Aldursgreiningar umsækjenda um alþjóðlega vernd Lilja Rós Pálsdóttir skrifar 15. nóvember 2018 08:00 Í nýlegri grein Jónu Þóreyjar Pétursdóttur, stúdentaráðsliða og oddvita Röskvu, um fyrirhugaðan samning Útlendingastofnunar og Háskóla Íslands um aldursgreiningar, er því haldið fram að við ákvörðun Útlendingastofnunar um hvort einstaklingur fái alþjóðlega vernd hér á landi sé gerð krafa um tiltekinn aldur. Að niðurstaða aldursgreiningar ráði því hvort einstaklingi sé veitt vernd en ekki þörfin fyrir vernd er misskilningur sem víðar hefur borið á í umræðunni.Ástæður aldursgreininga Rétt á alþjóðlegri vernd sem flóttamenn hér á landi eiga einstaklingar sem sæta ofsóknum í heimalandi sínu eða eiga þar á hættu dauðarefsingu, pyndingar eða ómannúðlega eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Engin skilyrði eða kröfur eru gerðar um aldur við ákvörðun um veitingu verndar. Aldur er hins vegar hluti af auðkenni einstaklings og við mat á þörf og rétti umsækjanda um alþjóðlega vernd til tiltekinnar þjónustu er mikilvægt að fyrir liggi hvort umsækjandi sé barn eða fullorðinn. Börn eiga rétt á stuðningi og aðstoð í samræmi við stöðu sína sem börn, t.d. aðgengi að menntun, aukið aðgengi að heilbrigðisþjónustu umfram fullorðna og eftir atvikum öðrum félagslegum stuðningi og aðstoð. Þá ber að taka tillit til sérstakrar stöðu barna þegar metið er hvort viðkomandi og aðstæður hans uppfylli skilyrði alþjóðlegrar verndar. Hluti af því að tryggja sérstök réttindi barna er jafnframt að tryggja að fullorðnir einstaklingar séu ekki ranglega álitnir börn og vistaðir með börnum.Heildræn nálgun við ákvörðun aldurs Við rannsókn á aldri einstaklings sem sækir um alþjóðlega vernd og kveðst vera fylgdarlaust barn fer fram heildstætt mat á aðstæðum og frásögn viðkomandi af ævi sinni en auk þess má beita líkamsrannsókn til greiningar á aldri. Geti umsækjandi ekki fært sönnur á aldur sinn er til dæmis reynt að varpa ljósi á reynslu umsækjanda á ólíkum aldursskeiðum sem gæti rennt stoðum undir framburð um aldur. Ef grunur leikur á að umsækjandi sem segist vera barn sé lögráða, og ekki er hægt að staðfesta það á óyggjandi hátt, er Útlendingastofnun skylt að leggja fyrir umsækjanda að gangast undir líkamsrannsókn til þess að ákvarða um aldur. Slík rannsókn fer þó einungis fram með upplýstu samþykki umsækjanda. Líkamsrannsókn til aldursgreiningar felst hér á landi í greiningu á aldri út frá tannþroska. Til að tryggja sem mesta nákvæmni er fjórum mismunandi aðferðum beitt og gefinn upp meðalaldur samkvæmt þeim og staðalfrávik. Er þetta gert til að tryggja að vafi sé metinn umsækjanda í hag og viðkomandi ekki greindur eldri en hann er í raun og veru. Þess má geta að annars staðar á Norðurlöndunum er aldur einnig greindur út frá þroska tanna en samhliða er þar notast við greiningu á þroska beina. Danir einir greina aldur auk þess út frá kynþroska. Niðurstaða líkamsrannsóknarinnar er ekki ein og sér lögð til grundvallar við mat á aldri heldur er hún metin í samhengi við önnur atriði málsins svo sem frásögn umsækjanda og fyrirliggjandi gögn. Neiti umsækjandi að gangast undir líkamsrannsókn til aldursgreiningar er aldur viðkomandi metinn á grundvelli trúverðugleika og gagna málsins.Áhrif aldurs á málsmeðferð Mat á aldri umsækjanda felur ekki í sér afstöðu til umsóknar viðkomandi um alþjóðlega vernd. Við rannsókn á aðstæðum umsækjanda er litið til frásagnar, framlagðra gagna og þeirra upplýsinga sem liggja fyrir um aðstæður í upprunaríki viðkomandi. Aldur getur ekki verið grundvöllur alþjóðlegrar verndar en hann er einn þeirra þátta sem litið er til við einstaklingsbundið heildarmat á þörf hvers og eins fyrir alþjóðlega vernd. Ef aðstæður umsækjanda falla undir flóttamannahugtakið eða viðbótarvernd fær hann réttarstöðu flóttamanns hér á landi óháð því hvort hann er barn eða fullorðinn. Útlendingastofnun fagnar því að stúdentaráð Háskóla Íslands láti sig aldursgreiningar umsækjenda um alþjóðlega vernd varða og hvetur ráðið til að kynna sér málið frá öllum hliðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Í nýlegri grein Jónu Þóreyjar Pétursdóttur, stúdentaráðsliða og oddvita Röskvu, um fyrirhugaðan samning Útlendingastofnunar og Háskóla Íslands um aldursgreiningar, er því haldið fram að við ákvörðun Útlendingastofnunar um hvort einstaklingur fái alþjóðlega vernd hér á landi sé gerð krafa um tiltekinn aldur. Að niðurstaða aldursgreiningar ráði því hvort einstaklingi sé veitt vernd en ekki þörfin fyrir vernd er misskilningur sem víðar hefur borið á í umræðunni.