákanna í síðasta landsliðsverkefni. Þeir fengu sinn skerf af gagnrýni eftir fyrstu leikina. „Þetta er bara hluti af fótboltanum og gagnrýninni. Þegar að okkur gengur illa eigum við að fá gagnrýni alveg eins og að við fáum lof þegar að gengur vel. En, það er nóg eftir,“ segir Aron Einar. „Við erum margir fæddir 88-90. Það er fullt eftir. Hungrið er mikið og okkur langar alla að finna fyrir tilfinningunni að komast á stórmót eins og þegar að við komumst í fyrsta sinn á EM. Það vita allir hvernig það fór.“ „Stundum er þetta upp og stundum er þetta niður í fótbolta en það sýnir bara karakterinn þinn hvernig þú kemur til baka eftir svona og það er fullt af flottum karakterum í þessum hóp,“ segir Aron Einar Gunnarsson. Leikur Íslands og Belgíu verður í beinni útsendingu á fimmtudagskvöldið á Stöð 2 Sport HD en upphitun hefst klukkan 19.00.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira