Slegið á putta vélstjóra og málmtæknimanna Sveinn Arnarsson skrifar 5. nóvember 2018 09:00 Heimaey VE. Fréttablaðið/Eyþór VM – Félag vélstjóra og málmtæknimanna, er skammað í úrskurði úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna í máli þriggja útgerða gegn Ísfélagi Vestmannaeyja. Telur úrskurðarnefndin að með beinum afskiptum af samningagerð áhafnar og útgerðar hafi VM raskað því fyrirkomulagi sem eigi að vinna eftir í málum sem þessum. Í ágúst síðastliðnum fór fram atkvæðagreiðsla meðal skipverja Heimaeyjar VE-1, Álseyjar VE-2 og Sigurðar VE-15 um að segja upp samningi um skiptaverð við Ísfélag Vestmannaeyja. Samningar milli aðila sigldu svo í strand í september og í kjölfarið var deilan send úrskurðarnefndinni. „Hugmyndir sjómannanna, eða öllu heldur sjómannaforystunnar, voru langt frá því að vera aðgengilegar fyrir útgerðina,“ segir Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélagsins. „Verðið var hærra en algengast er á mörkuðum. Það var alveg ljóst þegar við settumst niður með sjómönnum að þá fengu þeir aðstoð sjómannaforystunnar. Tilboðið kom frá sjómannaforystunni til okkar og það var ekki grundvöllur fyrir að hægt væri að semja. Ég hefði viljað semja og allir aðilar vilja frekar semja en fá úrskurð. Nú er verkefnið að setjast niður og finna leið til að ná sameiginlegri niðurstöðu í málinu.“ „Þegar litið er til þess hlutverks sem heildarsamtök sjómanna og útvegsmanna hafa í kjarasamningum og lögum og lýst er hér að ofan verða allir sem koma að máli að virða það heildarfyrirkomulag sem þar er gert ráð fyrir,“ segir í úrskurði nefndarinnar. Því hafi VM, stéttarfélag skipverjanna, ekki mátt samkvæmt lögunum hlutast til um samningagerð skjólstæðinga sinna við útgerðina. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
VM – Félag vélstjóra og málmtæknimanna, er skammað í úrskurði úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna í máli þriggja útgerða gegn Ísfélagi Vestmannaeyja. Telur úrskurðarnefndin að með beinum afskiptum af samningagerð áhafnar og útgerðar hafi VM raskað því fyrirkomulagi sem eigi að vinna eftir í málum sem þessum. Í ágúst síðastliðnum fór fram atkvæðagreiðsla meðal skipverja Heimaeyjar VE-1, Álseyjar VE-2 og Sigurðar VE-15 um að segja upp samningi um skiptaverð við Ísfélag Vestmannaeyja. Samningar milli aðila sigldu svo í strand í september og í kjölfarið var deilan send úrskurðarnefndinni. „Hugmyndir sjómannanna, eða öllu heldur sjómannaforystunnar, voru langt frá því að vera aðgengilegar fyrir útgerðina,“ segir Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélagsins. „Verðið var hærra en algengast er á mörkuðum. Það var alveg ljóst þegar við settumst niður með sjómönnum að þá fengu þeir aðstoð sjómannaforystunnar. Tilboðið kom frá sjómannaforystunni til okkar og það var ekki grundvöllur fyrir að hægt væri að semja. Ég hefði viljað semja og allir aðilar vilja frekar semja en fá úrskurð. Nú er verkefnið að setjast niður og finna leið til að ná sameiginlegri niðurstöðu í málinu.“ „Þegar litið er til þess hlutverks sem heildarsamtök sjómanna og útvegsmanna hafa í kjarasamningum og lögum og lýst er hér að ofan verða allir sem koma að máli að virða það heildarfyrirkomulag sem þar er gert ráð fyrir,“ segir í úrskurði nefndarinnar. Því hafi VM, stéttarfélag skipverjanna, ekki mátt samkvæmt lögunum hlutast til um samningagerð skjólstæðinga sinna við útgerðina.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira