Góð týpa Guðmundur Steingrímsson skrifar 19. nóvember 2018 07:00 Hin vikulanga umræða um Banksy listaverkið hans Jóns Gnarr — eða borgarinnar, eftir því hvernig á það er litið — var um margt skemmtileg og athyglisverð. Í upphafi stefndi í að um miðlungsstórt hneykslismál yrði að ræða. Margir voru í þann mund að hlaða í góða statusa á samfélagsmiðlum um spillingu og siðleysi. Símalínur útvarpsþátta voru byrjaðar að hitna. Var ekki maðurinn að draga að sér verðmæti í leyfisleysi? Svona verk er milljónavirði, sögðu spekúlantar. Þá var upplýst að um eftirprentun væri að ræða, en ekki upprunalegt verk. Í raun væri þetta plakat. Við það hætti málið að vera hneykslismál og varð skyndilega að gagnmerkri umræðu um réttritun og málfar. Sitt sýndist hverjum. Á maður að skrifa plakat með k-i eða g-i? K-i, segi ég. En hvað um það. Það sem gerist næst finnst mér vera hið bitastæða í málinu og eitthvað sem má ræða aðeins betur, og rýna í samfélagslegu tilliti. Jón tók týpuna. „Ég ætla að farga þessu verki,“ hrópaði hann. Slípirokkurinn var dreginn fram og verkið eyðilagt í beinni.Blæbrigði vantar Þessi viðbrögð eru frábær. Sjáiði til: Eitt helsta einkenni á samtíma okkar eru hin ofsafengnu hópbrjálæðisköst sem tekin eru á samfélagsmiðlum undir eins og einhver gerir eitthvað sem á einhvern hátt getur talist vafasamt. Eitt hliðarspor og fólk er tekið af lífi innan klukkustundar. Í viku hverri sjáum við dæmi um þetta. Þetta er orðinn fastur liður. Einhver gerir eitthvað rangt og bingó: Game over fyrir hann. Twitter-stormurinn hlífir engum sem lendir í honum. Það er eins og fólki sé skotið upp í loft og gert að lenda einhvers staðar úti í buskanum, án orðspors, án atvinnu, ringlað og með hárið út í loftið. Komið aftur á byrjunarreit. Sumir geta auðvitað sjálfum sér um kennt, en með öðrum getur maður ekki annað en fundið til. Er þetta alltaf nauðsynlegt? Birgitta Haukdal skrifar barnabók og skrifar hjúkrunarkona en ekki hjúkrunarfræðingur. Jú, jú. Auðvitað ekki rétt, en slökum samt aðeins á. Á samfélagsmiðlum vantar blæbrigði. Þar er engin „tja” takki eða „ég veit ekki með þetta“ eða “úps, þetta mætti lagfæra”. Maður er bara hæstánægður, skellihlæjandi, kærleiksríkur, leiður eða reiður. Og ef einhver gerir eitthvað misjafnt, verða margir reiðir eða leiðir með tár í hvarmi. Áhrifamátturinn af því að nokkur hundruð manns á einum klukkutíma verði bálreiðir er gígantískur. Dómur hefur fallið. Þú átt ekki breik.Nýr veruleiki Eða hvað? Hvernig er hægt að bregðast við þúsund reiðiköllum? Sumir auðvitað skammast sín, og það réttilega, og biðjast auðmjúklega afsökunar á gjörðum sínum og lofa betrun. Aðrir þrífast á þessu, eins og sumir leiðtogar þjóðríkja og fagna hverjum stormi. En svo eru aðrir. Fólk sem hafði hugsað sér að grínast smá eða ætlaði með góðu hugarfari að gera eitthvað fallegt og uppbyggilegt en notaði óvart vitlaus hugtök. Eða fékk sér of mikið í glas. Stormurinn gerir engan greinarmun. Hann slátrar bara. Þetta er ekki réttlátt ástand. Það er engin sanngirni fólgin í því að fólk missi lífsviðurværi sitt, vini og orðspor út af einu