Vilja undanþiggja afurðarstöðvar frá samkeppnislögum Heimir Már Pétursson skrifar 6. nóvember 2018 14:59 Halla Signý Kristjánsdóttir, sem er hér á mynd, og Líneik Anna Sævarsdóttir þingmenn Framsóknarflokksins leggja frumvarpið fram Fréttablaðið/Ernir Tvær þingkonur Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um að undanþiggja afurðarstöðvar í kjötiðnaði frá samkeppnislögum til að bregðast við ört vaxandi samkeppni að utan. Fyrsti flutningsmaður segir nauðsynlegt að styrkja stöðu afurðarstöðva og bæta hag sauðfjárbænda. Halla Signý Kristjánsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir þingmenn Framsóknarflokksins leggja frumvarpið fram sem samkvæmt því yrði afurðastöðvum í kjötiðnaði heimilt að sameinast og gera með sér samkomulag um verkaskiptingu og hafa með sér annars konar samstarf til að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu kjötvara. Hall Signý setur frumvarpið í samhengi við þær samningaviðræður sem staðið hafi yfir milli stjórnvalda og sauðfjárbænda um vanda þeirra. „Staðan hjá sauðfjárbændum hefur verið mjög slæm og þeir hafa fengið mjög lágt verð fyrir sínar afurðir í gegnum afurðarstöðvar. Þá hefur þetta verið ein af tillögunum í umræðunni, að það þyrfti að laga aðstæður afurðastöðvanna til að þær geti byggt sig upp og komið til móts við bændur,” segir Halla Signý. Leggja skuli upplýsingar um slíka samninga og samstarf fyrir landbúnaðarráðherra til upplýsingar. Með þessu væri verið að fara í sama fyrirkomulag og nú sé í mjólkuriðnaðinum. „Þeim sé heimilt að sameinast og gera með sér samkomulag um verkaskiptingu. Hafa ýmis konar samstarf til að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu. Síðan varðandi markaðsdreifingu erlendis og svo framvegis,” segir Halla Signý. Tilgangurinn sé að veita innlendum kjötiðnaði tækifæri til að hagræða og til að bregðast við ört vaxandi samkeppni að utan, það er að segja auknum heimildum til innflutnings á kjöti. En nýlega kvað Hæstiréttur upp dóm um að ekki væri heimilt samkvæmt EES samningnum að banna innflutning á fersku kjöti, eða kjöti sem ekki hafi verið fryst. Í greinargerð með frumvarpinu segir að innlendar afurðastöðvar í kjötiðnaði séu örsmáar í alþjóðlegum samanburði og því ekki samkeppnishæfar við afurðastöðvar á erlendum mörkuðum sem séu mun stærri og hagkvæmari rekstrareiningar. Innlendur kjötiðnaður sé engu síður í vaxandi samkeppni við afurðir frá erlendum mörkuðum. Afurðarstöðvar í kjötiðnaði geti mjög takmarkað sameinast þar sem það væri í andstöðu við ákvæði samkeppnislaga. Það skili sér í of háum rekstrarkostnaði, háu verði til neytenda og lágu afurðaverði til bænda. „Þarna er bara verið að leggja áherslu á að þeir geti unnið saman. Við erum líka þetta lítill markaður og þróun síðustu missera sýnir að innflutningur er að aukast mjög mikið. Innlendir aðilar standa kannski höllum fæti gagnvart því,” segir Halla Signý Kristjánsdóttir. Alþingi Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Tvær þingkonur Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um að undanþiggja afurðarstöðvar í kjötiðnaði frá samkeppnislögum til að bregðast við ört vaxandi samkeppni að utan. Fyrsti flutningsmaður segir nauðsynlegt að styrkja stöðu afurðarstöðva og bæta hag sauðfjárbænda. Halla Signý Kristjánsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir þingmenn Framsóknarflokksins leggja frumvarpið fram sem samkvæmt því yrði afurðastöðvum í kjötiðnaði heimilt að sameinast og gera með sér samkomulag um verkaskiptingu og hafa með sér annars konar samstarf til að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu kjötvara. Hall Signý setur frumvarpið í samhengi við þær samningaviðræður sem staðið hafi yfir milli stjórnvalda og sauðfjárbænda um vanda þeirra. „Staðan hjá sauðfjárbændum hefur verið mjög slæm og þeir hafa fengið mjög lágt verð fyrir sínar afurðir í gegnum afurðarstöðvar. Þá hefur þetta verið ein af tillögunum í umræðunni, að það þyrfti að laga aðstæður afurðastöðvanna til að þær geti byggt sig upp og komið til móts við bændur,” segir Halla Signý. Leggja skuli upplýsingar um slíka samninga og samstarf fyrir landbúnaðarráðherra til upplýsingar. Með þessu væri verið að fara í sama fyrirkomulag og nú sé í mjólkuriðnaðinum. „Þeim sé heimilt að sameinast og gera með sér samkomulag um verkaskiptingu. Hafa ýmis konar samstarf til að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu. Síðan varðandi markaðsdreifingu erlendis og svo framvegis,” segir Halla Signý. Tilgangurinn sé að veita innlendum kjötiðnaði tækifæri til að hagræða og til að bregðast við ört vaxandi samkeppni að utan, það er að segja auknum heimildum til innflutnings á kjöti. En nýlega kvað Hæstiréttur upp dóm um að ekki væri heimilt samkvæmt EES samningnum að banna innflutning á fersku kjöti, eða kjöti sem ekki hafi verið fryst. Í greinargerð með frumvarpinu segir að innlendar afurðastöðvar í kjötiðnaði séu örsmáar í alþjóðlegum samanburði og því ekki samkeppnishæfar við afurðastöðvar á erlendum mörkuðum sem séu mun stærri og hagkvæmari rekstrareiningar. Innlendur kjötiðnaður sé engu síður í vaxandi samkeppni við afurðir frá erlendum mörkuðum. Afurðarstöðvar í kjötiðnaði geti mjög takmarkað sameinast þar sem það væri í andstöðu við ákvæði samkeppnislaga. Það skili sér í of háum rekstrarkostnaði, háu verði til neytenda og lágu afurðaverði til bænda. „Þarna er bara verið að leggja áherslu á að þeir geti unnið saman. Við erum líka þetta lítill markaður og þróun síðustu missera sýnir að innflutningur er að aukast mjög mikið. Innlendir aðilar standa kannski höllum fæti gagnvart því,” segir Halla Signý Kristjánsdóttir.
Alþingi Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira