Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, var spurður út í álit sitt á Þjóðadeildinni á blaðamannafundi í dag.
Íslenski landsliðsþjálfarinn er ánægður með nýju keppnina hjá UEFA en hún fer nú fram í fyrsta sinn
„Ég er ánægður með Þjóðadeildina. Þegar maður er í fótbolta vilja menn keppa. Það er skemmtilegra að spila svona leiki en vináttuleiki,“ sagði Erik Hamrén.
Íslenska landsliðið hefur tapað þremur fyrstu leikjum sínum í keppninni en fær tækifæri til að bæta úr því á móti Belgíu á morgun.
„Sem þjálfari hefði ég nú samt viljað nokkra vináttuleiki því ég fór beint í mótsleiki á móti Belgíu og Sviss," segir Hamrén en hann tók við íslenska liðinu aðeins nokkrum vikum fyrir fyrstu leiki Íslands í Þjóðadeildinni.
„Ég er hrifinn af Þjóðadeildinni og fagna því tækifæri að fá fleiri keppnisleiki,“ sagði Erik Hamrén en hann var líka spurður út í viðhorf íslensku landsliðsmannanna til keppninnar.
„Það er ekkert mál að mótivera liðið þrátt fyrir að við erum fallnir. Við erum að fara að spila við besta lið heims," segir Hamrén.
Fótbolti
Erik Hamrén: Ég er hrifinn af Þjóðadeildinni
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mest lesið
Theodór Elmar hættur hjá KR
Íslenski boltinn
„Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“
Enski boltinn
Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“
Enski boltinn
Fleiri fréttir
×
Mest lesið
Theodór Elmar hættur hjá KR
Íslenski boltinn
„Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“
Enski boltinn
Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“
Enski boltinn