Viðskipti innlent

Íslandsbanki leggur 410 milljónir króna í Meniga

Atli Ísleifsson skrifar
Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga, segist hæstánægður með samstarfið.
Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga, segist hæstánægður með samstarfið. aðsend
Íslandsbanki hefur fjárfest fyrir þrjár milljónir evra, um 410 milljónum króna, í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Meniga.

Í tilkynningu frá Íslandsbanka segir að Íslandsbanki hafi gerst fyrsti viðskiptavinur Meniga árið 2009 þegar bankinn innleiddi heimilisbókhaldslausnir fyrirtækisins. Fjárfestingin verði notuð til að styrkja samstarfið enn frekar og bjóða viðskiptavinum betri vöru og þjónustu.

Haft er eftir Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, að fjárfestingin sé hluti starfrænnar vegferðar bankans þar sem hann vilji efla þróun fjártæknilausna framtíðarinnar enn frekar. „Við teljum að samstarfið við Meniga spili stórt hlutverk í að bæta notendaupplifun viðskiptavina okkar í gegnum snjallsíma og netbanka.”

Íslandsbanki er þriðji bankinn sem fjárfestir í Meniga á árinu en í apríl var tilkynnt um þriggja milljóna evra fjárfestingu norræna viðskiptabankans Swedbank og í júní var greint frá því að alþjóðlegi bankinn Unicredit hefði fjárfest í Meniga fyrir sömu upphæð.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×