Virði hlutabréfa í sænsku tónlistarveitunni Spotify minnkaði í gær um tíu prósent eftir að fyrirtækið greindi frá því að það myndi halda áfram að einbeita sér að því að stækka notendahópinn á kostnað hagnaðar. Reuters greindi frá þessu.
Fyrirtækið komst nálægt því að skila hagnaði í fyrsta skipti á síðasta ársfjórðungi. Það var þó ekki af ásettu ráði heldur sagði fyrirtækið að það hefði gerst þar sem því hafi ekki tekist að ráða nægilega marga forritara til sín.
Viðskipti erlent