Rifbeinsbrotnaði við björgunina í Helguvík: „Ég varð bara að bíta á jaxlinn, það var ekkert öðruvísi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. nóvember 2018 22:34 Guðmundur Ragnar Magnússon tók þátt í björgunaraðgerðunum í Helguvík aðfaranótt laugardags. Mynd/Aðsend Guðmundur Ragnar Magnússon, sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, rifbeinsbrotnaði við lendingu í flutningaskipinu Fjordvik sem sigldi upp í hafnargarðinn í Helguvík aðfaranótt laugardags. Guðmundur tók því þátt í björgunaraðgerðunum rifbeinsbrotinn en segir að ekki hafi stoðað annað en að bíta á jaxlinn. Fjórtán manna áhöfn sementsflutningaskipsins Fjordvik, auk hafsögumanns, var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar um helgina eftir að skipið rak upp í hafnargarðinn. Engan sakaði en veður var afar slæmt á vettvangi óhappsins.Áhöfnin skelkuð Guðmundur Ragnar var á meðal þeirra fyrstu sem seig niður í skipið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar til að bjarga mönnunum sem þar voru fastir. Hann ræddi björgunaraðgerðirnar í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og sagði þar frá meiðslunum sem hann hlaut um leið og hann seig niður í skipið. „Ég lendi illa þarna á síðunni og finn að það er eitthvað sem brotnar,“ sagði Guðmundur Ragnar. Þá hafi aðstæður verið afar erfiðar, vindur var hvass og skipið valt og barðist utan í klettana „Þegar ég kem niður og er kominn á lappir þá er áhöfnin þarna úti á brúarþakinu. Þeir bíða eftir því að ég geri eitthvað,“ sagði Guðmundur Ragnar og bætti við að áhöfn skipsins hafi verið hrædd. „Já, þeir voru frekar skelkaðir og ráðvilltir. Þeir vissu ekki alveg hvernig þeir áttu að bera sig að þessu og hvernig þetta virkar.“ Síðastur frá borði ásamt skipstjóranum Þegar í skipið var komið tók Guðmundur Ragnar stjórn á aðstæðum, þrátt fyrir rifbeinsbrotið, og beindi áhafnarmeðlimum upp í þyrluna. „Já, við erum þjálfaðir í því að taka stjórn á vettvangi og það var bara það sem ég gerði og maður varð að vera ákveðinn við þá til að þeir hlýði skilyrðislaust, og það var það sem þeir gerðu. Það þarf líka að hughreyst þá á sama tíma.“ Guðmundur Ragnar vildi þó ekki meina að aðstæður um nóttina hefðu verið tvísýnar frá sjónarhóli björgunarmanna. Allt hafi jafnframt farið vel að lokum en Guðmundur Ragnar fór síðastur frá borði með skipstjóranum. „Nei, ég læt það nú vera. Við æfum mikið að hífa úr skipum og erum vanir að hífa við ýmsar aðstæður, þó að engar aðstæður séu eins. Og það var pínu maus að koma mér um borð, sem endaði með því að ég datt þarna, en nei ég myndi ekki segja að þær hafi verið tvísýnar,“ sagði Guðmundur Ragnar.Lögreglan og fulltrúar frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa hafa tekið skýrslu af skipsstjóra Fjordvik en ekki liggur fyrir hvort skýrslur verði teknar af áhöfninni allri.Vísir/Einar„Skipstjórinn er alltaf tekinn síðastur frá borði og við vorum búnir að hífa alla mennina tvo og tvo saman frá borði í svona björgunarlykkju, og í lokin fórum sem sagt ég og skipstjórinn, við fórum seinastir frá borði.“En hvernig náðirðu að athafna þig rifbeinsbrotinn um borð? „Ég varð bara að bíta á jaxlinn, það var ekkert öðruvísi.“ Fjordvik liggur enn við Helguvíkurhöfn þar sem reynt hefur verið að dæla úr því mengandi efnum, olíu og sementi. Einnig verður reynt að tryggja skipið áður en veður fer versnandi á landinu á morgun.Viðtalið við Guðmund Ragnar í Reykjavík síðdegis má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan. Strand í Helguvík Tengdar fréttir Áætlað að dælingu ljúki í dag Byrjað er að dæla olíu á ný úr sementsflutningaskipinu Fjordvik sem strandaði í Helguvík í fyrrinótt. 5. nóvember 2018 09:52 Dælurnar réðu ekki við hæðarmuninn Vonast er til þess að það takist að tæma olíu úr sementsflutningaskipinu Fjordvik í dag. 5. nóvember 2018 06:45 Tryggja skipið áður en lægð gengur inn á land á morgun Búist við að búið verði að ná allri þeirri olíu sem hægt er að ná úr skipinu, í kvöld 5. nóvember 2018 18:45 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Guðmundur Ragnar Magnússon, sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, rifbeinsbrotnaði við lendingu í flutningaskipinu Fjordvik sem sigldi upp í hafnargarðinn í Helguvík aðfaranótt laugardags. Guðmundur tók því þátt í björgunaraðgerðunum rifbeinsbrotinn en segir að ekki hafi stoðað annað en að bíta á jaxlinn. Fjórtán manna áhöfn sementsflutningaskipsins Fjordvik, auk hafsögumanns, var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar um helgina eftir að skipið rak upp í hafnargarðinn. Engan sakaði en veður var afar slæmt á vettvangi óhappsins.Áhöfnin skelkuð Guðmundur Ragnar var á meðal þeirra fyrstu sem seig niður í skipið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar til að bjarga mönnunum sem þar voru fastir. Hann ræddi björgunaraðgerðirnar í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og sagði þar frá meiðslunum sem hann hlaut um leið og hann seig niður í skipið. „Ég lendi illa þarna á síðunni og finn að það er eitthvað sem brotnar,“ sagði Guðmundur Ragnar. Þá hafi aðstæður verið afar erfiðar, vindur var hvass og skipið valt og barðist utan í klettana „Þegar ég kem niður og er kominn á lappir þá er áhöfnin þarna úti á brúarþakinu. Þeir bíða eftir því að ég geri eitthvað,“ sagði Guðmundur Ragnar og bætti við að áhöfn skipsins hafi verið hrædd. „Já, þeir voru frekar skelkaðir og ráðvilltir. Þeir vissu ekki alveg hvernig þeir áttu að bera sig að þessu og hvernig þetta virkar.“ Síðastur frá borði ásamt skipstjóranum Þegar í skipið var komið tók Guðmundur Ragnar stjórn á aðstæðum, þrátt fyrir rifbeinsbrotið, og beindi áhafnarmeðlimum upp í þyrluna. „Já, við erum þjálfaðir í því að taka stjórn á vettvangi og það var bara það sem ég gerði og maður varð að vera ákveðinn við þá til að þeir hlýði skilyrðislaust, og það var það sem þeir gerðu. Það þarf líka að hughreyst þá á sama tíma.“ Guðmundur Ragnar vildi þó ekki meina að aðstæður um nóttina hefðu verið tvísýnar frá sjónarhóli björgunarmanna. Allt hafi jafnframt farið vel að lokum en Guðmundur Ragnar fór síðastur frá borði með skipstjóranum. „Nei, ég læt það nú vera. Við æfum mikið að hífa úr skipum og erum vanir að hífa við ýmsar aðstæður, þó að engar aðstæður séu eins. Og það var pínu maus að koma mér um borð, sem endaði með því að ég datt þarna, en nei ég myndi ekki segja að þær hafi verið tvísýnar,“ sagði Guðmundur Ragnar.Lögreglan og fulltrúar frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa hafa tekið skýrslu af skipsstjóra Fjordvik en ekki liggur fyrir hvort skýrslur verði teknar af áhöfninni allri.Vísir/Einar„Skipstjórinn er alltaf tekinn síðastur frá borði og við vorum búnir að hífa alla mennina tvo og tvo saman frá borði í svona björgunarlykkju, og í lokin fórum sem sagt ég og skipstjórinn, við fórum seinastir frá borði.“En hvernig náðirðu að athafna þig rifbeinsbrotinn um borð? „Ég varð bara að bíta á jaxlinn, það var ekkert öðruvísi.“ Fjordvik liggur enn við Helguvíkurhöfn þar sem reynt hefur verið að dæla úr því mengandi efnum, olíu og sementi. Einnig verður reynt að tryggja skipið áður en veður fer versnandi á landinu á morgun.Viðtalið við Guðmund Ragnar í Reykjavík síðdegis má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.
Strand í Helguvík Tengdar fréttir Áætlað að dælingu ljúki í dag Byrjað er að dæla olíu á ný úr sementsflutningaskipinu Fjordvik sem strandaði í Helguvík í fyrrinótt. 5. nóvember 2018 09:52 Dælurnar réðu ekki við hæðarmuninn Vonast er til þess að það takist að tæma olíu úr sementsflutningaskipinu Fjordvik í dag. 5. nóvember 2018 06:45 Tryggja skipið áður en lægð gengur inn á land á morgun Búist við að búið verði að ná allri þeirri olíu sem hægt er að ná úr skipinu, í kvöld 5. nóvember 2018 18:45 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Áætlað að dælingu ljúki í dag Byrjað er að dæla olíu á ný úr sementsflutningaskipinu Fjordvik sem strandaði í Helguvík í fyrrinótt. 5. nóvember 2018 09:52
Dælurnar réðu ekki við hæðarmuninn Vonast er til þess að það takist að tæma olíu úr sementsflutningaskipinu Fjordvik í dag. 5. nóvember 2018 06:45
Tryggja skipið áður en lægð gengur inn á land á morgun Búist við að búið verði að ná allri þeirri olíu sem hægt er að ná úr skipinu, í kvöld 5. nóvember 2018 18:45