Tryggja skipið áður en lægð gengur inn á land á morgun Jóhann K. Jóhannsson skrifar 5. nóvember 2018 18:45 Betur gekk að ná mengandi efnum úr sementsflutningaskipinu Fjordvik við Helguvíkurhöfn í dag, en í gær. Hafnarstjóri segir að verið sé að tryggja skipið áður en lægð með versnandi veðri gengur upp að landinu á morgun. Illa gekk í gær að dæla eldsneyti úr flutningaskipinu Fjordvik sem situr fast á utan verðum hafnargarðinum í Helguvík eftir að skipið sigldi upp í garðinn aðfararnótt laugardags en slæmt veður varð þegar óhappið átti sér stað. Lögreglan og fulltrúar frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa hafa tekið skýrslu af skipsstjóra skipsins en ekki liggur fyrir hvort skýrslur verði teknar af áhöfninni allri. Eins og fram hefur komið var hafnsögumaður um borð þegar óhappið átti sér stað. Ef að innsigling Fjordvik hefði heppnast hefði skipið siglt a bakka þara sem sementi hefði verið dælt úr skipinu og í birgðatanka á höfninni . Eins og greint var frá í gær má sjá á ferilvöktun skipsins að það fer öfugu megin við varnargarðinn í innsiglingunni. Útgerð félagsins og tryggingarfélag vinna að því að ná öllum mengandi efnum úr skipinu svo hægt sé að koma því á flott og gengu þær aðgerðir betur í dag en búist að við því að því ljúki í kvöld. Kafarar mynduðu botninn í dag Kafarar tóku myndi af botni skipsins í dag svo hægt sé að leggja mat á það í hvaða ástandi hann er áður en ákveðið verður hvernig og með hvaða hætti skipið verður dregið út á sjó aftur.Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri ReykjaneshafnarVísir/JóiK„Almennt er það þannig að ef skip strandar að þá er reynt að þétta það, taka allan sjó úr því eins og hægt er og láta það fljóta og draga það þá inn þar sem hægt er að vinna betur að því upp á framhaldið,“ segir Halldór karl Hermannsson, hafnarstjóri hjá Reykjaneshöfn. Vonast er til þess að búið verði að tæma það úr skipinu sem þarf áður en að lægð kemur inn á landið á morgun. Halldór segir að skipið verði tryggt á þeim stað þar sem það er, á meðan veðrið gengur yfir. „Það hefur verið bundið með landfestum og meiningin er að tryggja þær ennþá betur, því meðan það er eins og það er, það situr sem sagt á afturendanum inni í grjótgarðinum og framendinn flýtur, og á meðan það snýst ekki úr þeirri stellingu að þá mun það væntanlega sitja svona áfram,“ segir Halldór Karl.Kafarar tóku myndir af botni skipsins í dag. Í framhaldinu verður svo lagt mat á hvernig og með hvaða hætti skipið verður dregið á flot.Vísir/EinarÁ Strand í Helguvík Tengdar fréttir Áætlað að dælingu ljúki í dag Byrjað er að dæla olíu á ný úr sementsflutningaskipinu Fjordvik sem strandaði í Helguvík í fyrrinótt. 5. nóvember 2018 09:52 Hafnsögumaðurinn í Helguvík: „Ég myndi ekki vilja leggja það á minn versta óvin að lenda í þessum aðstæðum” Hafnsögumaðurinn Jón Pétursson segir atvik laugardagsins hafa verið sér mikið áfall. 4. nóvember 2018 11:08 Vonast til að kafarar geti kannað skemmdir á Fjordvik í dag Öflugar dælur voru fluttar til Helguvíkur í nótt til að taka við olíudælingu úr sementsflutningaskipinu Fjordvik, sem strandaði þar í fyrrinótt, þar sem dæling gekk ekki sem skyldi í gær. 5. nóvember 2018 07:17 Dælurnar réðu ekki við hæðarmuninn Vonast er til þess að það takist að tæma olíu úr sementsflutningaskipinu Fjordvik í dag. 5. nóvember 2018 06:45 Hollensku sérfræðingarnir könnuðu aðstæður um borð Sérfræðingar frá hollenska fyrirtækinu Ardent könnuðu aðstæður um borð í skipinu Fjordvik í morgun. 