Píratar ræða meint einelti innan flokksins Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Hall skrifa 5. nóvember 2018 22:05 Ólga er innan Pírata vegna meints eineltis innan flokksins og niðurstöðu úrskurðarnefndar. Málið snýst um að framkvæmdastjóri flokksins réð til sín aðstoðarmann án auglýsingar. Flokksmaður kærði ráðninguna, og úrskurðarnefnd skilaði niðurstöðu um að lög flokksins hafi verið brotin og víkja eigi starfsmanninum úr starfi. Framkvæmdaráði bar að samþykkja ráðninguna á sínum tíma en Sindri Viborg, sem var formaður framkvæmdaráðs, hætti í september og segir hann í færslu á Facebook að í flokknum sé grasserandi eineltishegðun. Erla Hlynsdóttir, framkvæmdarstjóri Pírata, sagði í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 að hún hafi fengið samþykki fyrir ráðningunni frá framkvæmdaráði flokksins og það hafi verið staðfest í fundargerðum ráðsins. Hún segir mikla ánægju hafa verið með störf starsfmannsins en ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort hann haldi áfram. Mikil umræða hefur verið um einelti innan Pírata og segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, að augljóst sé að það þurfi að taka á málunum. „Það er bersýnilegt af þeim frásögnum sem við heyrum að við þurfum að taka til í okkar ranni, það hlýtur að liggja fyrir. Gegnsæi okkar felst í því að við leynum ekki slíku,“ sagði Helgi Hrafn og sagði flokkinn taka slíkum frásögnum alvarlega. Hann segir málið þó vera flókið. „Það er erfitt eða ómögulegt fyrir mig akkúrat núna að taka afstöðu í einhverju slíku en við hlustum á alla, við tökum þetta alvarlega og við erum að bregðast við hér og nú.“ Stj.mál Tengdar fréttir Úrsagnir og illdeilur innan raða Pírata Píratar munu koma saman til fundar í kvöld til að ræða samskipti innan flokksins. Flokkurinn hefur logað í illdeilum síðustu vikurnar og fólk sagt sig úr honum vegna eineltis. 5. nóvember 2018 06:00 Varaborgarfulltrúi vill ekki starfa undir merkjum Pírata Rannveig Ernudóttir, varaborgarfulltrúi Pírata í Reykjavík, hefur sent skrifstofu borgarstjórnar erindi þar sem hún óskar eftir því að vera upplýst um stöðu sína gagnvart borginni sem kjörinn fulltrúi, kjósi hún að yfirgefa Pírata. Rannveig segist vilja starfa áfram í þágu borgarbúa, en þó ekki lengur undir merkjum Pírata. 2. nóvember 2018 23:12 Atli segir sig úr Pírötum: „Ég get ekki tengst hreyfingu sem setur kíkinn fyrir blinda augað gagnvart svona hegðun“ Atli Þór Fanndal, blaðamaður og pólitískur ráðgjafi Pírata, hefur sagt sig úr flokknum í kjölfar mikilla deilna innan flokksins. 3. nóvember 2018 16:27 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Sjá meira
Ólga er innan Pírata vegna meints eineltis innan flokksins og niðurstöðu úrskurðarnefndar. Málið snýst um að framkvæmdastjóri flokksins réð til sín aðstoðarmann án auglýsingar. Flokksmaður kærði ráðninguna, og úrskurðarnefnd skilaði niðurstöðu um að lög flokksins hafi verið brotin og víkja eigi starfsmanninum úr starfi. Framkvæmdaráði bar að samþykkja ráðninguna á sínum tíma en Sindri Viborg, sem var formaður framkvæmdaráðs, hætti í september og segir hann í færslu á Facebook að í flokknum sé grasserandi eineltishegðun. Erla Hlynsdóttir, framkvæmdarstjóri Pírata, sagði í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 að hún hafi fengið samþykki fyrir ráðningunni frá framkvæmdaráði flokksins og það hafi verið staðfest í fundargerðum ráðsins. Hún segir mikla ánægju hafa verið með störf starsfmannsins en ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort hann haldi áfram. Mikil umræða hefur verið um einelti innan Pírata og segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, að augljóst sé að það þurfi að taka á málunum. „Það er bersýnilegt af þeim frásögnum sem við heyrum að við þurfum að taka til í okkar ranni, það hlýtur að liggja fyrir. Gegnsæi okkar felst í því að við leynum ekki slíku,“ sagði Helgi Hrafn og sagði flokkinn taka slíkum frásögnum alvarlega. Hann segir málið þó vera flókið. „Það er erfitt eða ómögulegt fyrir mig akkúrat núna að taka afstöðu í einhverju slíku en við hlustum á alla, við tökum þetta alvarlega og við erum að bregðast við hér og nú.“
Stj.mál Tengdar fréttir Úrsagnir og illdeilur innan raða Pírata Píratar munu koma saman til fundar í kvöld til að ræða samskipti innan flokksins. Flokkurinn hefur logað í illdeilum síðustu vikurnar og fólk sagt sig úr honum vegna eineltis. 5. nóvember 2018 06:00 Varaborgarfulltrúi vill ekki starfa undir merkjum Pírata Rannveig Ernudóttir, varaborgarfulltrúi Pírata í Reykjavík, hefur sent skrifstofu borgarstjórnar erindi þar sem hún óskar eftir því að vera upplýst um stöðu sína gagnvart borginni sem kjörinn fulltrúi, kjósi hún að yfirgefa Pírata. Rannveig segist vilja starfa áfram í þágu borgarbúa, en þó ekki lengur undir merkjum Pírata. 2. nóvember 2018 23:12 Atli segir sig úr Pírötum: „Ég get ekki tengst hreyfingu sem setur kíkinn fyrir blinda augað gagnvart svona hegðun“ Atli Þór Fanndal, blaðamaður og pólitískur ráðgjafi Pírata, hefur sagt sig úr flokknum í kjölfar mikilla deilna innan flokksins. 3. nóvember 2018 16:27 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Sjá meira
Úrsagnir og illdeilur innan raða Pírata Píratar munu koma saman til fundar í kvöld til að ræða samskipti innan flokksins. Flokkurinn hefur logað í illdeilum síðustu vikurnar og fólk sagt sig úr honum vegna eineltis. 5. nóvember 2018 06:00
Varaborgarfulltrúi vill ekki starfa undir merkjum Pírata Rannveig Ernudóttir, varaborgarfulltrúi Pírata í Reykjavík, hefur sent skrifstofu borgarstjórnar erindi þar sem hún óskar eftir því að vera upplýst um stöðu sína gagnvart borginni sem kjörinn fulltrúi, kjósi hún að yfirgefa Pírata. Rannveig segist vilja starfa áfram í þágu borgarbúa, en þó ekki lengur undir merkjum Pírata. 2. nóvember 2018 23:12
Atli segir sig úr Pírötum: „Ég get ekki tengst hreyfingu sem setur kíkinn fyrir blinda augað gagnvart svona hegðun“ Atli Þór Fanndal, blaðamaður og pólitískur ráðgjafi Pírata, hefur sagt sig úr flokknum í kjölfar mikilla deilna innan flokksins. 3. nóvember 2018 16:27