Franska þjóðfylkingin stærri en flokkur forsetans Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. nóvember 2018 10:53 Franska þjóðfylkingin Front National, með Marine Le Pen í broddi fylkingar, mælist nú í fyrsta sinn með meira fylgi en "En Marche“ flokkur Emmanuels Macron, forseta Frakklands. Kosið verður til Evrópuþings í maí á næsta ári. Getty/ Antonio Masiello Franska þjóðfylkingin Front National, með Marine Le Pen í broddi fylkingar, mælist nú í fyrsta sinn með meira fylgi en „En Marche“ flokkur Emmanuels Macron, forseta Frakklands. Kosið verður til Evrópuþings í maí á næsta ári. Þjóðfylkingin, hægri þjóðernisflokkur, hefur að undanförnu sótt í sig veðrið og mælist nú með 21% atkvæða í skoðanakönnun ifob sem birtist í dag. Í síðustu mælingum var flokkurinn með 17% atkvæða. Le Pen stendur fyrir harðari innflytjendastefnu og þá er hún andvíg veru Frakklands í Evrópusambandinu. Flokkur Frakklandsforseta, sem er frjálslyndur miðjuflokkur, missir eitt prósentustig á milli mælinga og í skoðanakönnuninni sem birt var í dag mælist En Marche með 19% atkvæða. Samanlagt mælast hægri flokkar sem vilja að Frakkar yfirgefi Evrópusambandið með 30% atkvæða að því er fréttastofa Reuters greinir frá.Stuðningur við Frakklandsforseta fer dvínandi samkvæmt skoðanakönnunum.Vísir/APSkoðanakönnunin var keyrð út dagana 30-31 október og var hún lögð fyrir tæplega 1.000 Frakka. Í könnuninni voru landsmenn spurðir hvað þeir myndu kjósa ef kosið yrði til Evrópuþings í dag.Togstreita einangrunarsinna og alþjóðasinna Stuðningur við Frakklandsforseta hefur farið ört dvínandi en á kjörtímabilinu hafa komið upp hneykslismál sem tengjast fyrrverandi öryggisverði hans og þá hafa tveir ráðherrar í ríkisstjórn Macrons sagt fyrirvaralaust af sér. Þá hefur Macron verið harðlega gagnrýndur fyrir efnahagsstefnu sína sem margir af kjósendum hans telja að sé aðeins til góða fyrir hina ríku og fyrirtækin í landinu. Útlit er fyrir að Evrópuþingskosningarnar eigi eftir að snúast að miklu leyti um annars vegar einangrunarhyggju og hins vegar alþjóðahyggju. Evrópusambandið Frakkland Tengdar fréttir Ekkert gengur hjá Macron Óvinsældir Emmanuels Macron, forseta Frakklands, aukast enn þrátt fyrir uppstokkun í ráðuneyti hans í því skyni að auka fylgið. 2. nóvember 2018 08:30 Umhverfisráðherra Frakklands hættir vegna athafnaleysis í loftslagsmálum Ráðherrann sagði af sér í miðju útvarpsviðtali. Sakaði hann Macron forseta um að taka of lítil skref í loftslags- og öðrum umhverfismálum. 28. ágúst 2018 13:45 Vinsældir Macron ekki minni frá því að hann var kjörinn Aðeins rúm 36% Frakka eru ánægð með frammistöðu forsetans ef marka má nýjar skoðanakannanir. 31. júlí 2018 21:32 Tjáir sig í fyrsta sinn um ofbeldi öryggisvarðar Macron sagði að honum sjálfum væri um að kenna og sagðist hann ætla að svara fyrir málið. 25. júlí 2018 15:56 Stuðningur við Macron fer dvínandi Stuðningur við Emmanuel Macron, forseta Frakklands, fer ört dvínandi en í skoðanakönnun Ifop sem gerð var að beiðni franska dagblaðsins Le Journal du Dimanche kemur fram að aðeins 29% voru ánægðir með störf forsetans af þeim sem spurðir voru. 23. september 2018 10:10 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Franska þjóðfylkingin Front National, með Marine Le Pen í broddi fylkingar, mælist nú í fyrsta sinn með meira fylgi en „En Marche“ flokkur Emmanuels Macron, forseta Frakklands. Kosið verður til Evrópuþings í maí á næsta ári. Þjóðfylkingin, hægri þjóðernisflokkur, hefur að undanförnu sótt í sig veðrið og mælist nú með 21% atkvæða í skoðanakönnun ifob sem birtist í dag. Í síðustu mælingum var flokkurinn með 17% atkvæða. Le Pen stendur fyrir harðari innflytjendastefnu og þá er hún andvíg veru Frakklands í Evrópusambandinu. Flokkur Frakklandsforseta, sem er frjálslyndur miðjuflokkur, missir eitt prósentustig á milli mælinga og í skoðanakönnuninni sem birt var í dag mælist En Marche með 19% atkvæða. Samanlagt mælast hægri flokkar sem vilja að Frakkar yfirgefi Evrópusambandið með 30% atkvæða að því er fréttastofa Reuters greinir frá.Stuðningur við Frakklandsforseta fer dvínandi samkvæmt skoðanakönnunum.Vísir/APSkoðanakönnunin var keyrð út dagana 30-31 október og var hún lögð fyrir tæplega 1.000 Frakka. Í könnuninni voru landsmenn spurðir hvað þeir myndu kjósa ef kosið yrði til Evrópuþings í dag.Togstreita einangrunarsinna og alþjóðasinna Stuðningur við Frakklandsforseta hefur farið ört dvínandi en á kjörtímabilinu hafa komið upp hneykslismál sem tengjast fyrrverandi öryggisverði hans og þá hafa tveir ráðherrar í ríkisstjórn Macrons sagt fyrirvaralaust af sér. Þá hefur Macron verið harðlega gagnrýndur fyrir efnahagsstefnu sína sem margir af kjósendum hans telja að sé aðeins til góða fyrir hina ríku og fyrirtækin í landinu. Útlit er fyrir að Evrópuþingskosningarnar eigi eftir að snúast að miklu leyti um annars vegar einangrunarhyggju og hins vegar alþjóðahyggju.
Evrópusambandið Frakkland Tengdar fréttir Ekkert gengur hjá Macron Óvinsældir Emmanuels Macron, forseta Frakklands, aukast enn þrátt fyrir uppstokkun í ráðuneyti hans í því skyni að auka fylgið. 2. nóvember 2018 08:30 Umhverfisráðherra Frakklands hættir vegna athafnaleysis í loftslagsmálum Ráðherrann sagði af sér í miðju útvarpsviðtali. Sakaði hann Macron forseta um að taka of lítil skref í loftslags- og öðrum umhverfismálum. 28. ágúst 2018 13:45 Vinsældir Macron ekki minni frá því að hann var kjörinn Aðeins rúm 36% Frakka eru ánægð með frammistöðu forsetans ef marka má nýjar skoðanakannanir. 31. júlí 2018 21:32 Tjáir sig í fyrsta sinn um ofbeldi öryggisvarðar Macron sagði að honum sjálfum væri um að kenna og sagðist hann ætla að svara fyrir málið. 25. júlí 2018 15:56 Stuðningur við Macron fer dvínandi Stuðningur við Emmanuel Macron, forseta Frakklands, fer ört dvínandi en í skoðanakönnun Ifop sem gerð var að beiðni franska dagblaðsins Le Journal du Dimanche kemur fram að aðeins 29% voru ánægðir með störf forsetans af þeim sem spurðir voru. 23. september 2018 10:10 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Ekkert gengur hjá Macron Óvinsældir Emmanuels Macron, forseta Frakklands, aukast enn þrátt fyrir uppstokkun í ráðuneyti hans í því skyni að auka fylgið. 2. nóvember 2018 08:30
Umhverfisráðherra Frakklands hættir vegna athafnaleysis í loftslagsmálum Ráðherrann sagði af sér í miðju útvarpsviðtali. Sakaði hann Macron forseta um að taka of lítil skref í loftslags- og öðrum umhverfismálum. 28. ágúst 2018 13:45
Vinsældir Macron ekki minni frá því að hann var kjörinn Aðeins rúm 36% Frakka eru ánægð með frammistöðu forsetans ef marka má nýjar skoðanakannanir. 31. júlí 2018 21:32
Tjáir sig í fyrsta sinn um ofbeldi öryggisvarðar Macron sagði að honum sjálfum væri um að kenna og sagðist hann ætla að svara fyrir málið. 25. júlí 2018 15:56
Stuðningur við Macron fer dvínandi Stuðningur við Emmanuel Macron, forseta Frakklands, fer ört dvínandi en í skoðanakönnun Ifop sem gerð var að beiðni franska dagblaðsins Le Journal du Dimanche kemur fram að aðeins 29% voru ánægðir með störf forsetans af þeim sem spurðir voru. 23. september 2018 10:10