4. nóvember 2018 11:39 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Betur gekk að ná mengandi efnum úr sementsflutningaskipinu Fjordvik við Helguvíkurhöfn í dag, en í gær. Hafnarstjóri segir að verið sé að tryggja skipið áður en lægð með versnandi veðri gengur upp að landinu á morgun. Illa gekk í gær að dæla eldsneyti úr flutningaskipinu Fjordvik sem situr fast á utan verðum hafnargarðinum í Helguvík eftir að skipið sigldi upp í garðinn aðfararnótt laugardags en slæmt veður varð þegar óhappið átti sér stað. Lögreglan og fulltrúar frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa hafa tekið skýrslu af skipsstjóra skipsins en ekki liggur fyrir hvort skýrslur verði teknar af áhöfninni allri. Eins og fram hefur komið var hafnsögumaður um borð þegar óhappið átti sér stað. Ef að innsigling Fjordvik hefði heppnast hefði skipið siglt a bakka þara sem sementi hefði verið dælt úr skipinu og í birgðatanka á höfninni . Eins og greint var frá í gær má sjá á ferilvöktun skipsins að það fer öfugu megin við varnargarðinn í innsiglingunni. Útgerð félagsins og tryggingarfélag vinna að því að ná öllum mengandi efnum úr skipinu svo hægt sé að koma því á flott og gengu þær aðgerðir betur í dag en búist að við því að því ljúki í kvöld. Kafarar mynduðu botninn í dag Kafarar tóku myndi af botni skipsins í dag svo hægt sé að leggja mat á það í hvaða ástandi hann er áður en ákveðið verður hvernig og með hvaða hætti skipið verður dregið út á sjó aftur.Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri ReykjaneshafnarVísir/JóiK„Almennt er það þannig að ef skip strandar að þá er reynt að þétta það, taka allan sjó úr því eins og hægt er og láta það fljóta og draga það þá inn þar sem hægt er að vinna betur að því upp á framhaldið,“ segir Halldór karl Hermannsson, hafnarstjóri hjá Reykjaneshöfn. Vonast er til þess að búið verði að tæma það úr skipinu sem þarf áður en að lægð kemur inn á landið á morgun. Halldór segir að skipið verði tryggt á þeim stað þar sem það er, á meðan veðrið gengur yfir. „Það hefur verið bundið með landfestum og meiningin er að tryggja þær ennþá betur, því meðan það er eins og það er, það situr sem sagt á afturendanum inni í grjótgarðinum og framendinn flýtur, og á meðan það snýst ekki úr þeirri stellingu að þá mun það væntanlega sitja svona áfram,“ segir Halldór Karl.Kafarar tóku myndir af botni skipsins í dag. Í framhaldinu verður svo lagt mat á hvernig og með hvaða hætti skipið verður dregið á flot.Vísir/EinarÁ
Strand í Helguvík Tengdar fréttir Áætlað að dælingu ljúki í dag Byrjað er að dæla olíu á ný úr sementsflutningaskipinu Fjordvik sem strandaði í Helguvík í fyrrinótt. 5. nóvember 2018 09:52 Hafnsögumaðurinn í Helguvík: „Ég myndi ekki vilja leggja það á minn versta óvin að lenda í þessum aðstæðum” Hafnsögumaðurinn Jón Pétursson segir atvik laugardagsins hafa verið sér mikið áfall. 4. nóvember 2018 11:08 Vonast til að kafarar geti kannað skemmdir á Fjordvik í dag Öflugar dælur voru fluttar til Helguvíkur í nótt til að taka við olíudælingu úr sementsflutningaskipinu Fjordvik, sem strandaði þar í fyrrinótt, þar sem dæling gekk ekki sem skyldi í gær. 5. nóvember 2018 07:17 Dælurnar réðu ekki við hæðarmuninn Vonast er til þess að það takist að tæma olíu úr sementsflutningaskipinu Fjordvik í dag. 5. nóvember 2018 06:45 Hollensku sérfræðingarnir könnuðu aðstæður um borð Sérfræðingar frá hollenska fyrirtækinu Ardent könnuðu aðstæður um borð í skipinu Fjordvik í morgun. 4. nóvember 2018 11:39 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Áætlað að dælingu ljúki í dag Byrjað er að dæla olíu á ný úr sementsflutningaskipinu Fjordvik sem strandaði í Helguvík í fyrrinótt. 5. nóvember 2018 09:52
Hafnsögumaðurinn í Helguvík: „Ég myndi ekki vilja leggja það á minn versta óvin að lenda í þessum aðstæðum” Hafnsögumaðurinn Jón Pétursson segir atvik laugardagsins hafa verið sér mikið áfall. 4. nóvember 2018 11:08
Vonast til að kafarar geti kannað skemmdir á Fjordvik í dag Öflugar dælur voru fluttar til Helguvíkur í nótt til að taka við olíudælingu úr sementsflutningaskipinu Fjordvik, sem strandaði þar í fyrrinótt, þar sem dæling gekk ekki sem skyldi í gær. 5. nóvember 2018 07:17
Dælurnar réðu ekki við hæðarmuninn Vonast er til þess að það takist að tæma olíu úr sementsflutningaskipinu Fjordvik í dag. 5. nóvember 2018 06:45
Hollensku sérfræðingarnir könnuðu aðstæður um borð Sérfræðingar frá hollenska fyrirtækinu Ardent könnuðu aðstæður um borð í skipinu Fjordvik í morgun. 4. nóvember 2018 11:39