Þrjú hundruð ný störf á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 18. nóvember 2018 14:08 Ásta Stefánsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri í Árborg og Gísli Halldór Halldórsson, nýr bæjarstjóri óska hér hvort öðru til hamingju með nýja miðbæinn þegar skóflustungan fór fram í gær. Vísir/MHH Á milli tvö hundruð og fimmtíu og þrjú hundruð ný störf munu skapast á Selfossi með tilkomu nýs miðbæjar. Þrettán hús verða byggð í fyrsta áfanga verkefnisins. Fyrstu skóflustungurnar af nýjum miðbæ á Selfossi voru teknar í gær í roki og rigningu. Skurðgröfurnar og vörubílarnir munu síðan mæta á svæðið á þriðjudaginn en það er Borgarverk á Selfossi sem mun sjá um jarðvegsframkvæmdir og JÁVERK á Selfossi mun sjá um smíðavinnuna. Leó Árnason er framkvæmdastjóri Sigtún Þróunarfélags sem byggir nýja miðbæinn. „Við ætlum að fara að byggja núna í fyrsta áfanga í nýjum miðbæ 13 hús sem að eins og sumir vita eiga það öll sameiginlegt að hafa einhvern tíman staðið á Íslandi en verið rifin niður eða brunnið og við ætlum að endurútgefa sögu þessara húsa og byggja upp hér byggingasögusafn fyrir tiltekið tímabil á Íslandi.Leó Árnason, framkvæmdastjóri hjá Sigtún Þróunarfélagi sem mun byggja nýjan miðbæ á Selfossi.Vísir/MHHÞað verður lagt áherslu á Skyrheima, safnið sem á að vera um skyr og sögu mjólkuriðnaðarins. það verður mjög fjölbreytt starfsemi önnur í því húsi. Síðan verða þarna veitingastaðir, verslanir, skrifstofur og íbúðir. Þetta verður alvöru miðbær með öllu því sem þarf að gera til að miðbær verði sem skemmtilegastur,“ segir Leó Árnason. Fyrsti áfangi miðbæjarins verður tilbúin árið 2020 og mun kosta tæpa tvo milljarða. Leó segist reikna með að nýi miðbærinn munu skapa 250 til 300 ný störf á Selfossi. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg er ánægður með að framkvæmdir séu að hefjast við nýja miðbæinn. „Þetta er spennandi verkefni og menn hafa stórar hugmyndir. Ég vona að þetta gangi allt vel upp. Það eru auðvitað vaxtaverkir í byrjun, það þarf að koma þessu fyrir, þrengja að umferðinni. Það er auðvitað hægt að láta þetta pirra sig en ég held að fyrst og fremst verðum við bara að einblína á að þetta verkefni gangi vel og að það heppnist síðan vel.“ Árborg Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Sjá meira
Á milli tvö hundruð og fimmtíu og þrjú hundruð ný störf munu skapast á Selfossi með tilkomu nýs miðbæjar. Þrettán hús verða byggð í fyrsta áfanga verkefnisins. Fyrstu skóflustungurnar af nýjum miðbæ á Selfossi voru teknar í gær í roki og rigningu. Skurðgröfurnar og vörubílarnir munu síðan mæta á svæðið á þriðjudaginn en það er Borgarverk á Selfossi sem mun sjá um jarðvegsframkvæmdir og JÁVERK á Selfossi mun sjá um smíðavinnuna. Leó Árnason er framkvæmdastjóri Sigtún Þróunarfélags sem byggir nýja miðbæinn. „Við ætlum að fara að byggja núna í fyrsta áfanga í nýjum miðbæ 13 hús sem að eins og sumir vita eiga það öll sameiginlegt að hafa einhvern tíman staðið á Íslandi en verið rifin niður eða brunnið og við ætlum að endurútgefa sögu þessara húsa og byggja upp hér byggingasögusafn fyrir tiltekið tímabil á Íslandi.Leó Árnason, framkvæmdastjóri hjá Sigtún Þróunarfélagi sem mun byggja nýjan miðbæ á Selfossi.Vísir/MHHÞað verður lagt áherslu á Skyrheima, safnið sem á að vera um skyr og sögu mjólkuriðnaðarins. það verður mjög fjölbreytt starfsemi önnur í því húsi. Síðan verða þarna veitingastaðir, verslanir, skrifstofur og íbúðir. Þetta verður alvöru miðbær með öllu því sem þarf að gera til að miðbær verði sem skemmtilegastur,“ segir Leó Árnason. Fyrsti áfangi miðbæjarins verður tilbúin árið 2020 og mun kosta tæpa tvo milljarða. Leó segist reikna með að nýi miðbærinn munu skapa 250 til 300 ný störf á Selfossi. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg er ánægður með að framkvæmdir séu að hefjast við nýja miðbæinn. „Þetta er spennandi verkefni og menn hafa stórar hugmyndir. Ég vona að þetta gangi allt vel upp. Það eru auðvitað vaxtaverkir í byrjun, það þarf að koma þessu fyrir, þrengja að umferðinni. Það er auðvitað hægt að láta þetta pirra sig en ég held að fyrst og fremst verðum við bara að einblína á að þetta verkefni gangi vel og að það heppnist síðan vel.“
Árborg Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Sjá meira