Ærið verkefni hjá Theresu May Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. nóvember 2018 08:00 Breska ríkisstjórnin samþykkti í gær drög að samningi vegna Brexit Vísir/EPA Þó að samninganefndir Bretlands og ESB hafi komist að samkomulagi um drög að samningi um framtíðarsambandið eftir Brexit er langur vegur fram undan. Bretland mun ganga út úr Evrópusambandinu þann 29. mars næstkomandi. Þó að samkomulagsdrög hafi verið samþykkt þarf ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, að samþykkja drögin, síðan breska þingið og þá hin 27 aðildarríki ESB. May fundaði með ráðherrum sínum í gær og eftir fimm klukkustunda langan fund náðist niðurstaða. Stuðningur við forsætisráðherrann hefur ekki þótt sjálfsagður að undanförnu. Þannig hafa nokkrir ráðherrar sagt af sér vegna ósættis um Brexit-málið. Raunar var fátt annað en Brexit til umræðu í Bretlandi í gær, nema ef til vill sjötugsafmæli Karls Bretaprins. Þegar May kom fyrir þingið og svaraði fyrirspurnum deildi hún til að mynda við Jeremy Corbyn, formann Verkamannaflokksins, um ágæti draganna. Corbyn sagði að með samþykkt þeirra yrðu Bretar fastir í einhvers konar millibilsástandi og fengju enga aðkomu að reglusetningu. Þá sagði hann að May væri að bjóða Bretum upp á falskt val á milli lélegs samnings og einskis. May sagði að Verkamannaflokkurinn væri að reyna að hindra útgönguna og þannig svíkja bresku þjóðina. Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar og leiðtogi SNP-flokksins, sagði samninginn þann versta mögulega fyrir Skotland og að hún myndi vilja sjá Breta fá fulla aðild að innri markaði ESB og tollabandalaginu frekar. Búist er við að drögin fari fyrir þingið í kringum 7. desember, að sögn stjórnmálaskýranda BBC. Það verður í það minnsta ekki gert fyrr en eftir fund leiðtogaráðs ESB sem Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, sagði að gæti farið fram 25. nóvember. Ljóst er að það verður erfitt að ná samningnum í gegnum þingið. Íhaldsflokkurinn er ekki í meirihluta heldur reiðir sig á stuðning norðurírska DUP-flokksins. Þingmenn DUP segjast líklegir til að greiða atkvæði gegn samningnum, telja að með honum sé Bretlandi sundrað. Þá eru bæði hörðustu Evrópu- og Brexit-sinnar innan Íhaldsflokksins ósáttir. Ef samkomulagið fer ekki í gegnum þingið mun Verkamannaflokkurinn pressa á að hans leið verði farin í málinu, sagði talsmaður Corbyns í gær og bætti við að ef þingið hafnaði samkomulaginu fælist í því eiginlegt, þó ekki bókstaflegt, vantraust á stjórn May. Birtist í Fréttablaðinu Brexit Tengdar fréttir Segir Brexit-drög hrikaleg fyrir Skotland Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, segir drögin að Brexit veita Norður-Írlandi ósanngjarnt forskot. 14. nóvember 2018 16:26 Hitafundur í Downing stræti Ríkisstjórnin ræðir útgöngusáttmála Bretlands og Evrópusambandsins. 14. nóvember 2018 19:00 Ríkisstjórn Bretlands styður útgöngusáttmálann Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta bestu niðurstöðuna fyrir bresku þjóðina. 14. nóvember 2018 19:40 Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Opna flugvöllinn í Kaupmannahöfn en loftrýminu yfir Osló einnig lokað vegna drónaumferðar Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sjá meira
Þó að samninganefndir Bretlands og ESB hafi komist að samkomulagi um drög að samningi um framtíðarsambandið eftir Brexit er langur vegur fram undan. Bretland mun ganga út úr Evrópusambandinu þann 29. mars næstkomandi. Þó að samkomulagsdrög hafi verið samþykkt þarf ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, að samþykkja drögin, síðan breska þingið og þá hin 27 aðildarríki ESB. May fundaði með ráðherrum sínum í gær og eftir fimm klukkustunda langan fund náðist niðurstaða. Stuðningur við forsætisráðherrann hefur ekki þótt sjálfsagður að undanförnu. Þannig hafa nokkrir ráðherrar sagt af sér vegna ósættis um Brexit-málið. Raunar var fátt annað en Brexit til umræðu í Bretlandi í gær, nema ef til vill sjötugsafmæli Karls Bretaprins. Þegar May kom fyrir þingið og svaraði fyrirspurnum deildi hún til að mynda við Jeremy Corbyn, formann Verkamannaflokksins, um ágæti draganna. Corbyn sagði að með samþykkt þeirra yrðu Bretar fastir í einhvers konar millibilsástandi og fengju enga aðkomu að reglusetningu. Þá sagði hann að May væri að bjóða Bretum upp á falskt val á milli lélegs samnings og einskis. May sagði að Verkamannaflokkurinn væri að reyna að hindra útgönguna og þannig svíkja bresku þjóðina. Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar og leiðtogi SNP-flokksins, sagði samninginn þann versta mögulega fyrir Skotland og að hún myndi vilja sjá Breta fá fulla aðild að innri markaði ESB og tollabandalaginu frekar. Búist er við að drögin fari fyrir þingið í kringum 7. desember, að sögn stjórnmálaskýranda BBC. Það verður í það minnsta ekki gert fyrr en eftir fund leiðtogaráðs ESB sem Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, sagði að gæti farið fram 25. nóvember. Ljóst er að það verður erfitt að ná samningnum í gegnum þingið. Íhaldsflokkurinn er ekki í meirihluta heldur reiðir sig á stuðning norðurírska DUP-flokksins. Þingmenn DUP segjast líklegir til að greiða atkvæði gegn samningnum, telja að með honum sé Bretlandi sundrað. Þá eru bæði hörðustu Evrópu- og Brexit-sinnar innan Íhaldsflokksins ósáttir. Ef samkomulagið fer ekki í gegnum þingið mun Verkamannaflokkurinn pressa á að hans leið verði farin í málinu, sagði talsmaður Corbyns í gær og bætti við að ef þingið hafnaði samkomulaginu fælist í því eiginlegt, þó ekki bókstaflegt, vantraust á stjórn May.
Birtist í Fréttablaðinu Brexit Tengdar fréttir Segir Brexit-drög hrikaleg fyrir Skotland Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, segir drögin að Brexit veita Norður-Írlandi ósanngjarnt forskot. 14. nóvember 2018 16:26 Hitafundur í Downing stræti Ríkisstjórnin ræðir útgöngusáttmála Bretlands og Evrópusambandsins. 14. nóvember 2018 19:00 Ríkisstjórn Bretlands styður útgöngusáttmálann Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta bestu niðurstöðuna fyrir bresku þjóðina. 14. nóvember 2018 19:40 Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Opna flugvöllinn í Kaupmannahöfn en loftrýminu yfir Osló einnig lokað vegna drónaumferðar Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sjá meira
Segir Brexit-drög hrikaleg fyrir Skotland Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, segir drögin að Brexit veita Norður-Írlandi ósanngjarnt forskot. 14. nóvember 2018 16:26
Hitafundur í Downing stræti Ríkisstjórnin ræðir útgöngusáttmála Bretlands og Evrópusambandsins. 14. nóvember 2018 19:00
Ríkisstjórn Bretlands styður útgöngusáttmálann Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta bestu niðurstöðuna fyrir bresku þjóðina. 14. nóvember 2018 19:40