Ástæður aldursgreininga Rétt á alþjóðlegri vernd sem flóttamenn hér á landi eiga einstaklingar sem sæta ofsóknum í heimalandi sínu eða eiga þar á hættu dauðarefsingu, pyndingar eða ómannúðlega eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Engin skilyrði eða kröfur eru gerðar um aldur við ákvörðun um veitingu verndar. Aldur er hins vegar hluti af auðkenni einstaklings og við mat á þörf og rétti umsækjanda um alþjóðlega vernd til tiltekinnar þjónustu er mikilvægt að fyrir liggi hvort umsækjandi sé barn eða fullorðinn. Börn eiga rétt á stuðningi og aðstoð í samræmi við stöðu sína sem börn, t.d. aðgengi að menntun, aukið aðgengi að heilbrigðisþjónustu umfram fullorðna og eftir atvikum öðrum félagslegum stuðningi og aðstoð. Þá ber að taka tillit til sérstakrar stöðu barna þegar metið er hvort viðkomandi og aðstæður hans uppfylli skilyrði alþjóðlegrar verndar. Hluti af því að tryggja sérstök réttindi barna er jafnframt að tryggja að fullorðnir einstaklingar séu ekki ranglega álitnir börn og vistaðir með börnum.Heildræn nálgun við ákvörðun aldurs Við rannsókn á aldri einstaklings sem sækir um alþjóðlega vernd og kveðst vera fylgdarlaust barn fer fram heildstætt mat á aðstæðum og frásögn viðkomandi af ævi sinni en auk þess má beita líkamsrannsókn til greiningar á aldri. Geti umsækjandi ekki fært sönnur á aldur sinn er til dæmis reynt að varpa ljósi á reynslu umsækjanda á ólíkum aldursskeiðum sem gæti rennt stoðum undir framburð um aldur. Ef grunur leikur á að umsækjandi sem segist vera barn sé lögráða, og ekki er hægt að staðfesta það á óyggjandi hátt, er Útlendingastofnun skylt að leggja fyrir umsækjanda að gangast undir líkamsrannsókn til þess að ákvarða um aldur. Slík rannsókn fer þó einungis fram með upplýstu samþykki umsækjanda. Líkamsrannsókn til aldursgreiningar felst hér á landi í greiningu á aldri út frá tannþroska. Til að tryggja sem mesta nákvæmni er fjórum mismunandi aðferðum beitt og gefinn upp meðalaldur samkvæmt þeim og staðalfrávik. Er þetta gert til að tryggja að vafi sé metinn umsækjanda í hag og viðkomandi ekki greindur eldri en hann er í raun og veru. Þess má geta að annars staðar á Norðurlöndunum er aldur einnig greindur út frá þroska tanna en samhliða er þar notast við greiningu á þroska beina. Danir einir greina aldur auk þess út frá kynþroska. Niðurstaða líkamsrannsóknarinnar er ekki ein og sér lögð til grundvallar við mat á aldri heldur er hún metin í samhengi við önnur atriði málsins svo sem frásögn umsækjanda og fyrirliggjandi gögn. Neiti umsækjandi að gangast undir líkamsrannsókn til aldursgreiningar er aldur viðkomandi metinn á grundvelli trúverðugleika og gagna málsins.Áhrif aldurs á málsmeðferð Mat á aldri umsækjanda felur ekki í sér afstöðu til umsóknar viðkomandi um alþjóðlega vernd. Við rannsókn á aðstæðum umsækjanda er litið til frásagnar, framlagðra gagna og þeirra upplýsinga sem liggja fyrir um aðstæður í upprunaríki viðkomandi. Aldur getur ekki verið grundvöllur alþjóðlegrar verndar en hann er einn þeirra þátta sem litið er til við einstaklingsbundið heildarmat á þörf hvers og eins fyrir alþjóðlega vernd. Ef aðstæður umsækjanda falla undir flóttamannahugtakið eða viðbótarvernd fær hann réttarstöðu flóttamanns hér á landi óháð því hvort hann er barn eða fullorðinn. Útlendingastofnun fagnar því að stúdentaráð Háskóla Íslands láti sig aldursgreiningar umsækjenda um alþjóðlega vernd varða og hvetur ráðið til að kynna sér málið frá öllum hliðum.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun