Áætluð breyting skammgóður vermir sem leysi ekki vandann Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. nóvember 2018 08:00 Hluti eftirlitsdýralæknanna er ráðinn inn tímabundið í sláturtíð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Dýralæknafélag Íslands (DÍ) leggst gegn fyrirhuguðum breytingum á lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr en þar er lagt til að fellt verði úr gildi það skilyrði að dýralæknar hér á landi hafi vald á íslensku. DÍ segir vandann hér á landi dýpri en svo að slík breyting dugi til. Í haust skilaði umboðsmaður Alþingis áliti í kjölfar kvörtunar DÍ. Félagið hafði bent á að það tíðkaðist hjá Matvælastofnun (MAST) að ráða inn erlenda eftirlitsdýralækna, sem meðal annars starfa í sláturhúsum, sem ekki búa yfir íslenskukunnáttu. Félagið hafði bent ráðuneytinu á stöðu mála en ekkert hefði verið gert. Taldi umboðsmaður framkvæmdina ekki vera í samræmi við lög og að viðbrögð ráðuneytisins við ábendingum DÍ hefðu ekki verið fullnægjandi. Lögunum nú er ætlað að bregðast við þessu með því að fella skilyrðið um íslenskukunnáttu úr lögum. Dýralæknar hjá hinu opinbera skulu hafa kunnáttu í þeim lögum og reglum sem hér gilda en heimilt sé að kveða á um íslenskukunnáttu í reglugerð eftir því sem við á hverju sinni. „Okkur finnst undarlegt að tillaga sem þessi sé lögð fram þegar það liggur fyrir að það standi til að endurskoða lögin í heild,“ segir Charlotta Oddsdóttir formaður DÍ. Vísar hún þar til skýrslu starfshóps um endurskoðun á lögunum en sá skilaði af sér í október í fyrra. Charlotta segir að vandinn sem blasir við snúi ekki aðeins að valdi dýralækna á íslensku. MAST glími við það að gífurlega erfitt sé að manna stöður sem séu því auglýstar trekk í tekk. Starfsskilyrðin séu slík að fáir sjái sér hag í því að sækja um starfið. „Það hafa borist kvartanir vegna þessa frá fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa þegið eftirlit. Oft er um að ræða dýralækna sem starfa tímabundið í sláturtíð og ekkert gert til að reyna að aðstoða þá við að læra íslensku eða aðlagast svo þeir geti starfað lengi,“ segir Charlotta. Í þessu felist að hluta tvíverknaður þar sem þýða þurfi skýrslur hlutaðeigandi dýralækna yfir á íslensku. Þá geti þetta skapað vesen þar sem erfitt er fyrir dýralæknana að eiga samskipti við yfirmenn á starfsstöðvunum. „Þetta er það ekki það eina. MAST hefur að auki mismunað starfsfólki í launasetningu og notar þá ástæðu að fólk sé ráðið tímabundið í sláturtíð til að greiða því lægri laun,“ segir Charlotta. „Það var nú vegna alls þessa sem við kvörtuðum til umboðsmanns til að pressa á ráðuneytið að laga þessi mál. Þá bregst ráðuneytið við með því að plástra lögin með þessum hætti. Það er í raun skammgóður vermir sem lagar ekki undirliggjandi vandann.“ Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira
Dýralæknafélag Íslands (DÍ) leggst gegn fyrirhuguðum breytingum á lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr en þar er lagt til að fellt verði úr gildi það skilyrði að dýralæknar hér á landi hafi vald á íslensku. DÍ segir vandann hér á landi dýpri en svo að slík breyting dugi til. Í haust skilaði umboðsmaður Alþingis áliti í kjölfar kvörtunar DÍ. Félagið hafði bent á að það tíðkaðist hjá Matvælastofnun (MAST) að ráða inn erlenda eftirlitsdýralækna, sem meðal annars starfa í sláturhúsum, sem ekki búa yfir íslenskukunnáttu. Félagið hafði bent ráðuneytinu á stöðu mála en ekkert hefði verið gert. Taldi umboðsmaður framkvæmdina ekki vera í samræmi við lög og að viðbrögð ráðuneytisins við ábendingum DÍ hefðu ekki verið fullnægjandi. Lögunum nú er ætlað að bregðast við þessu með því að fella skilyrðið um íslenskukunnáttu úr lögum. Dýralæknar hjá hinu opinbera skulu hafa kunnáttu í þeim lögum og reglum sem hér gilda en heimilt sé að kveða á um íslenskukunnáttu í reglugerð eftir því sem við á hverju sinni. „Okkur finnst undarlegt að tillaga sem þessi sé lögð fram þegar það liggur fyrir að það standi til að endurskoða lögin í heild,“ segir Charlotta Oddsdóttir formaður DÍ. Vísar hún þar til skýrslu starfshóps um endurskoðun á lögunum en sá skilaði af sér í október í fyrra. Charlotta segir að vandinn sem blasir við snúi ekki aðeins að valdi dýralækna á íslensku. MAST glími við það að gífurlega erfitt sé að manna stöður sem séu því auglýstar trekk í tekk. Starfsskilyrðin séu slík að fáir sjái sér hag í því að sækja um starfið. „Það hafa borist kvartanir vegna þessa frá fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa þegið eftirlit. Oft er um að ræða dýralækna sem starfa tímabundið í sláturtíð og ekkert gert til að reyna að aðstoða þá við að læra íslensku eða aðlagast svo þeir geti starfað lengi,“ segir Charlotta. Í þessu felist að hluta tvíverknaður þar sem þýða þurfi skýrslur hlutaðeigandi dýralækna yfir á íslensku. Þá geti þetta skapað vesen þar sem erfitt er fyrir dýralæknana að eiga samskipti við yfirmenn á starfsstöðvunum. „Þetta er það ekki það eina. MAST hefur að auki mismunað starfsfólki í launasetningu og notar þá ástæðu að fólk sé ráðið tímabundið í sláturtíð til að greiða því lægri laun,“ segir Charlotta. „Það var nú vegna alls þessa sem við kvörtuðum til umboðsmanns til að pressa á ráðuneytið að laga þessi mál. Þá bregst ráðuneytið við með því að plástra lögin með þessum hætti. Það er í raun skammgóður vermir sem lagar ekki undirliggjandi vandann.“
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira