Brexit-ráðherra segir af sér Samúel Karl Ólason skrifar 15. nóvember 2018 09:26 Dominic Raab yfirgefur Downingstræti 10. EPA/ANDY RAIN Dominic Raab, Brexit-ráðherra Bretlands, hefur sagt af sér vegna samningsdraga sem eru nú til umræðu. Hann segir samvisku sína ekki leyfa sér að styðja drögin og nefnir fyrir því tvær ástæður. Raab segir samningsdrögin, eins og þau snúa að Norður-Írlandi, í raun ógna samheldni konungsveldisins. Hin ástæðan var sú að það væri óásættanlegt að Evrópusambandið hefði neitunarvald um það hvort Bretar gætu í raun slitið sig að fullu frá sambandinu. Þar að auki sagði Raab í yfirlýsingu sinni að hann gæti ekki séð að skilyrði draganna standist þau loforð sem ríkisstjórnin gaf bresku þjóðinni. Raab birti bréfið sem hann sendi Theresu May, forsætisráðherra á Twitter um skömmu fyrir níu í morgun.Today, I have resigned as Brexit Secretary. I cannot in good conscience support the terms proposed for our deal with the EU. Here is my letter to the PM explaining my reasons, and my enduring respect for her. pic.twitter.com/tf5CUZnnUz — Dominic Raab (@DominicRaab) November 15, 2018 May tilkynnti í gær að hún hefði tryggt sér stuðning ráðherra ríkisstjórnar sinnar, eftir fimm klukkustunda ráðherrafund. Fjölmiðlar í Bretlandi segja þó nokkra ráðherra hafa mótmælt samningsdrögunum harðlega og einhverjir þingmenn Íhaldsflokksins eru sagðir íhuga að leggja fram vantrauststillögu gegn henni. Raab er tuttugasti ráðherrann sem segir af sér á undanförnum tveimur árum. Talið er að afsögn hans muni leiða til fleiri afsagna í ríkisstjórn May. Owen Smith, þingmaður Verkamannaflokksins, segir afsögn Raab segja allt sem segja þurfi um drögin. Raab hafi tekið þátt í samningsviðræðunum og hjálpað við að kynna drögin öðrum ráðherrum. Hann kallaði eftir því að May boðaði til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit. Esther McVey, lágt settur ráðherra í ríkisstjórninni, hefur einnig sagt af sér. Í bréfi hennar til May sagði hún mikilvægt að tryggja að farið yrði eftir vilja þjóðarinnar og slíta tengsl Bretlands við ESB. Hún sagði þau samningsdrög sem nú eru til umræðu ekki gera það.Earlier this morning I informed the Prime Minister I was resigning from her Cabinet pic.twitter.com/ZeBkL5n2xH — Esther McVey (@EstherMcVey1) November 15, 2018 Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Segir Brexit-drög hrikaleg fyrir Skotland Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, segir drögin að Brexit veita Norður-Írlandi ósanngjarnt forskot. 14. nóvember 2018 16:26 Hitafundur í Downing stræti Ríkisstjórnin ræðir útgöngusáttmála Bretlands og Evrópusambandsins. 14. nóvember 2018 19:00 Ærið verkefni hjá Theresu May Breska ríkisstjórnin samþykkti í gær drög að samningi vegna Brexit. Theresa May ræðir samninginn í þinginu í dag. Erfitt verður að koma málinu í gegnum þingið. Stefnt á leiðtogaráðsfund 25. nóvember. 15. nóvember 2018 08:00 Ríkisstjórn Bretlands styður útgöngusáttmálann Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta bestu niðurstöðuna fyrir bresku þjóðina. 