Erlent

May staðföst á fréttamannafundi

Atli Ísleifsson skrifar
Theresa May varði drögin að Brexitsamningnum á breska þinginu í dag.
Theresa May varði drögin að Brexitsamningnum á breska þinginu í dag. EPA/EFE
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, var staðföst á fréttamannafundi sínum nú síðdegis þar sem hún sagðist hafa mikla trú á drögunum að Brexit-samningnum. Hún kvaðst hafa skilning á því að sumir væru óánægðir með þær málamiðlanir sem þar eru gerðar.

„Þessi samningur tryggir hins vegar það sem kosið var um og er í þágu þjóðarhags,“ sagði May.

May sagði samráðherra sína verða að gera það sem þeir telja það rétta í stöðunni og þakkaði þeim sem hafa sagt af sér fyrir þeirra störf. Hún sagði ennfremur að breska þjóðin vilji einfaldlega að stjórnvöld vinni vinnuna sína.

Hún sagðist ætla að halda ótrauð áfram, sama þó að tillaga um vantraust verði lögð fram á þinginu. Hún myndi vinna að því að tryggja Bretum sem bestan samning.

May varði samningsdrögin á breska þinginu í dag þar sem hart var tekist á. Fyrr um daginn höfðu tveir ráðherrar í bresku ríkisstjórninni, þeir Dominic Raab, ráðherra Brexit-mála, og Esther Mcvey, ráðherra atvinnumála og eftirlauna, sagt af sér.


Tengdar fréttir

Hart sótt að May á þinginu

Nokkrir meðlimir ríkisstjórnar Theresu May hafa sagt af sér vegna samningsdraga varðandi brottför Bretland úr Evrópusambandinu sem May er að reyna að fá samþykkt.

Ærið verkefni hjá Theresu May

Breska ríkisstjórnin samþykkti í gær drög að samningi vegna Brexit. Theresa May ræðir samninginn í þinginu í dag. Erfitt verður að koma málinu í gegnum þingið. Stefnt á leiðtoga­ráðsfund 25. nóvember.

Brexit-ráðherra segir af sér

Dominic Raab segir samvisku sína ekki leyfa sér að styðja drögin að brottför Bretlands úr Evrópusambandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×