Körfubolti

Reyndi að lauma hundinum Kobe inn í landið í handfarangri

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lamar Patterson.
Lamar Patterson. vísir/getty
Bandaríski körfuboltakappinn Lamar Patterson gat ekki hugsað sér að spila körfubolta í Ástralíu án þess að hundurinn hans væri með honum.

Patterson er nýbúinn að semja við Brisbane Bullets og ákvað að taka hundinn, sem heitir Kobe, með sér til Ástralíu. Hann vissi reyndar að það yrði erfitt.

Honum tókst að lauma hundinum með sér um borð í flugið frá LA til Ástralíu. Við lendingu sáu tollverðir hundinn og tóku hann. Kobe verður sendur aftur til Bandaríkjanna í dag.

Patterson, sem er fyrrum leikmaður Atlanta Hawks, verður því að finna sér nýjan leikfélaga í Brisbane.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×