Pundið fær að kenna á Brexit-ólgu Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. nóvember 2018 16:27 Það er þungt í því pundið. Getty/Tek Image Gengi breska pundsins hefur fengið að kenna á ólgunni í þarlendum stjórnmálum í dag. Það sést til að mynda hér á Íslandi, en það sem af er degi hefur pundið veikst um næstum 2 prósent gagnvart krónunni. Nú kostar hvert pund um 159 krónur. Að sama skapi hefur pundið veikst gangvart bandaríkjadal sem nemur rúmlega 1,5 prósenti. Vart þarf að fjölyrða um ástæðu fallsins, sem rakið er beint til nýjustu vendinga í Brexit-málum. Nokkrir innan ríkisstjórnar Theresu May hafa sagt af sér vegna samningsdraga sem lögð hafa verið fram vegna fyrirhugaðrar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. May hefur lagt alla sína pólitísku innistæðu í drögin og hefur hatrammur stuðningsmaður útgöngunnar boðað vantraust á forsætisráðherrann vegna samningsins sem barst frá Brussel.Sjá einnig: Hart sótt að May á þinginuGreinendur sem breskir fjölmiðla ræða við segja að fall pundsins í dag sé þannig skýr birtingarmynd efasemdanna um að May takist að fá samningsdrögin samþykkt á breska þinginu. Fyrrnefndar uppsagnir auki einnig líkurnar á því að greidd verði atkvæði um vantrauststillöguna. Það um leið feli í sér auknar líkur á að boðað verði til nýrra þingkosninga með tilheyrandi óvissu. Þannig má ætla að gengi pundsins gæti fallið enn frekar - ekki síst ef spár munu gefa til kynna að „markaðs-óvinveitt og róttæk vinstri stjórn“ muni koma upp úr kössunum, eins og Jane Foley hjá Rabobank orðar það. Vendingar dagsins eru að sama skapi sagðar gefa áhyggjum af samningslausu Brexit byr undir báða vængi, sem og vangaveltum um stöðu Theresu May sem leiðtoga Íhaldsflokksins. Pundið gæti jafnvel fallið um 3 til 4 prósent á næstunni ef May og bandamönnum hennar tekst ekki að kveða niður ólguna í flokknum á næstunni - eða ef þeim takist að senda skýr skilaboð um May muni takast að fá samþykki þingsins fyrir samningsdrögunum. Brexit Tengdar fréttir Segir Brexit-drög hrikaleg fyrir Skotland Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, segir drögin að Brexit veita Norður-Írlandi ósanngjarnt forskot. 14. nóvember 2018 16:26 Hitafundur í Downing stræti Ríkisstjórnin ræðir útgöngusáttmála Bretlands og Evrópusambandsins. 14. nóvember 2018 19:00 Hart sótt að May á þinginu Nokkrir meðlimir ríkisstjórnar Theresu May hafa sagt af sér vegna samningsdraga varðandi brottför Bretland úr Evrópusambandinu sem May er að reyna að fá samþykkt. 15. nóvember 2018 12:34 Brexit-ráðherra segir af sér Dominic Raab segir samvisku sína ekki leyfa sér að styðja drögin að brottför Bretlands úr Evrópusambandinu. 15. nóvember 2018 09:26 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Gengi breska pundsins hefur fengið að kenna á ólgunni í þarlendum stjórnmálum í dag. Það sést til að mynda hér á Íslandi, en það sem af er degi hefur pundið veikst um næstum 2 prósent gagnvart krónunni. Nú kostar hvert pund um 159 krónur. Að sama skapi hefur pundið veikst gangvart bandaríkjadal sem nemur rúmlega 1,5 prósenti. Vart þarf að fjölyrða um ástæðu fallsins, sem rakið er beint til nýjustu vendinga í Brexit-málum. Nokkrir innan ríkisstjórnar Theresu May hafa sagt af sér vegna samningsdraga sem lögð hafa verið fram vegna fyrirhugaðrar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. May hefur lagt alla sína pólitísku innistæðu í drögin og hefur hatrammur stuðningsmaður útgöngunnar boðað vantraust á forsætisráðherrann vegna samningsins sem barst frá Brussel.Sjá einnig: Hart sótt að May á þinginuGreinendur sem breskir fjölmiðla ræða við segja að fall pundsins í dag sé þannig skýr birtingarmynd efasemdanna um að May takist að fá samningsdrögin samþykkt á breska þinginu. Fyrrnefndar uppsagnir auki einnig líkurnar á því að greidd verði atkvæði um vantrauststillöguna. Það um leið feli í sér auknar líkur á að boðað verði til nýrra þingkosninga með tilheyrandi óvissu. Þannig má ætla að gengi pundsins gæti fallið enn frekar - ekki síst ef spár munu gefa til kynna að „markaðs-óvinveitt og róttæk vinstri stjórn“ muni koma upp úr kössunum, eins og Jane Foley hjá Rabobank orðar það. Vendingar dagsins eru að sama skapi sagðar gefa áhyggjum af samningslausu Brexit byr undir báða vængi, sem og vangaveltum um stöðu Theresu May sem leiðtoga Íhaldsflokksins. Pundið gæti jafnvel fallið um 3 til 4 prósent á næstunni ef May og bandamönnum hennar tekst ekki að kveða niður ólguna í flokknum á næstunni - eða ef þeim takist að senda skýr skilaboð um May muni takast að fá samþykki þingsins fyrir samningsdrögunum.
Brexit Tengdar fréttir Segir Brexit-drög hrikaleg fyrir Skotland Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, segir drögin að Brexit veita Norður-Írlandi ósanngjarnt forskot. 14. nóvember 2018 16:26 Hitafundur í Downing stræti Ríkisstjórnin ræðir útgöngusáttmála Bretlands og Evrópusambandsins. 14. nóvember 2018 19:00 Hart sótt að May á þinginu Nokkrir meðlimir ríkisstjórnar Theresu May hafa sagt af sér vegna samningsdraga varðandi brottför Bretland úr Evrópusambandinu sem May er að reyna að fá samþykkt. 15. nóvember 2018 12:34 Brexit-ráðherra segir af sér Dominic Raab segir samvisku sína ekki leyfa sér að styðja drögin að brottför Bretlands úr Evrópusambandinu. 15. nóvember 2018 09:26 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Segir Brexit-drög hrikaleg fyrir Skotland Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, segir drögin að Brexit veita Norður-Írlandi ósanngjarnt forskot. 14. nóvember 2018 16:26
Hitafundur í Downing stræti Ríkisstjórnin ræðir útgöngusáttmála Bretlands og Evrópusambandsins. 14. nóvember 2018 19:00
Hart sótt að May á þinginu Nokkrir meðlimir ríkisstjórnar Theresu May hafa sagt af sér vegna samningsdraga varðandi brottför Bretland úr Evrópusambandinu sem May er að reyna að fá samþykkt. 15. nóvember 2018 12:34
Brexit-ráðherra segir af sér Dominic Raab segir samvisku sína ekki leyfa sér að styðja drögin að brottför Bretlands úr Evrópusambandinu. 15. nóvember 2018 09:26