Tvennt lést í eldsvoða og tvö í gæsluvarðhaldi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. nóvember 2018 07:00 Tvö kerti loguðu í gærkvöldi framan við einbýlishúsið Kirkjuveg 18 á Selfossi. Vísir/EgillA Karl og kona létu lífið í eldsvoðanum á Kirkjuvegi 18 á Selfossi á miðvikudaginn. Þau fundust á efri hæð hússins í gær. Karlmaður fæddur 1965, sem er húsráðandi, og kona fædd 1973, sem var einnig í húsinu, voru í gærkvöld bæði úrskurðuð í viku langt gæsluvarðhald. „Vinnu á vettvangi er lokið og húsið hefur verið afhent tryggingafélagi,“ sagði Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, við Fréttablaðið um kvöldmatarleytið í gær. Fyrr um daginn gerði lögregla kröfu um gæsluvarðhald yfir húsráðandanum á Kirkjuvegi 18 og konu sem var gestkomandi þar þegar eldurinn braust út. Orðið var við kröfunni sem byggð var á rannsóknarhagsmunum í Héraðsdómi Suðurlands á níunda tímanum í gærkvöldi. Oddur vildi að svo komnu máli ekki gefa upp hvers menn hefðu orðið vísari. „Við höldum nokkuð þétt að okkur spilunum með efni rannsóknarinnar,“ sagði hann og vísaði í tilkynningur frá lögreglunni. Þar kom fram að grunur lék á íkveikju. „Það er grunur um að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum,“ staðfesti Oddur. „Það er til rannsóknar hvernig það atvikaðist,“ svaraði hann aðspurður hvort talið sé eldurinn hafi komið upp fyrir slysni eða hvort kveikt hafi verið í af ásettu ráði. Enn fremur sagði yfirlögregluþjónninn aðspurður að engin játning lægi fyrir.Konan sem lést hét Kristrún Sæbjörnsdóttir. Kristrún var fædd árið 1971 og var búsett í Reykjavík. Kristrún lætur eftir sig þrjá syni. Karlmaðurinn sem lést hét Guðmundur Bárðarson. Guðmundur var fæddur árið 1969 og var búsettur á Selfossi. Guðmundur var ókvæntur og barnlaus.Lögreglan á Suðurlandi.Fram kom í viðtali Stöðvar 2 í gærkvöldi við æskufélaga og nágranna húsráðandans að þeir hefðu ræðst við þegar sá síðarnefndi kom út úr brennandi húsinu. Þá hafi húsráðandinn gefið tilteknar skýringar á því sem gerst hafði. Vildi nágranninn ekki gefa upp nánar hvað þeim fór á milli. Oddur sagði karlmanninn sem sé í haldi vera húsráðanda. „Hin voru gestkomandi og búin að vera mismundandi lengi,“ sagði hann. „Ég held að orðið neyslufélagar sé rétta orðið,“ svaraði hann um tengsl fólksins. Bruni á Kirkjuvegi Lögreglumál Tengdar fréttir Nöfn þeirra sem létust í brunanum á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út nöfn þeirra tveggja sem létust í brunanum á Selfossi í gær. 1. nóvember 2018 18:47 Náði að hughreysta æskuvin sinn áður en hann var handtekinn Kjartan Björnsson, nágranni og vinur húsráðanda að Kirkjuvegi á Selfossi, segir það hafa verið afar þungbært að fylgjast með húsinu á æskuslóðum sínum að Kirkjuvegi brenna í gær. 1. nóvember 2018 16:44 Úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald vegna brunans Lögregla telur rökstuddan grun um að eldurinn á Kirkjuvegi á Selfossi hafi kviknað af völdum manna. 