hliðarspori. Ég held að ákveðið ójafnvægi sé ríkjandi í samfélaginu út af þessu. Hin vikulega aftaka á Facebook er ný af nálinni. Viðbragðið við þessum veruleika er rétt að byrja að þróast.Að öskra á móti Jón steig stórt skref með viðbragði sínu við storminum sem var að byrja gegn honum. Þetta var sem sagt plakat. Engu að síður hefði hann getað farið illa út úr þessu. Jón kaus að öskra á móti. Það er tímamótaöskur. Spurningin blasir við: Getur verið að viðbragð af þessu tagi sé mögulega það sterkasta fyrir fólk í stöðunni, sé vegið að því af reiðiköllum samfélagsmiðlanna? Ætti Birgitta Haukdal kannski núna að segja hátt og snjallt með þjósti að hún skuli „þá bara farga öllum þessum bókum og aldrei skrifa stafkrók aftur“? Ætti Dagur borgarstjóri að rjúka til og eyðileggja Braggann? „Ég rústa honum þá bara,“ gæti hann hrópað í rokinu með höggbor að vopni. Ætti Guðni Th. að taka týpuna og einfaldlega sturta ananas yfir næstu pitsu sem hann pantar, gúffa í sig í beinni útsendingu á Instagram og hrópa milli munnbitanna að hann „skuli þá bara borða þennan fjárans ananas“? Og Theresa May. Hún ætti auðvitað núna að fara í þingið og æpa þar hátt og snjallt að hún ætli þá bara að „brenna þetta bévítans Brexitsamkomulag!“ Í hinu tilfinninga ójafnvægi Twitter-stormanna er líklega margt vitlausara en að mæti ópum með ópi. Að því sögðu vil ég að sjálfsögðu lýsa því yfir að muni þessi afstaða mín skapa almenna reiði á samfélagsmiðlum mun ég vitaskuld eyðileggja tölvuna mína með hjólsög og aldrei skrifa pistil aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hin vikulanga umræða um Banksy listaverkið hans Jóns Gnarr — eða borgarinnar, eftir því hvernig á það er litið — var um margt skemmtileg og athyglisverð. Í upphafi stefndi í að um miðlungsstórt hneykslismál yrði að ræða. Margir voru í þann mund að hlaða í góða statusa á samfélagsmiðlum um spillingu og siðleysi. Símalínur útvarpsþátta voru byrjaðar að hitna. Var ekki maðurinn að draga að sér verðmæti í leyfisleysi? Svona verk er milljónavirði, sögðu spekúlantar. Þá var upplýst að um eftirprentun væri að ræða, en ekki upprunalegt verk. Í raun væri þetta plakat. Við það hætti málið að vera hneykslismál og varð skyndilega að gagnmerkri umræðu um réttritun og málfar. Sitt sýndist hverjum. Á maður að skrifa plakat með k-i eða g-i? K-i, segi ég. En hvað um það. Það sem gerist næst finnst mér vera hið bitastæða í málinu og eitthvað sem má ræða aðeins betur, og rýna í samfélagslegu tilliti. Jón tók týpuna. „Ég ætla að farga þessu verki,“ hrópaði hann. Slípirokkurinn var dreginn fram og verkið eyðilagt í beinni.Blæbrigði vantar Þessi viðbrögð eru frábær. Sjáiði til: Eitt helsta einkenni á samtíma okkar eru hin ofsafengnu hópbrjálæðisköst sem tekin eru á samfélagsmiðlum undir eins og einhver gerir eitthvað sem á einhvern hátt getur talist vafasamt. Eitt hliðarspor og fólk er tekið af lífi innan klukkustundar. Í viku hverri sjáum við dæmi um þetta. Þetta er orðinn fastur liður. Einhver gerir eitthvað rangt og bingó: Game over fyrir hann. Twitter-stormurinn hlífir engum sem lendir í honum. Það er