Sænskir bræður þjónusta blinda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. nóvember 2018 19:45 Bræðurnir Leffe, Ludde og Lapan eru ný lentir á Íslandi þar sem þeir fóru strax í nokkra vikna einangrun en er nú á leiðinni til starfa hjá eigendum sínum. Um er að ræða þrjá nýja blindrahunda sem keyptir voru frá Svíþjóð. Bræðurnir eru einstaklega rólegir, yfirvegaðir og fjall myndarlegir eins og umsjónarmaður þeirra segir. Það eru þau Björk Arnardóttir og Ingimundur Magnússon sem búa í Þorlákshöfn sem eru umsjónarmenn hundanna og munu sjá um þjálfun þeirra hjá nýjum eigendum á Íslandi. Bræðurnir eru frá Svíþjóð, tveggja ára gamlir og hafa verið í þjálfun þar. Þeir eru ný komnir til landsins, fóru beint í einangrun í nýju einangrunarstöðinni Mósel í Holta og Landsveit og voru að útskrifast þaðan. „Þeir eru komnir hingað til að sinna sínu verkefni sem þeir eru þjálfaðir til sem er að vera leiðsöguhundar. Það eru þrír notendur hér á Íslandi sem eru að fara að nota þá“, segir Björk sem er hundaþjálfari. Björk og Ingimundur, umsjónarmenn hundanna sem munu sjá um þjálfun þeirra með nýjum eigendum á Íslandi sem eru blindir.Magnús Hlynur HreiðarssonÍ dag eru fimm leiðsöguhundar fyrir blinda á Íslandi og nú bætast bræðurnir við. En hvað gera hundarnir fyrir eigendur sína? „Þeir eru augun þeirra í umhverfinu, fara fram hjá hindrunum og eru að passa þann sem er að nota þá, t.d. að viðkomandi gangi ekki á, reki sig utan í hluti. Þeir geta líka fundið hurðar og þeir stoppa við þröskulda og gatnabrúnir og þá geta þeir líka fundið afgreiðsluborð, þannig að þeir eru til margra hluta nytsamlegir“, segir Björk enn fremur.Björk segir hundana fjallmyndarlega, rólega og yfirvegaða eftir þjálfun sem þeir hafa fengið í Svíþjóð á síðustu tveimur árum.Magnús Hlynur Dýr Ölfus Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Bræðurnir Leffe, Ludde og Lapan eru ný lentir á Íslandi þar sem þeir fóru strax í nokkra vikna einangrun en er nú á leiðinni til starfa hjá eigendum sínum. Um er að ræða þrjá nýja blindrahunda sem keyptir voru frá Svíþjóð. Bræðurnir eru einstaklega rólegir, yfirvegaðir og fjall myndarlegir eins og umsjónarmaður þeirra segir. Það eru þau Björk Arnardóttir og Ingimundur Magnússon sem búa í Þorlákshöfn sem eru umsjónarmenn hundanna og munu sjá um þjálfun þeirra hjá nýjum eigendum á Íslandi. Bræðurnir eru frá Svíþjóð, tveggja ára gamlir og hafa verið í þjálfun þar. Þeir eru ný komnir til landsins, fóru beint í einangrun í nýju einangrunarstöðinni Mósel í Holta og Landsveit og voru að útskrifast þaðan. „Þeir eru komnir hingað til að sinna sínu verkefni sem þeir eru þjálfaðir til sem er að vera leiðsöguhundar. Það eru þrír notendur hér á Íslandi sem eru að fara að nota þá“, segir Björk sem er hundaþjálfari. Björk og Ingimundur, umsjónarmenn hundanna sem munu sjá um þjálfun þeirra með nýjum eigendum á Íslandi sem eru blindir.Magnús Hlynur HreiðarssonÍ dag eru fimm leiðsöguhundar fyrir blinda á Íslandi og nú bætast bræðurnir við. En hvað gera hundarnir fyrir eigendur sína? „Þeir eru augun þeirra í umhverfinu, fara fram hjá hindrunum og eru að passa þann sem er að nota þá, t.d. að viðkomandi gangi ekki á, reki sig utan í hluti. Þeir geta líka fundið hurðar og þeir stoppa við þröskulda og gatnabrúnir og þá geta þeir líka fundið afgreiðsluborð, þannig að þeir eru til margra hluta nytsamlegir“, segir Björk enn fremur.Björk segir hundana fjallmyndarlega, rólega og yfirvegaða eftir þjálfun sem þeir hafa fengið í Svíþjóð á síðustu tveimur árum.Magnús Hlynur
Dýr Ölfus Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira