Ástrali í fangelsi fyrir að hvetja eiginkonuna til sjálfsvígs Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2018 13:18 Graham Morant mætir fyrir dómara í Brisbane. EPA-EFE Dómstóll í Brisbane í Ástralíu hefur dæmt 69 ára karlmann, Graham Morant, í tíu ára fangelsi fyrir að hafa aðstoðað eiginkonu sína að svipta sig lífi, í þeim tilgangi að leysa út líftryggingu hennar. Eiginkona mannsins, Jennifer Morant, þjáðist af krónískum bakverk, þunglyndi og kvíða og fannst látin í bíl sínum í nóvember 2014. Við hlið hennar var miði þar sem hún bað um að endurlífgun yrði ekki reynd. Líftryggingin rann að fullu til eiginmannsins, alls um 120 milljónir króna. Í dómi kom fram að eiginmaðurinn hafi keypt búnað til verksins í járnvöruverslun og síðan hvatt eiginkonu sína til að binda enda á líf sitt. „Þú misnotaðir veika og þunglynda konu. Þú gafst henni ráðleggingar og aðstoð til að svipta sig lífi þannig að þú gætir komist yfir peninginn,“ sagði dómarinn Peter Davis þegar hann kvað upp dóminn.Hugðist stofna trúfélag Graham Morant á að hafa haft í hyggju að stofna trúfélag fyrir peninginn og sagt eiginkonu sinni, sem þá var 56 ára gömul, að guð þætti það ekki vera synd, myndi hún kjósa að fara þá leið að fremja sjálfsvíg. Dómarinn sagði að Graham Morant hafi ekki sýnt neina iðrun. Hann getur fyrst sótt um reynslulausn árið 2023.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér. https://www.raudikrossinn.is/hvad-gerum-vid/hjalparsiminn-1717 Eyjaálfa Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fleiri fréttir Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Sjá meira
Dómstóll í Brisbane í Ástralíu hefur dæmt 69 ára karlmann, Graham Morant, í tíu ára fangelsi fyrir að hafa aðstoðað eiginkonu sína að svipta sig lífi, í þeim tilgangi að leysa út líftryggingu hennar. Eiginkona mannsins, Jennifer Morant, þjáðist af krónískum bakverk, þunglyndi og kvíða og fannst látin í bíl sínum í nóvember 2014. Við hlið hennar var miði þar sem hún bað um að endurlífgun yrði ekki reynd. Líftryggingin rann að fullu til eiginmannsins, alls um 120 milljónir króna. Í dómi kom fram að eiginmaðurinn hafi keypt búnað til verksins í járnvöruverslun og síðan hvatt eiginkonu sína til að binda enda á líf sitt. „Þú misnotaðir veika og þunglynda konu. Þú gafst henni ráðleggingar og aðstoð til að svipta sig lífi þannig að þú gætir komist yfir peninginn,“ sagði dómarinn Peter Davis þegar hann kvað upp dóminn.Hugðist stofna trúfélag Graham Morant á að hafa haft í hyggju að stofna trúfélag fyrir peninginn og sagt eiginkonu sinni, sem þá var 56 ára gömul, að guð þætti það ekki vera synd, myndi hún kjósa að fara þá leið að fremja sjálfsvíg. Dómarinn sagði að Graham Morant hafi ekki sýnt neina iðrun. Hann getur fyrst sótt um reynslulausn árið 2023.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér. https://www.raudikrossinn.is/hvad-gerum-vid/hjalparsiminn-1717
Eyjaálfa Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fleiri fréttir Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Sjá meira