14. nóvember 2018 19:40 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Dominic Raab, Brexit-ráðherra Bretlands, hefur sagt af sér vegna samningsdraga sem eru nú til umræðu. Hann segir samvisku sína ekki leyfa sér að styðja drögin og nefnir fyrir því tvær ástæður. Raab segir samningsdrögin, eins og þau snúa að Norður-Írlandi, í raun ógna samheldni konungsveldisins. Hin ástæðan var sú að það væri óásættanlegt að Evrópusambandið hefði neitunarvald um það hvort Bretar gætu í raun slitið sig að fullu frá sambandinu. Þar að auki sagði Raab í yfirlýsingu sinni að hann gæti ekki séð að skilyrði draganna standist þau loforð sem ríkisstjórnin gaf bresku þjóðinni. Raab birti bréfið sem hann sendi Theresu May, forsætisráðherra á Twitter um skömmu fyrir níu í morgun.Today, I have resigned as Brexit Secretary. I cannot in good conscience support the terms proposed for our deal with the EU. Here is my letter to the PM explaining my reasons, and my enduring respect for her. pic.twitter.com/tf5CUZnnUz — Dominic Raab (@DominicRaab) November 15, 2018 May tilkynnti í gær að hún hefði tryggt sér stuðning ráðherra ríkisstjórnar sinnar, eftir fimm klukkustunda ráðherrafund. Fjölmiðlar í Bretlandi segja þó nokkra ráðherra hafa mótmælt samningsdrögunum harðlega og einhverjir þingmenn Íhaldsflokksins eru sagðir íhuga að leggja fram vantrauststillögu gegn henni. Raab er tuttugasti ráðherrann sem segir af sér á undanförnum tveimur árum. Talið er að afsögn hans muni leiða til fleiri afsagna í ríkisstjórn May. Owen Smith, þingmaður Verkamannaflokksins, segir afsögn Raab segja allt sem segja þurfi um drögin. Raab hafi tekið þátt í samningsviðræðunum og hjálpað við að kynna drögin öðrum ráðherrum. Hann kallaði eftir því að May boðaði til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit. Esther McVey, lágt settur ráðherra í ríkisstjórninni, hefur einnig sagt af sér. Í bréfi hennar til May sagði hún mikilvægt að tryggja að farið yrði eftir vilja þjóðarinnar og slíta tengsl Bretlands við ESB. Hún sagði þau samningsdrög sem nú eru til umræðu ekki gera það.Earlier this morning I informed the Prime Minister I was resigning from her Cabinet pic.twitter.com/ZeBkL5n2xH — Esther McVey (@EstherMcVey1) November 15, 2018
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Segir Brexit-drög hrikaleg fyrir Skotland Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, segir drögin að Brexit veita Norður-Írlandi ósanngjarnt forskot. 14. nóvember 2018 16:26 Hitafundur í Downing stræti Ríkisstjórnin ræðir útgöngusáttmála Bretlands og Evrópusambandsins. 14. nóvember 2018 19:00 Ærið verkefni hjá Theresu May Breska ríkisstjórnin samþykkti í gær drög að samningi vegna Brexit. Theresa May ræðir samninginn í þinginu í dag. Erfitt verður að koma málinu í gegnum þingið. Stefnt á leiðtogaráðsfund 25. nóvember. 15. nóvember 2018 08:00 Ríkisstjórn Bretlands styður útgöngusáttmálann Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta bestu niðurstöðuna fyrir bresku þjóðina. 14. nóvember 2018 19:40 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Segir Brexit-drög hrikaleg fyrir Skotland Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, segir drögin að Brexit veita Norður-Írlandi ósanngjarnt forskot. 14. nóvember 2018 16:26
Hitafundur í Downing stræti Ríkisstjórnin ræðir útgöngusáttmála Bretlands og Evrópusambandsins. 14. nóvember 2018 19:00
Ærið verkefni hjá Theresu May Breska ríkisstjórnin samþykkti í gær drög að samningi vegna Brexit. Theresa May ræðir samninginn í þinginu í dag. Erfitt verður að koma málinu í gegnum þingið. Stefnt á leiðtogaráðsfund 25. nóvember. 15. nóvember 2018 08:00
Ríkisstjórn Bretlands styður útgöngusáttmálann Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta bestu niðurstöðuna fyrir bresku þjóðina. 14. nóvember 2018 19:40