Facebook sagt hafa grafið undan gagnrýnendum með því að tengja þá við Soros Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. nóvember 2018 09:15 Mark Zuckerberg er stofnandi og forstjóri Facebook. vísir/getty Facebook réð almannatengslafyrirtæki til þess að reyna að grafa undan gagnrýnendum samfélagsmiðlarisans með því að tengja gagnrýnendurna við milljarðamæringinn George Soros. Voru gagnrýnendurnir sagðir vera sérstakir útsendarar Soros. Fjallað er um málið á vef Guardian og vísað í ítarlega úttekt New York Times um hvernig Facebook hefur tekist á við vandamálin sem blasað hafa við fyrirtækinu undanfarin misseri. Soros er fjárfestir og gyðingur. Hann hefur löngum orðið verið hluti af ýmsum andgyðinglegum samsæriskenningum en á sama tíma og Facebook var að reyna að grafa undan gagnrýnendum með að tengja þá við Soros var miðillinn að berjast gegn andgyðinglegum áróðri sem birtist á Facebook. Spjótin fóru ekki hvað síst að beinast að Facebook vegna áhrifa Rússa á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 2016 þar sem auglýsingar á samfélagsmiðlinum voru nýttar.Dreifðu neikvæðum greinum um Apple og Google Facebook leitaði til ráðgjafafyrirtækisins Definers Public Affairs vegna þeirrar gagnrýni sem beindist að miðlinum í tengslum við Rússa og forsetakosningarnar. Ein aðferðin sem Definers Public Affairs beitti var að birta tugi neikvæðra greina um önnur tæknifyrirtæki á borð við Google og Apple. Önnur aðferð var svo að setja Soros í hlutverk þess sem var í forsvari fyrir ófræginarherferð gegn Facebook. Definers Puclic Affairs kom þannig skjali í umferð sem tengdi Soros við umfangsmikla ófræginarherferð gegn samfélagsmiðlinum og hvatti blaðamenn til þess að kanna fjárhagsleg tengsl á milli Soros og hópa á borð við Freedom from Facebook og Color of Change. Soros hefur, eins og áður segir, gjarnan orðið fyrir barðinu á samsæriskenningum. Samsæriskenningarnar náðu einhvers konar hámarki í vikunum fyrir þingkosningarnar í Bandaríkjunum í byrjun mánaðarins þegar því var ranglega haldið fram að Soros stæði á bak við fjölda innflytjenda frá Mið-Ameríku sem væru að reyna að komast inn til Bandaríkjanna yfir landamærin í Mexíkó. Facebook Tengdar fréttir Rússar reyna að fela spor sín betur í kosningunum vestanhafs Útsendarar Rússa eru sagðir leggja minni áherslu á tilbúning að þessu sinni en reyna þess í stað að magna upp áróður innlendra öfgahreyfinga á netinu. 6. nóvember 2018 08:06 Hakkarar brutust inn á reikninga 50 milljón notenda Facebook 30. september 2018 12:25 Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you. 4. apríl 2018 12:45 Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Facebook réð almannatengslafyrirtæki til þess að reyna að grafa undan gagnrýnendum samfélagsmiðlarisans með því að tengja gagnrýnendurna við milljarðamæringinn George Soros. Voru gagnrýnendurnir sagðir vera sérstakir útsendarar Soros. Fjallað er um málið á vef Guardian og vísað í ítarlega úttekt New York Times um hvernig Facebook hefur tekist á við vandamálin sem blasað hafa við fyrirtækinu undanfarin misseri. Soros er fjárfestir og gyðingur. Hann hefur löngum orðið verið hluti af ýmsum andgyðinglegum samsæriskenningum en á sama tíma og Facebook var að reyna að grafa undan gagnrýnendum með að tengja þá við Soros var miðillinn að berjast gegn andgyðinglegum áróðri sem birtist á Facebook. Spjótin fóru ekki hvað síst að beinast að Facebook vegna áhrifa Rússa á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 2016 þar sem auglýsingar á samfélagsmiðlinum voru nýttar.Dreifðu neikvæðum greinum um Apple og Google Facebook leitaði til ráðgjafafyrirtækisins Definers Public Affairs vegna þeirrar gagnrýni sem beindist að miðlinum í tengslum við Rússa og forsetakosningarnar. Ein aðferðin sem Definers Public Affairs beitti var að birta tugi neikvæðra greina um önnur tæknifyrirtæki á borð við Google og Apple. Önnur aðferð var svo að setja Soros í hlutverk þess sem var í forsvari fyrir ófræginarherferð gegn Facebook. Definers Puclic Affairs kom þannig skjali í umferð sem tengdi Soros við umfangsmikla ófræginarherferð gegn samfélagsmiðlinum og hvatti blaðamenn til þess að kanna fjárhagsleg tengsl á milli Soros og hópa á borð við Freedom from Facebook og Color of Change. Soros hefur, eins og áður segir, gjarnan orðið fyrir barðinu á samsæriskenningum. Samsæriskenningarnar náðu einhvers konar hámarki í vikunum fyrir þingkosningarnar í Bandaríkjunum í byrjun mánaðarins þegar því var ranglega haldið fram að Soros stæði á bak við fjölda innflytjenda frá Mið-Ameríku sem væru að reyna að komast inn til Bandaríkjanna yfir landamærin í Mexíkó.
Facebook Tengdar fréttir Rússar reyna að fela spor sín betur í kosningunum vestanhafs Útsendarar Rússa eru sagðir leggja minni áherslu á tilbúning að þessu sinni en reyna þess í stað að magna upp áróður innlendra öfgahreyfinga á netinu. 6. nóvember 2018 08:06 Hakkarar brutust inn á reikninga 50 milljón notenda Facebook 30. september 2018 12:25 Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you. 4. apríl 2018 12:45 Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Rússar reyna að fela spor sín betur í kosningunum vestanhafs Útsendarar Rússa eru sagðir leggja minni áherslu á tilbúning að þessu sinni en reyna þess í stað að magna upp áróður innlendra öfgahreyfinga á netinu. 6. nóvember 2018 08:06
Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you. 4. apríl 2018 12:45