Theresa May segir það muni lítt stoða að skipta sér út Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. nóvember 2018 07:00 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. NORDIC PHOTOS/AFP Að skipta um hest í miðri á mun ekki gera útgöngu Breta úr Evrópusambandinu (ESB) auðveldari. Þetta segir Theresa May, forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins. Hart hefur verið sótt að May síðan hún kynnti drög að útgöngusamningi Breta við ESB. Útgönguráðherra ríkisstjórnar hennar, Dominic Raab, sagði meðal annars af sér eftir að drögin lágu fyrir og hið sama gerði eftirlauna- og vinnumálaráðherra hennar. Þá hefur hluti flokkssystkina hennar kallað eftir því að kosið verði um vantraust á forsætisráðherrann. Til að til slíkrar atkvæðagreiðslu komi þurfa minnst 48 þingmenn flokksins að senda svokallaðri 1922-nefnd Íhaldsflokksins bréf þar sem kallað er eftir atkvæðagreiðslunni. Enn sem komið er hefur því marki ekki verið náð en sagt er frá því á BBC að það gæti gerst í dag. „Þetta hefur verið erfið vika en það hefur ekki fengið á mig. Pólitík er oft erfið og ég hef verið lengi í henni. Næstu sjö dagar munu verða afar mikilvægir fyrir framtíð Bretlands,“ sagði May í samtali við Sky New‘s Ridge í gær. Í sama viðtali sagði hún að yrði vantrauststillaga samþykkt myndi það ekki gera samningaviðræður við sambandið auðveldari eða breyta stöðunni á breska þinginu en ólíklegt er talið að nauðsynlegt samþykki þingsins fáist vegna fyrirliggjandi tillagna. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Erfið vika framundan hjá May May hefur átt undir högg að sækja eftir að hún tilkynnti drög að Brexit-samningi sem snýr að úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 18. nóvember 2018 23:30 Corbyn útilokar aðra þjóðaratkvæðagreiðslu Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi segir að ný þjóðaratkvæðagreiðsla sé ekki valkostur eins og staðan sé í dag. Það sé aftur á móti valkostur í framtíðinni. 18. nóvember 2018 10:22 May fyllir í tóma ráðherrastóla Forsætisráðherra Bretlands skipaði fjóra nýja ráðherra. Nýr ráðherra útgöngumála er tiltölulega óþekktur en verður líklega hliðhollur May. Nýr ráðherra vinnu- og eftirlaunamála er öllu þekktari og umdeildari. 17. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Fleiri fréttir Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Sjá meira
Að skipta um hest í miðri á mun ekki gera útgöngu Breta úr Evrópusambandinu (ESB) auðveldari. Þetta segir Theresa May, forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins. Hart hefur verið sótt að May síðan hún kynnti drög að útgöngusamningi Breta við ESB. Útgönguráðherra ríkisstjórnar hennar, Dominic Raab, sagði meðal annars af sér eftir að drögin lágu fyrir og hið sama gerði eftirlauna- og vinnumálaráðherra hennar. Þá hefur hluti flokkssystkina hennar kallað eftir því að kosið verði um vantraust á forsætisráðherrann. Til að til slíkrar atkvæðagreiðslu komi þurfa minnst 48 þingmenn flokksins að senda svokallaðri 1922-nefnd Íhaldsflokksins bréf þar sem kallað er eftir atkvæðagreiðslunni. Enn sem komið er hefur því marki ekki verið náð en sagt er frá því á BBC að það gæti gerst í dag. „Þetta hefur verið erfið vika en það hefur ekki fengið á mig. Pólitík er oft erfið og ég hef verið lengi í henni. Næstu sjö dagar munu verða afar mikilvægir fyrir framtíð Bretlands,“ sagði May í samtali við Sky New‘s Ridge í gær. Í sama viðtali sagði hún að yrði vantrauststillaga samþykkt myndi það ekki gera samningaviðræður við sambandið auðveldari eða breyta stöðunni á breska þinginu en ólíklegt er talið að nauðsynlegt samþykki þingsins fáist vegna fyrirliggjandi tillagna.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Erfið vika framundan hjá May May hefur átt undir högg að sækja eftir að hún tilkynnti drög að Brexit-samningi sem snýr að úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 18. nóvember 2018 23:30 Corbyn útilokar aðra þjóðaratkvæðagreiðslu Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi segir að ný þjóðaratkvæðagreiðsla sé ekki valkostur eins og staðan sé í dag. Það sé aftur á móti valkostur í framtíðinni. 18. nóvember 2018 10:22 May fyllir í tóma ráðherrastóla Forsætisráðherra Bretlands skipaði fjóra nýja ráðherra. Nýr ráðherra útgöngumála er tiltölulega óþekktur en verður líklega hliðhollur May. Nýr ráðherra vinnu- og eftirlaunamála er öllu þekktari og umdeildari. 17. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Fleiri fréttir Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Sjá meira
Erfið vika framundan hjá May May hefur átt undir högg að sækja eftir að hún tilkynnti drög að Brexit-samningi sem snýr að úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 18. nóvember 2018 23:30
Corbyn útilokar aðra þjóðaratkvæðagreiðslu Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi segir að ný þjóðaratkvæðagreiðsla sé ekki valkostur eins og staðan sé í dag. Það sé aftur á móti valkostur í framtíðinni. 18. nóvember 2018 10:22
May fyllir í tóma ráðherrastóla Forsætisráðherra Bretlands skipaði fjóra nýja ráðherra. Nýr ráðherra útgöngumála er tiltölulega óþekktur en verður líklega hliðhollur May. Nýr ráðherra vinnu- og eftirlaunamála er öllu þekktari og umdeildari. 17. nóvember 2018 08:00