Sjórinn lemur harkalega á skipsskrokknum - Mikill leki kominn að skipinu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. nóvember 2018 05:15 Mikill leki er komið að sementbirgðaskipinu Fjordvik sem rak upp í hafnargarðinn að Helguvíkurhöfn í nótt Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Töluverður leki er kominn að sementsflutningaskipinu Fjordvik sem rakk upp í utanverðan hafnargarðinn á innsiglingu að Helguvíkurhöfn í Reykjanesbæ í nótt. Skipið lemur harkalega í varnargarðinn og hefur fréttastofan upplýsingar um að töluverður leki sé kominn að skipinu og fer bæði olía og sement í sjóinn.Rannsóknarnefnd samgönguslysa kölluð á vettvang Fulltrúar frá Umhverfisstofnun komu á vettvang skömmu fyrir klukkan fjögur í nótt með flotgirðingu en freista á þess að leggja girðinguna út svo mengandi efni dreifist ekki frekar. Varðskipið Týr er svo væntanlegt á milli klukkan sjö og átta í fyrramálið með frekari mengunarvarnarbúnað.Umhverfisstofnun kemur á vettvang í nótt með mengunarvarnagirðingu sem setja á í sjóinnVisir/Jóhann K. JóhannssonFjórtán manna áhöfn og hafnsögumanni var bjargað úr skipinu um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar og var lent með þá í Helguvík þaðan sem þeir voru fluttir inn í Reykjanesbæ. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum staðfesti að skýrslutaka yfir skipstjóra skipsins myndi fara fram hið fyrsta. Fulltrúar frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa eru einnig væntanlegir á vettvang nú í morgunsárið.Mikllll viðbúnaður er á vettvangi sem er lokaður fyrir umferðVísir/Jóhann K. JóhannssonEins og áður segir heitir skipið Fjordvik og er gert úr frá Bahamaeyjum. Skipið er sérhannað sementsflutningaskip og Helguvíkurhöfn er eina höfn landsins þar sem hægt er að taka á móti sementi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru ellefu Pólverjar og þrír Filippseyingar í áhöfn skipsins.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í ReykjanesbæVísir/EinarAðstæður erfiðar - Líklegt að stýrisbúnaður hafi bilað Aðstæður á vettvangi eru erfiðar. Mikið hvassviðri og lemur sjórinn á skipsskrokknum. Kartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ skoðaði aðstæður á vettvangi í nótt og sagði hann að fyrir öllu væri að áhöfn og hafnsögumanni hafi verið bjargað. Sveitarfélagið muni svo koma til með að aðstoða með hreinsun og björgun á vettvangi. Hann sagði að skipið væri ekki fast í hafnargarðinum en að skipið lemjist harkalega í grjótið í ölduganginum. Hann telur líklegt að bilun hafi komið upp í stýrisbúnaði sem varð til þess að skipið rak á hafnargarðinn í innsiglingunni. Strand í Helguvík Tengdar fréttir Mannbjörg í Helguvík þar sem skip strandaði Eriðar aðstæður eru á vettvangi. 3. nóvember 2018 02:06 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Sjá meira
Töluverður leki er kominn að sementsflutningaskipinu Fjordvik sem rakk upp í utanverðan hafnargarðinn á innsiglingu að Helguvíkurhöfn í Reykjanesbæ í nótt. Skipið lemur harkalega í varnargarðinn og hefur fréttastofan upplýsingar um að töluverður leki sé kominn að skipinu og fer bæði olía og sement í sjóinn.Rannsóknarnefnd samgönguslysa kölluð á vettvang Fulltrúar frá Umhverfisstofnun komu á vettvang skömmu fyrir klukkan fjögur í nótt með flotgirðingu en freista á þess að leggja girðinguna út svo mengandi efni dreifist ekki frekar. Varðskipið Týr er svo væntanlegt á milli klukkan sjö og átta í fyrramálið með frekari mengunarvarnarbúnað.Umhverfisstofnun kemur á vettvang í nótt með mengunarvarnagirðingu sem setja á í sjóinnVisir/Jóhann K. JóhannssonFjórtán manna áhöfn og hafnsögumanni var bjargað úr skipinu um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar og var lent með þá í Helguvík þaðan sem þeir voru fluttir inn í Reykjanesbæ. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum staðfesti að skýrslutaka yfir skipstjóra skipsins myndi fara fram hið fyrsta. Fulltrúar frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa eru einnig væntanlegir á vettvang nú í morgunsárið.Mikllll viðbúnaður er á vettvangi sem er lokaður fyrir umferðVísir/Jóhann K. JóhannssonEins og áður segir heitir skipið Fjordvik og er gert úr frá Bahamaeyjum. Skipið er sérhannað sementsflutningaskip og Helguvíkurhöfn er eina höfn landsins þar sem hægt er að taka á móti sementi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru ellefu Pólverjar og þrír Filippseyingar í áhöfn skipsins.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í ReykjanesbæVísir/EinarAðstæður erfiðar - Líklegt að stýrisbúnaður hafi bilað Aðstæður á vettvangi eru erfiðar. Mikið hvassviðri og lemur sjórinn á skipsskrokknum. Kartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ skoðaði aðstæður á vettvangi í nótt og sagði hann að fyrir öllu væri að áhöfn og hafnsögumanni hafi verið bjargað. Sveitarfélagið muni svo koma til með að aðstoða með hreinsun og björgun á vettvangi. Hann sagði að skipið væri ekki fast í hafnargarðinum en að skipið lemjist harkalega í grjótið í ölduganginum. Hann telur líklegt að bilun hafi komið upp í stýrisbúnaði sem varð til þess að skipið rak á hafnargarðinn í innsiglingunni.
Strand í Helguvík Tengdar fréttir Mannbjörg í Helguvík þar sem skip strandaði Eriðar aðstæður eru á vettvangi. 3. nóvember 2018 02:06 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Sjá meira