Skaðinn skeður Hörður Ægisson skrifar 2. nóvember 2018 07:00 Peningastefnunefnd Seðlabankans er vandi á höndum. Við aðrar og eðlilegri aðstæður, þar sem útlit væri fyrir kjarasamninga sem myndu styðja við stöðugleika og auka líkur á mjúkri lendingu, væri útilokað að vextir yrðu hækkaðir. Staðan í dag er því miður allt önnur. Ástæður þessa eru flestum vel kunnar. Óvissa á vinnumarkaði hefur aukist til muna eftir að stærstu stéttarfélögin opinberuðu kröfugerðir sínar sem myndu, næðu þær fram að ganga, hækka launakostnað fyrirtækja um meira en 100 prósent. Afleiðingarnar eftir að þessar glórulausu kröfur voru settar fram, sem eru sagðar „hófsamar“ og „ábyrgar“, hafa verið fyrirsjáanlegar og birtast ekki hvað síst í því að gengi krónunnar hefur gefið mjög eftir á skömmum tíma og verðbólguvæntingar hafa í kjölfarið rokið upp. Tímabil verðstöðugleika er að renna sitt skeið á enda og fátt virðist geta komið í veg fyrir að verðbólgan verði komin vel upp fyrir fjögur prósent um mitt næsta ár. Flestir greinendur gera því ráð fyrir því að vextir Seðlabankans verði hækkaðir þegar peningastefnunefndin kemur saman næstkomandi miðvikudag. Slík vaxtahækkun, sem verður þá í boði leiðtoga helstu verkalýðshreyfinga landsins, mun koma á afar slæmum tíma núna þegar hagkerfið er að kólna mun meira og hraðar en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Ef Seðlabankinn væri með nægjanlega mikinn trúverðugleika, þar sem hann gæti horft fram hjá hækkandi verðbólguvæntingum til skamms tíma, væru líkur á vaxtahækkun eflaust mun minni. Svo er hins vegar ekki heldur hefur lítil og stöðug verðbólga síðustu ára fremur grundvallast á sterku gengi krónunnar og hagstæðum ytri aðstæðum. Sá valkostur að gera ekki neitt er þess vegna líklega ekki í boði heldur er spurningin aðeins hvort nefndin muni samhliða vaxtahækkun stíga löngu tímabært skref og samþykkja að losa um innflæðishöft á fjárfestingar erlendra aðila í skuldabréfum. Hafi verið rök fyrir því að setja á innflæðishöft á sínum tíma þá eiga þau alls ekki lengur við í dag. Vaxtamunur við útlönd, einkum gagnvart Bandaríkjunum, hefur snarminnkað og gengið hefur hríðfallið. Röksemdir seðlabankastjóra um að afnám haftanna gæti leitt til mikillar gengisstyrkingar sem aftur gæti valdið skaða og óvissu halda ekki lengur vatni. Öllum má vera ljóst að hætta á ofrisi krónunnar við núverandi aðstæður er hverfandi. Hættan er hins vegar sú að þótt losað verði um höftin þá verði þær breytingar of litlar og gangi of skammt. Skaðinn er um margt skeður, sem endurspeglast í hækkandi áhættuálagi á Ísland, og því er ólíklegt að innflæði fjármagns muni aukast til muna. Það er áhyggjuefni. Fjármagn til fyrirtækja er nú af skornum skammti og Ísland þarf nauðsynlega á erlendum fjárfestum að halda til að standa undir hagvexti á komandi árum. Væntanleg vaxtahækkun Seðlabankans ætti að vera áminning um hvað skiptir hagsmuni meginþorra almennings mestu máli. Stöðugleiki og lægri vextir. Sökum sterkrar stöðu þjóðarbúsins hafa vextir lækkað verulega á undanförnum árum – vextir á húsnæðislánum hafa þannig aldrei verið lægri – og margt hefur bent til að Ísland gæti, ef rétt væri haldið á spilunum, farið að þokast í átt til þess að vera líkara lágvaxtalöndum. Sá málflutningur sem við heyrum frá nýjum forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar hefur hins vegar sett af stað atburðarás sem mun að óbreyttu leiða til hans gagnstæða. Þeir sem munu borga reikninginn fyrir þetta rugl eru venjulegt íslenskt launafólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans er vandi á höndum. Við aðrar og eðlilegri aðstæður, þar sem útlit væri fyrir kjarasamninga sem myndu styðja við stöðugleika og auka líkur á mjúkri lendingu, væri útilokað að vextir yrðu hækkaðir. Staðan í dag er því miður allt önnur. Ástæður þessa eru flestum vel kunnar. Óvissa á vinnumarkaði hefur aukist til muna eftir að stærstu stéttarfélögin opinberuðu kröfugerðir sínar sem myndu, næðu þær fram að ganga, hækka launakostnað fyrirtækja um meira en 100 prósent. Afleiðingarnar eftir að þessar glórulausu kröfur voru settar fram, sem eru sagðar „hófsamar“ og „ábyrgar“, hafa verið fyrirsjáanlegar og birtast ekki hvað síst í því að gengi krónunnar hefur gefið mjög eftir á skömmum tíma og verðbólguvæntingar hafa í kjölfarið rokið upp. Tímabil verðstöðugleika er að renna sitt skeið á enda og fátt virðist geta komið í veg fyrir að verðbólgan verði komin vel upp fyrir fjögur prósent um mitt næsta ár. Flestir greinendur gera því ráð fyrir því að vextir Seðlabankans verði hækkaðir þegar peningastefnunefndin kemur saman næstkomandi miðvikudag. Slík vaxtahækkun, sem verður þá í boði leiðtoga helstu verkalýðshreyfinga landsins, mun koma á afar slæmum tíma núna þegar hagkerfið er að kólna mun meira og hraðar en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Ef Seðlabankinn væri með nægjanlega mikinn trúverðugleika, þar sem hann gæti horft fram hjá hækkandi verðbólguvæntingum til skamms tíma, væru líkur á vaxtahækkun eflaust mun minni. Svo er hins vegar ekki heldur hefur lítil og stöðug verðbólga síðustu ára fremur grundvallast á sterku gengi krónunnar og hagstæðum ytri aðstæðum. Sá valkostur að gera ekki neitt er þess vegna líklega ekki í boði heldur er spurningin aðeins hvort nefndin muni samhliða vaxtahækkun stíga löngu tímabært skref og samþykkja að losa um innflæðishöft á fjárfestingar erlendra aðila í skuldabréfum. Hafi verið rök fyrir því að setja á innflæðishöft á sínum tíma þá eiga þau alls ekki lengur við í dag. Vaxtamunur við útlönd, einkum gagnvart Bandaríkjunum, hefur snarminnkað og gengið hefur hríðfallið. Röksemdir seðlabankastjóra um að afnám haftanna gæti leitt til mikillar gengisstyrkingar sem aftur gæti valdið skaða og óvissu halda ekki lengur vatni. Öllum má vera ljóst að hætta á ofrisi krónunnar við núverandi aðstæður er hverfandi. Hættan er hins vegar sú að þótt losað verði um höftin þá verði þær breytingar of litlar og gangi of skammt. Skaðinn er um margt skeður, sem endurspeglast í hækkandi áhættuálagi á Ísland, og því er ólíklegt að innflæði fjármagns muni aukast til muna. Það er áhyggjuefni. Fjármagn til fyrirtækja er nú af skornum skammti og Ísland þarf nauðsynlega á erlendum fjárfestum að halda til að standa undir hagvexti á komandi árum. Væntanleg vaxtahækkun Seðlabankans ætti að vera áminning um hvað skiptir hagsmuni meginþorra almennings mestu máli. Stöðugleiki og lægri vextir. Sökum sterkrar stöðu þjóðarbúsins hafa vextir lækkað verulega á undanförnum árum – vextir á húsnæðislánum hafa þannig aldrei verið lægri – og margt hefur bent til að Ísland gæti, ef rétt væri haldið á spilunum, farið að þokast í átt til þess að vera líkara lágvaxtalöndum. Sá málflutningur sem við heyrum frá nýjum forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar hefur hins vegar sett af stað atburðarás sem mun að óbreyttu leiða til hans gagnstæða. Þeir sem munu borga reikninginn fyrir þetta rugl eru venjulegt íslenskt launafólk.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun