Úrsagnir og illdeilur innan raða Pírata Sveinn Arnarsson skrifar 5. nóvember 2018 06:00 Dóra Björt Guðjónsdóttir er oddviti Pírata í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Ósætti innan raða Pírata verður rætt á fundi flokksins í kvöld. Eineltisáætlun og áætlun um viðbrögð vegna kynferðislegrar áreitni verða ræddar og kosið um þær. Nokkrir hafa hætt í flokknum undanfarið og segja innra starf hans gróðrarstíu eineltis og slæmra samskipta. „Það er fólk sem hefur liðið illa innan flokksins og það hefur ekki verið tekist á við það. Það er stórt vandamál sem þarf að takast á við,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur. Fyrrverandi formaður framkvæmdaráðs Pírata, Sindri Viborg, hefur sakað félaga sína um einelti í sinn garð og Atli Fanndal kosningastjóri segir flokkinn hafa formgert og styrkt einelti í flokknum. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur þetta klassískt dæmi um það þegar fólki lendi saman og sé ekki sammála um hlutina. Hann dregur í efa að um einelti sé að ræða. „Ég veit ekki hvort það sé innistæða fyrir svo stórum orðum,“ segir Björn Leví. „Fólk í fjölskyldum rífst, af hverju ætti það svo sem að vera óvanalegt að fólk í stjórnmálasamtökum rífist? Við erum hins vegar ekki komin með lausn á því þegar upp koma vandamál innan flokksins.“ Dóra Björt segir þetta hins vegar vanda sem þurfi að leysa. „Ég auðvitað horfi í eigin barm, hvort ég hefði getað gert meira til að koma í veg fyrir að þessi staða hefði komið upp og vil biðja það fólk afsökunar sem ég hefði getað stutt betur. Þetta er að einhverju leyti afleiðing þess flata strúktúrs sem við erum með þar sem ábyrgðin á því hver eigi að taka á svona málum er á reiki,“ segir Dóra Björt. „Við sem flokkur virðumst reyna að setja upp ný kerfi og ferli í staðinn fyrir að tala bara saman og leysa vandann.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vantraust og brotthvarf úr framkvæmdaráði Pírata Fjórir af tíu fulltrúum Pírata í framkvæmdaráði flokksins hafa sagt sig úr ráðinu aðeins tveimur vikum eftir kjör á aðalfundi Pírata. 15. október 2018 23:27 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Ósætti innan raða Pírata verður rætt á fundi flokksins í kvöld. Eineltisáætlun og áætlun um viðbrögð vegna kynferðislegrar áreitni verða ræddar og kosið um þær. Nokkrir hafa hætt í flokknum undanfarið og segja innra starf hans gróðrarstíu eineltis og slæmra samskipta. „Það er fólk sem hefur liðið illa innan flokksins og það hefur ekki verið tekist á við það. Það er stórt vandamál sem þarf að takast á við,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur. Fyrrverandi formaður framkvæmdaráðs Pírata, Sindri Viborg, hefur sakað félaga sína um einelti í sinn garð og Atli Fanndal kosningastjóri segir flokkinn hafa formgert og styrkt einelti í flokknum. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur þetta klassískt dæmi um það þegar fólki lendi saman og sé ekki sammála um hlutina. Hann dregur í efa að um einelti sé að ræða. „Ég veit ekki hvort það sé innistæða fyrir svo stórum orðum,“ segir Björn Leví. „Fólk í fjölskyldum rífst, af hverju ætti það svo sem að vera óvanalegt að fólk í stjórnmálasamtökum rífist? Við erum hins vegar ekki komin með lausn á því þegar upp koma vandamál innan flokksins.“ Dóra Björt segir þetta hins vegar vanda sem þurfi að leysa. „Ég auðvitað horfi í eigin barm, hvort ég hefði getað gert meira til að koma í veg fyrir að þessi staða hefði komið upp og vil biðja það fólk afsökunar sem ég hefði getað stutt betur. Þetta er að einhverju leyti afleiðing þess flata strúktúrs sem við erum með þar sem ábyrgðin á því hver eigi að taka á svona málum er á reiki,“ segir Dóra Björt. „Við sem flokkur virðumst reyna að setja upp ný kerfi og ferli í staðinn fyrir að tala bara saman og leysa vandann.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vantraust og brotthvarf úr framkvæmdaráði Pírata Fjórir af tíu fulltrúum Pírata í framkvæmdaráði flokksins hafa sagt sig úr ráðinu aðeins tveimur vikum eftir kjör á aðalfundi Pírata. 15. október 2018 23:27 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Vantraust og brotthvarf úr framkvæmdaráði Pírata Fjórir af tíu fulltrúum Pírata í framkvæmdaráði flokksins hafa sagt sig úr ráðinu aðeins tveimur vikum eftir kjör á aðalfundi Pírata. 15. október 2018 23:27