Sport

Gunnar verður í aðalupphitunarbardaganum í Kanada

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gunnar hefur ekki barist síðan 16. júlí í fyrra.
Gunnar hefur ekki barist síðan 16. júlí í fyrra. vísir/getty
Gunnar Nelson verður ekki í aðalhluta bardagakvöldsins í Toronto í byrjun desember en fær engu að síður góðan stað á kvöldinu í síðasta upphitunarbardaganum.

Bardagakvöldunum er alla jafna skipt í þrennt. Fyrstu bardagar kvöldsins eru sýndir á Fight Pass hjá UFC. Svo koma upphitunarbardagar á Fox Sports þar sem alltaf er lagt upp með að vera með góðan aðalbardaga enda mikið áhorf á þennan hluta.

Svo er það aðalhlutinn sem eingöngu er hægt að sjá með því að kaupa Pay Per View vestra.

Bardagi Gunnars og Alex Oliviera frá Brasilíu verður því aðalbardaginn á Fox Sports og ætti að fá gott áhorf. Þetta er engu að síður í fyrsta skipti í langan tíma sem Gunnar er ekki með sinn bardaga í aðalhlutanum.

Bardagakvöldið í Kanada fer fram þann 8. desember og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Bæði aðalhlutinn sem og upphitunarbardagarnir þar sem Gunnar verður í eldlínunni. Það verður því nóg af bardögum í boði þetta glæsilega kvöld hjá UFC.

MMA

Tengdar fréttir

Gunnar: Held að þetta verði helvíti góður bardagi

Gunnar Nelson segir að aðeins eigi eftir að ganga frá formsatriðum fyrir væntanlegan bardaga hans gegn Alex Oliveira. Stefnt er að því að þeir berjist í Toronto þann 8. desember næstkomandi.

Bardagi Gunnars í desember staðfestur

Gunnar Nelson mun berjast við Alex Olieira þann áttunda desember í Toronto í Kanada en bardagakvöldið ber nafnið UFC 231. Þetta var staðfest í tilkynningu í kvöd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×