eins og fólki sé skotið upp í loft og gert að lenda einhvers staðar úti í buskanum, án orðspors, án atvinnu, ringlað og með hárið út í loftið. Komið aftur á byrjunarreit. Sumir geta auðvitað sjálfum sér um kennt, en með öðrum getur maður ekki annað en fundið til. Er þetta alltaf nauðsynlegt? Birgitta Haukdal skrifar barnabók og skrifar hjúkrunarkona en ekki hjúkrunarfræðingur. Jú, jú. Auðvitað ekki rétt, en slökum samt aðeins á. Á samfélagsmiðlum vantar blæbrigði. Þar er engin „tja” takki eða „ég veit ekki með þetta“ eða “úps, þetta mætti lagfæra”. Maður er bara hæstánægður, skellihlæjandi, kærleiksríkur, leiður eða reiður. Og ef einhver gerir eitthvað misjafnt, verða margir reiðir eða leiðir með tár í hvarmi. Áhrifamátturinn af því að nokkur hundruð manns á einum klukkutíma verði bálreiðir er gígantískur. Dómur hefur fallið. Þú átt ekki breik.Nýr veruleiki Eða hvað? Hvernig er hægt að bregðast við þúsund reiðiköllum? Sumir auðvitað skammast sín, og það réttilega, og biðjast auðmjúklega afsökunar á gjörðum sínum og lofa betrun. Aðrir þrífast á þessu, eins og sumir leiðtogar þjóðríkja og fagna hverjum stormi. En svo eru aðrir. Fólk sem hafði hugsað sér að grínast smá eða ætlaði með góðu hugarfari að gera eitthvað fallegt og uppbyggilegt en notaði óvart vitlaus hugtök. Eða fékk sér of mikið í glas. Stormurinn gerir engan greinarmun. Hann slátrar bara. Þetta er ekki réttlátt ástand. Það er engin sanngirni fólgin í því að fólk missi lífsviðurværi sitt, vini og orðspor út af einu hliðarspori. Ég held að ákveðið ójafnvægi sé ríkjandi í samfélaginu út af þessu. Hin vikulega aftaka á Facebook er ný af nálinni. Viðbragðið við þessum veruleika er rétt að byrja að þróast.Að öskra á móti Jón steig stórt skref með viðbragði sínu við storminum sem var að byrja gegn honum. Þetta var sem sagt plakat. Engu að síður hefði hann getað farið illa út úr þessu. Jón kaus að öskra á móti. Það er tímamótaöskur. Spurningin blasir við: Getur verið að viðbragð af þessu tagi sé mögulega það sterkasta fyrir fólk í stöðunni, sé vegið að því af reiðiköllum samfélagsmiðlanna? Ætti Birgitta Haukdal kannski núna að segja hátt og snjallt með þjósti að hún skuli „þá bara farga öllum þessum bókum og aldrei skrifa stafkrók aftur“? Ætti Dagur borgarstjóri að rjúka til og eyðileggja Braggann? „Ég rústa honum þá bara,“ gæti hann hrópað í rokinu með höggbor að vopni. Ætti Guðni Th. að taka týpuna og einfaldlega sturta ananas yfir næstu pitsu sem hann pantar, gúffa í sig í beinni útsendingu á Instagram og hrópa milli munnbitanna að hann „skuli þá bara borða þennan fjárans ananas“? Og Theresa May. Hún ætti auðvitað núna að fara í þingið og æpa þar hátt og snjallt að hún ætli þá bara að „brenna þetta bévítans Brexitsamkomulag!“ Í hinu tilfinninga ójafnvægi Twitter-stormanna er líklega margt vitlausara en að mæti ópum með ópi. Að því sögðu vil ég að sjálfsögðu lýsa því yfir að muni þessi afstaða mín skapa almenna reiði á samfélagsmiðlum mun ég vitaskuld eyðileggja tölvuna mína með hjólsög og aldrei skrifa pistil aftur.
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar