Ærið verkefni hjá Theresu May Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. nóvember 2018 08:00 Breska ríkisstjórnin samþykkti í gær drög að samningi vegna Brexit Vísir/EPA Þó að samninganefndir Bretlands og ESB hafi komist að samkomulagi um drög að samningi um framtíðarsambandið eftir Brexit er langur vegur fram undan. Bretland mun ganga út úr Evrópusambandinu þann 29. mars næstkomandi. Þó að samkomulagsdrög hafi verið samþykkt þarf ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, að samþykkja drögin, síðan breska þingið og þá hin 27 aðildarríki ESB. May fundaði með ráðherrum sínum í gær og eftir fimm klukkustunda langan fund náðist niðurstaða. Stuðningur við forsætisráðherrann hefur ekki þótt sjálfsagður að undanförnu. Þannig hafa nokkrir ráðherrar sagt af sér vegna ósættis um Brexit-málið. Raunar var fátt annað en Brexit til umræðu í Bretlandi í gær, nema ef til vill sjötugsafmæli Karls Bretaprins. Þegar May kom fyrir þingið og svaraði fyrirspurnum deildi hún til að mynda við Jeremy Corbyn, formann Verkamannaflokksins, um ágæti draganna. Corbyn sagði að með samþykkt þeirra yrðu Bretar fastir í einhvers konar millibilsástandi og fengju enga aðkomu að reglusetningu. Þá sagði hann að May væri að bjóða Bretum upp á falskt val á milli lélegs samnings og einskis. May sagði að Verkamannaflokkurinn væri að reyna að hindra útgönguna og þannig svíkja bresku þjóðina. Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar og leiðtogi SNP-flokksins, sagði samninginn þann versta mögulega fyrir Skotland og að hún myndi vilja sjá Breta fá fulla aðild að innri markaði ESB og tollabandalaginu frekar. Búist er við að drögin fari fyrir þingið í kringum 7. desember, að sögn stjórnmálaskýranda BBC. Það verður í það minnsta ekki gert fyrr en eftir fund leiðtogaráðs ESB sem Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, sagði að gæti farið fram 25. nóvember. Ljóst er að það verður erfitt að ná samningnum í gegnum þingið. Íhaldsflokkurinn er ekki í meirihluta heldur reiðir sig á stuðning norðurírska DUP-flokksins. Þingmenn DUP segjast líklegir til að greiða atkvæði gegn samningnum, telja að með honum sé Bretlandi sundrað. Þá eru bæði hörðustu Evrópu- og Brexit-sinnar innan Íhaldsflokksins ósáttir. Ef samkomulagið fer ekki í gegnum þingið mun Verkamannaflokkurinn pressa á að hans leið verði farin í málinu, sagði talsmaður Corbyns í gær og bætti við að ef þingið hafnaði samkomulaginu fælist í því eiginlegt, þó ekki bókstaflegt, vantraust á stjórn May. Birtist í Fréttablaðinu Brexit Tengdar fréttir Segir Brexit-drög hrikaleg fyrir Skotland Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, segir drögin að Brexit veita Norður-Írlandi ósanngjarnt forskot. 14. nóvember 2018 16:26 Hitafundur í Downing stræti Ríkisstjórnin ræðir útgöngusáttmála Bretlands og Evrópusambandsins. 14. nóvember 2018 19:00 Ríkisstjórn Bretlands styður útgöngusáttmálann Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta bestu niðurstöðuna fyrir bresku þjóðina. 14. nóvember 2018 19:40 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Þó að samninganefndir Bretlands og ESB hafi komist að samkomulagi um drög að samningi um framtíðarsambandið eftir Brexit er langur vegur fram undan. Bretland mun ganga út úr Evrópusambandinu þann 29. mars næstkomandi. Þó að samkomulagsdrög hafi verið samþykkt þarf ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, að samþykkja drögin, síðan breska þingið og þá hin 27 aðildarríki ESB. May fundaði með ráðherrum sínum í gær og eftir fimm klukkustunda langan fund náðist niðurstaða. Stuðningur við forsætisráðherrann hefur ekki þótt sjálfsagður að undanförnu. Þannig hafa nokkrir ráðherrar sagt af sér vegna ósættis um Brexit-málið. Raunar var fátt annað en Brexit til umræðu í Bretlandi í gær, nema ef til vill sjötugsafmæli Karls Bretaprins. Þegar May kom fyrir þingið og svaraði fyrirspurnum deildi hún til að mynda við Jeremy Corbyn, formann Verkamannaflokksins, um ágæti draganna. Corbyn sagði að með samþykkt þeirra yrðu Bretar fastir í einhvers konar millibilsástandi og fengju enga aðkomu að reglusetningu. Þá sagði hann að May væri að bjóða Bretum upp á falskt val á milli lélegs samnings og einskis. May sagði að Verkamannaflokkurinn væri að reyna að hindra útgönguna og þannig svíkja bresku þjóðina. Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar og leiðtogi SNP-flokksins, sagði samninginn þann versta mögulega fyrir Skotland og að hún myndi vilja sjá Breta fá fulla aðild að innri markaði ESB og tollabandalaginu frekar. Búist er við að drögin fari fyrir þingið í kringum 7. desember, að sögn stjórnmálaskýranda BBC. Það verður í það minnsta ekki gert fyrr en eftir fund leiðtogaráðs ESB sem Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, sagði að gæti farið fram 25. nóvember. Ljóst er að það verður erfitt að ná samningnum í gegnum þingið. Íhaldsflokkurinn er ekki í meirihluta heldur reiðir sig á stuðning norðurírska DUP-flokksins. Þingmenn DUP segjast líklegir til að greiða atkvæði gegn samningnum, telja að með honum sé Bretlandi sundrað. Þá eru bæði hörðustu Evrópu- og Brexit-sinnar innan Íhaldsflokksins ósáttir. Ef samkomulagið fer ekki í gegnum þingið mun Verkamannaflokkurinn pressa á að hans leið verði farin í málinu, sagði talsmaður Corbyns í gær og bætti við að ef þingið hafnaði samkomulaginu fælist í því eiginlegt, þó ekki bókstaflegt, vantraust á stjórn May.
Birtist í Fréttablaðinu Brexit Tengdar fréttir Segir Brexit-drög hrikaleg fyrir Skotland Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, segir drögin að Brexit veita Norður-Írlandi ósanngjarnt forskot. 14. nóvember 2018 16:26 Hitafundur í Downing stræti Ríkisstjórnin ræðir útgöngusáttmála Bretlands og Evrópusambandsins. 14. nóvember 2018 19:00 Ríkisstjórn Bretlands styður útgöngusáttmálann Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta bestu niðurstöðuna fyrir bresku þjóðina. 14. nóvember 2018 19:40 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Segir Brexit-drög hrikaleg fyrir Skotland Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, segir drögin að Brexit veita Norður-Írlandi ósanngjarnt forskot. 14. nóvember 2018 16:26
Hitafundur í Downing stræti Ríkisstjórnin ræðir útgöngusáttmála Bretlands og Evrópusambandsins. 14. nóvember 2018 19:00
Ríkisstjórn Bretlands styður útgöngusáttmálann Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta bestu niðurstöðuna fyrir bresku þjóðina. 14. nóvember 2018 19:40