Enski boltinn

Leikmenn Leicester mættu í jarðarför eigandans í Tælandi | Myndir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jamie Vardy vottar virðingu sína.
Jamie Vardy vottar virðingu sína. vísir/getty
Leikmenn Leicester City lögðu upp í langt ferðalag eftir að hafa unnið sigur á Cardiff City á laugardaginn.

Þeir fóru saman til Bangkok til þess að vera viðstaddir jarðarför eiganda félagsins, Vichai Srivaddhanaprabha, sem lést á sorglegan hátt í þyrluslysi fyrir utan heimavöll félagsins. Flugið tók tólf klukkutíma.

Jarðarförin hófst á laugardag og mun standa út þessa viku. Mikill samhugur hefur ríkt í félaginu eftir slysið og ljóst að eigandinn átti stóran sess í hjarta leikmanna liðsins.

Claude Puel, stjóri félagsins, og Kasper Schmeichel markvörður.vísir/getty
Leikmenn stilltu sér upp í myndatöku.vísir/getty
Okazaki faðmar ættingja eigandans.vísir/getty
vísir/getty

Tengdar fréttir

Vardy: Viljum heiðra minningu eigandans

Leikmenn Leicester City voru ekki í nokkrum vafa um að spila leikinn gegn Cardiff City um helgina þrátt fyrir harmleikinn um síðustu helgi er eigandi félagsins og fjórir aðrir létust í þyrluslysi.

Eigandi Leicester einn af fimm sem fórust

Leicester City hefur staðfest að eigandi knattspyrnufélagsins, Vichai Srivaddhanaprabha, hafi verið í borð í þyrlu hans sem brotlenti fyrir utan leikvang liðsins King Power Stadium í gærkvöldi.

Gjafmildi eigandi Leicester sem forðaðist sviðsljósið

Eigandi Leicester City Vichai Srivaddhanaprabha lést á laugardagskvöld þegar þyrla hans brotlenti fyrir utan King Power leikvanginn í Leicester. Srivadddhanaprabha forðaðist sviðsljósið, var heiðraður af konungi Tælands og borgaði upp skuldir Leicester á innan við fimm árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×