Áhöfn Fjordvik til ráðgjafar í dag Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. nóvember 2018 19:00 Áhöfn sementsflutningaskipsins Fjordvik sem strandaði í Helguvík hefur óskað eftir að fá að nálgast persónulega muni sína um borð. Þá aðstoðuðu skipstjóri og stýrimaður skipsins björgunarteymi á staðnum í dag. Byrjað var að dæla olíu úr skipinu um miðjan dag. Starfsmenn Köfunarþjónustunnar smíðuðu í nótt og í morgun landgöngubrú í flutningaskipið og klukkan tíu í morgun fóru tveir hollenskir sérfræðingar frá björgunarfyrirtækinu Ardent um borð til að meta aðstæður. Fundur með þeim og viðbragðsteymi var haldinn í hádeginu og eftir hann var ákveðið að dæla olíu úr skipinu en talið er að um 100 tonn af díselmarineolíu sé um borð en eitthvað af henni hefur lekið út í sjó. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjanesbæ segir að sjór hafi lekið inní skipið. „Það er sjór í lestum og vélarrúmi og menn ætla að létta á skipinu og vernda umhverfið með því að fjarlægja olíuna sem er um borð,“ segir Kjartan. Áhætta getur fylgt slíkri dælingu og tók nokkurn tíma í dag að fá leyfi fyrir dælingunni hjá Umhverfisstofnun í dag. Þrír sérfræðingar frá björgunarfyrirtækinu Ardent komu í viðbót í dag. Fyrirtækið sérhæfir sig í björgun á vermætum og var kallað til af tryggingarfélagi og útgerð skipsins. Áhöfn skipsins hefur óskað eftir að fá að nálgast persónulegar eigur sínar um borð en ekki verður hægt að leyfa slíkt fyrr en dælingu er lokið. Þá mættu skipstjóri Fjordvik og fleiri á svæðið í dag til að veita ráðgjöf. Nokkur orðaskipti þurftu milli þeirra og viðbragðsteymis á svæðinu áður en þeim var hleypt inn. Varðskipin Týr og Þór frá Landhelgisgæslunni lóna skammt frá skipinu tilbúin að veita aðstoð ef þörf er á. Á upplýsingum á vefsíðunni Marine Traffic má sjá að aðeins liðu nokkrar mínútur liðu frá því að að skipið tók lokabeygju að höfninni í Helguvík þar til ljóst var að það stefndi öfugu megin við hafnargarðinn þar sem það strandaði. Hafnsögumaðurinn sem var um borð þegar skipið strandaði sagðist í færslu á Facebook í morgun að alls konar sögur fari af stað og sumir hafi verið svo grófir að ráðast á börnin hans með yfirlýsingum og dónaskap. Hann bíði með upplýsingar um hvað hafi gerst en kvíði ekki sjóprófum. Næsti fundur viðbragðsteymisins verður í kvöld klukkan átta. Strand í Helguvík Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Sjá meira
Áhöfn sementsflutningaskipsins Fjordvik sem strandaði í Helguvík hefur óskað eftir að fá að nálgast persónulega muni sína um borð. Þá aðstoðuðu skipstjóri og stýrimaður skipsins björgunarteymi á staðnum í dag. Byrjað var að dæla olíu úr skipinu um miðjan dag. Starfsmenn Köfunarþjónustunnar smíðuðu í nótt og í morgun landgöngubrú í flutningaskipið og klukkan tíu í morgun fóru tveir hollenskir sérfræðingar frá björgunarfyrirtækinu Ardent um borð til að meta aðstæður. Fundur með þeim og viðbragðsteymi var haldinn í hádeginu og eftir hann var ákveðið að dæla olíu úr skipinu en talið er að um 100 tonn af díselmarineolíu sé um borð en eitthvað af henni hefur lekið út í sjó. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjanesbæ segir að sjór hafi lekið inní skipið. „Það er sjór í lestum og vélarrúmi og menn ætla að létta á skipinu og vernda umhverfið með því að fjarlægja olíuna sem er um borð,“ segir Kjartan. Áhætta getur fylgt slíkri dælingu og tók nokkurn tíma í dag að fá leyfi fyrir dælingunni hjá Umhverfisstofnun í dag. Þrír sérfræðingar frá björgunarfyrirtækinu Ardent komu í viðbót í dag. Fyrirtækið sérhæfir sig í björgun á vermætum og var kallað til af tryggingarfélagi og útgerð skipsins. Áhöfn skipsins hefur óskað eftir að fá að nálgast persónulegar eigur sínar um borð en ekki verður hægt að leyfa slíkt fyrr en dælingu er lokið. Þá mættu skipstjóri Fjordvik og fleiri á svæðið í dag til að veita ráðgjöf. Nokkur orðaskipti þurftu milli þeirra og viðbragðsteymis á svæðinu áður en þeim var hleypt inn. Varðskipin Týr og Þór frá Landhelgisgæslunni lóna skammt frá skipinu tilbúin að veita aðstoð ef þörf er á. Á upplýsingum á vefsíðunni Marine Traffic má sjá að aðeins liðu nokkrar mínútur liðu frá því að að skipið tók lokabeygju að höfninni í Helguvík þar til ljóst var að það stefndi öfugu megin við hafnargarðinn þar sem það strandaði. Hafnsögumaðurinn sem var um borð þegar skipið strandaði sagðist í færslu á Facebook í morgun að alls konar sögur fari af stað og sumir hafi verið svo grófir að ráðast á börnin hans með yfirlýsingum og dónaskap. Hann bíði með upplýsingar um hvað hafi gerst en kvíði ekki sjóprófum. Næsti fundur viðbragðsteymisins verður í kvöld klukkan átta.
Strand í Helguvík Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Sjá meira