1. nóvember 2018 20:26 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Karl og kona létu lífið í eldsvoðanum á Kirkjuvegi 18 á Selfossi á miðvikudaginn. Þau fundust á efri hæð hússins í gær. Karlmaður fæddur 1965, sem er húsráðandi, og kona fædd 1973, sem var einnig í húsinu, voru í gærkvöld bæði úrskurðuð í viku langt gæsluvarðhald. „Vinnu á vettvangi er lokið og húsið hefur verið afhent tryggingafélagi,“ sagði Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, við Fréttablaðið um kvöldmatarleytið í gær. Fyrr um daginn gerði lögregla kröfu um gæsluvarðhald yfir húsráðandanum á Kirkjuvegi 18 og konu sem var gestkomandi þar þegar eldurinn braust út. Orðið var við kröfunni sem byggð var á rannsóknarhagsmunum í Héraðsdómi Suðurlands á níunda tímanum í gærkvöldi. Oddur vildi að svo komnu máli ekki gefa upp hvers menn hefðu orðið vísari. „Við höldum nokkuð þétt að okkur spilunum með efni rannsóknarinnar,“ sagði hann og vísaði í tilkynningur frá lögreglunni. Þar kom fram að grunur lék á íkveikju. „Það er grunur um að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum,“ staðfesti Oddur. „Það er til rannsóknar hvernig það atvikaðist,“ svaraði hann aðspurður hvort talið sé eldurinn hafi komið upp fyrir slysni eða hvort kveikt hafi verið í af ásettu ráði. Enn fremur sagði yfirlögregluþjónninn aðspurður að engin játning lægi fyrir.Konan sem lést hét Kristrún Sæbjörnsdóttir. Kristrún var fædd árið 1971 og var búsett í Reykjavík. Kristrún lætur eftir sig þrjá syni. Karlmaðurinn sem lést hét Guðmundur Bárðarson. Guðmundur var fæddur árið 1969 og var búsettur á Selfossi. Guðmundur var ókvæntur og barnlaus.Lögreglan á Suðurlandi.Fram kom í viðtali Stöðvar 2 í gærkvöldi við æskufélaga og nágranna húsráðandans að þeir hefðu ræðst við þegar sá síðarnefndi kom út úr brennandi húsinu. Þá hafi húsráðandinn gefið tilteknar skýringar á því sem gerst hafði. Vildi nágranninn ekki gefa upp nánar hvað þeim fór á milli. Oddur sagði karlmanninn sem sé í haldi vera húsráðanda. „Hin voru gestkomandi og búin að vera mismundandi lengi,“ sagði hann. „Ég held að orðið neyslufélagar sé rétta orðið,“ svaraði hann um tengsl fólksins.
Bruni á Kirkjuvegi Lögreglumál Tengdar fréttir Nöfn þeirra sem létust í brunanum á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út nöfn þeirra tveggja sem létust í brunanum á Selfossi í gær. 1. nóvember 2018 18:47 Náði að hughreysta æskuvin sinn áður en hann var handtekinn Kjartan Björnsson, nágranni og vinur húsráðanda að Kirkjuvegi á Selfossi, segir það hafa verið afar þungbært að fylgjast með húsinu á æskuslóðum sínum að Kirkjuvegi brenna í gær. 1. nóvember 2018 16:44 Úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald vegna brunans Lögregla telur rökstuddan grun um að eldurinn á Kirkjuvegi á Selfossi hafi kviknað af völdum manna. 1. nóvember 2018 20:26 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Nöfn þeirra sem létust í brunanum á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út nöfn þeirra tveggja sem létust í brunanum á Selfossi í gær. 1. nóvember 2018 18:47
Náði að hughreysta æskuvin sinn áður en hann var handtekinn Kjartan Björnsson, nágranni og vinur húsráðanda að Kirkjuvegi á Selfossi, segir það hafa verið afar þungbært að fylgjast með húsinu á æskuslóðum sínum að Kirkjuvegi brenna í gær. 1. nóvember 2018 16:44
Úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald vegna brunans Lögregla telur rökstuddan grun um að eldurinn á Kirkjuvegi á Selfossi hafi kviknað af völdum manna. 1. nóvember 2018 20:26