Liðið klárt hjá Hamrén: Sverrir eða Ari Freyr í hægri bakverði? Tómas Þór Þórðarson í Brussel skrifar 14. nóvember 2018 15:00 Ragnar er ekki með en Sverrir er samt ekki öruggur í liðið. vísir/getty „Ef ekki fleiri meiðast þá er liðið klárt. Ég hlakka til að sjá þetta lið sem við spilum með á morgun. Þetta verður í fyrsta sinn sem þetta lið spilar saman. Ég vona bara að þeir leikmenn sem fá tækifæri á morgun nýti það.“ Þetta sagði Erik Hamrén, landsliðsþjálfari í fótbolta, við Vísi í viðtali eftir æfingu liðsins í hádeginu í dag en gríðarleg forföll eru í hópnum vegna meiðsla. Alls eru tíu leikmenn á meiðslalistanum en í morgun dró Birkir Bjarnason sig út úr hópnum og á fréttamannafundinum eftir æfingu dagsins staðfesti Harmén að Birkir Már Sævarsson gæti ekki spilað, sömuleiðis vegna meiðsla.Bara nokkrir öruggir Ljóst er að Hamrén verður að gera miklar breytingar á byrjunarliðinu og því er erfitt að spá fyrir um hverjir byrja leikinn á móti Belgíu annað kvöld. Þeir sem eru öruggir eru Hannes Þór Halldórsson í markinu, Kári Árnason í miðverði, Aron Einar Gunnarson á miðjunni og Alfreð Finnbogason frammi. Meira er það ekki þó Hörður Björgvin sé mjög líklegur til að spila vinstra megin í vörninni þrátt fyrir mistök í síðustu leikjum. Hamrén kom inn á það á fréttamannafundi á Íslandi á dögunum að Ari Freyr Skúlason gæti vel spilað hægra megin í vörninni en þá hefur hann einnig verið að prófa Sverri Inga Ingason þar. Sverrir gefur meiri styrk inn í teignum og er því líklegur fyrir morgundaginn. Það er líklegra að Jón Guðni Fjóluson byrji í miðverðinum á morgun frekar en Sverrir.Múrað fyrir? Arnór Sigurðsson byrjar mögulega vinstra megin á miðjunni í sínum fyrsta landsleik en hann er sjóðheitur þessa dagana. Nafni hans Arnór Ingvi verður líklega að láta sér varamannabekkinn duga og Rúrik Gíslason byrjar hægra megin að mati Vísis en Rúrik er framarlega í goggunarröðinni hjá Hamrén. Spurningin er hvort Svíinn verði með sóknarsinnaðan miðjumann eða reyni frekar að múra fyrir. Guðlaugur Victor Pálsson verður eflaust inn á miðjunni með Aroni Einari en hvort að Eggert Gunnþór verði með þeim eða Albert fyrir framan er stórt spurningamerki. Hamrén vill tæplega fá aðra eins útreið og á móti Sviss en það verður ekki mikið um spil fram á við ef Aron, Eggert og Victor verða allir saman. Albert Guðmundsson er því líklegur til að spila fyrir aftan Alfreð.Mögulegt byrjunarlið. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Aron Einar: Engin ein skýring á þessu gengi Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyririliði, segir að það sé engin ein skýring afhverju það hefur ekki gengið sem skildi hjá íslenska landsliðinu að ná í úrslit á árinu 2018. 14. nóvember 2018 12:00 Strákarnir æfðu á keppnisvellinum í morgun | Birkir æfði einn 22 æfðu þar sem að Birkir Bjarnason þurfti frá að hverfa vegna meiðsla. 14. nóvember 2018 10:48 Birkir Már tíundi leikmaðurinn sem dettur út vegna meiðsla Það ætlar ekki af íslenska landsliðinu að ganga fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni annað kvöld. 14. nóvember 2018 11:35 Erik Hamrén: Ég er hrifinn af Þjóðadeildinni Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, var spurður út í álit sitt á Þjóðadeildinni á blaðamannafundi í dag. 14. nóvember 2018 11:42 Birkir Bjarnason úr leik og Aron Elís kemur inn Birkir Bjarnason er enn einn fastamaðurinn í landsliði Íslands sem missir af leikjunum á móti Belgíu og Katar. 14. nóvember 2018 09:56 Aron: Við erum ekki gamlir Aron Einar Gunnarsson segir að það sé enn nægur tími fyrir íslenska landsliðið að endurnýja sig. 14. nóvember 2018 11:48 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Sjá meira
„Ef ekki fleiri meiðast þá er liðið klárt. Ég hlakka til að sjá þetta lið sem við spilum með á morgun. Þetta verður í fyrsta sinn sem þetta lið spilar saman. Ég vona bara að þeir leikmenn sem fá tækifæri á morgun nýti það.“ Þetta sagði Erik Hamrén, landsliðsþjálfari í fótbolta, við Vísi í viðtali eftir æfingu liðsins í hádeginu í dag en gríðarleg forföll eru í hópnum vegna meiðsla. Alls eru tíu leikmenn á meiðslalistanum en í morgun dró Birkir Bjarnason sig út úr hópnum og á fréttamannafundinum eftir æfingu dagsins staðfesti Harmén að Birkir Már Sævarsson gæti ekki spilað, sömuleiðis vegna meiðsla.Bara nokkrir öruggir Ljóst er að Hamrén verður að gera miklar breytingar á byrjunarliðinu og því er erfitt að spá fyrir um hverjir byrja leikinn á móti Belgíu annað kvöld. Þeir sem eru öruggir eru Hannes Þór Halldórsson í markinu, Kári Árnason í miðverði, Aron Einar Gunnarson á miðjunni og Alfreð Finnbogason frammi. Meira er það ekki þó Hörður Björgvin sé mjög líklegur til að spila vinstra megin í vörninni þrátt fyrir mistök í síðustu leikjum. Hamrén kom inn á það á fréttamannafundi á Íslandi á dögunum að Ari Freyr Skúlason gæti vel spilað hægra megin í vörninni en þá hefur hann einnig verið að prófa Sverri Inga Ingason þar. Sverrir gefur meiri styrk inn í teignum og er því líklegur fyrir morgundaginn. Það er líklegra að Jón Guðni Fjóluson byrji í miðverðinum á morgun frekar en Sverrir.Múrað fyrir? Arnór Sigurðsson byrjar mögulega vinstra megin á miðjunni í sínum fyrsta landsleik en hann er sjóðheitur þessa dagana. Nafni hans Arnór Ingvi verður líklega að láta sér varamannabekkinn duga og Rúrik Gíslason byrjar hægra megin að mati Vísis en Rúrik er framarlega í goggunarröðinni hjá Hamrén. Spurningin er hvort Svíinn verði með sóknarsinnaðan miðjumann eða reyni frekar að múra fyrir. Guðlaugur Victor Pálsson verður eflaust inn á miðjunni með Aroni Einari en hvort að Eggert Gunnþór verði með þeim eða Albert fyrir framan er stórt spurningamerki. Hamrén vill tæplega fá aðra eins útreið og á móti Sviss en það verður ekki mikið um spil fram á við ef Aron, Eggert og Victor verða allir saman. Albert Guðmundsson er því líklegur til að spila fyrir aftan Alfreð.Mögulegt byrjunarlið.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Aron Einar: Engin ein skýring á þessu gengi Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyririliði, segir að það sé engin ein skýring afhverju það hefur ekki gengið sem skildi hjá íslenska landsliðinu að ná í úrslit á árinu 2018. 14. nóvember 2018 12:00 Strákarnir æfðu á keppnisvellinum í morgun | Birkir æfði einn 22 æfðu þar sem að Birkir Bjarnason þurfti frá að hverfa vegna meiðsla. 14. nóvember 2018 10:48 Birkir Már tíundi leikmaðurinn sem dettur út vegna meiðsla Það ætlar ekki af íslenska landsliðinu að ganga fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni annað kvöld. 14. nóvember 2018 11:35 Erik Hamrén: Ég er hrifinn af Þjóðadeildinni Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, var spurður út í álit sitt á Þjóðadeildinni á blaðamannafundi í dag. 14. nóvember 2018 11:42 Birkir Bjarnason úr leik og Aron Elís kemur inn Birkir Bjarnason er enn einn fastamaðurinn í landsliði Íslands sem missir af leikjunum á móti Belgíu og Katar. 14. nóvember 2018 09:56 Aron: Við erum ekki gamlir Aron Einar Gunnarsson segir að það sé enn nægur tími fyrir íslenska landsliðið að endurnýja sig. 14. nóvember 2018 11:48 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Sjá meira
Aron Einar: Engin ein skýring á þessu gengi Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyririliði, segir að það sé engin ein skýring afhverju það hefur ekki gengið sem skildi hjá íslenska landsliðinu að ná í úrslit á árinu 2018. 14. nóvember 2018 12:00
Strákarnir æfðu á keppnisvellinum í morgun | Birkir æfði einn 22 æfðu þar sem að Birkir Bjarnason þurfti frá að hverfa vegna meiðsla. 14. nóvember 2018 10:48
Birkir Már tíundi leikmaðurinn sem dettur út vegna meiðsla Það ætlar ekki af íslenska landsliðinu að ganga fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni annað kvöld. 14. nóvember 2018 11:35
Erik Hamrén: Ég er hrifinn af Þjóðadeildinni Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, var spurður út í álit sitt á Þjóðadeildinni á blaðamannafundi í dag. 14. nóvember 2018 11:42
Birkir Bjarnason úr leik og Aron Elís kemur inn Birkir Bjarnason er enn einn fastamaðurinn í landsliði Íslands sem missir af leikjunum á móti Belgíu og Katar. 14. nóvember 2018 09:56
Aron: Við erum ekki gamlir Aron Einar Gunnarsson segir að það sé enn nægur tími fyrir íslenska landsliðið að endurnýja sig. 14. nóvember 2018 11:48