Snæfell á toppnum, Keflavík kláraði KR og þriðji sigur Stjörnunnar í röð Anton Ingi Leifsson skrifar 7. nóvember 2018 21:14 Brittanny leiddi sínar stúlkur til sigurs í kvöld. vísir/ernir Snæfell er eitt á toppi Dominos-deildar kvenna eftir að liðið vann öruggan sigur á Val, 90-74, í kvöld. Á sama tíma tapaði KR gegn Keflavík og Stjarnan marði Breiðablik í hörkuleik. Mikið jafnræði var í Keflavík í fyrri hálfleik en nýliðar KR höfðu einungis tapað einum leik í deildinni áður en kom að rimmunni í Keflavík í kvöld. KR var fimm stigum yfir í hálfleik 45-40 og var einnig fimm stigum yfir þegar þriðja leikhluta lauk en þá fóru heimastúlkur í gang. Þær náðu hægt og rólega að vinna mun KR upp og voru komnar yfir er tæpar sex mínútur voru til leiksloka. Þá forystu létu þeir aldrei af hendi og unnu að lokum 77-73. Brittanny Dinkins var einu sinni sem oftar stigahæst hjá Keflavík en hún hefur farið á kostum á tímabilinu. Hún gerði 37 stig, tók tíu fráköst og gaf þrjár stoðsendingar en næst komu Bryndís Guðmundsdóttir og Katla Rún Garðarsdóttir með ellefu stig. Í liði KR var Kiana Johnson í sérflokki. Kiana skoraði 36 stig, tók sautján fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Perla Jóhannsdóttir bætti við tólf stigum. KR og Keflavík eru bæði með tíu stig, tveimur stigum á eftir toppliði en það eru einnig Stjörnustúlkur sem höfðu betur gegn botnliði Breiðabliks, 78-74, í Garðabænum í kvöld. Stjarnan leiddi frá upphafi í leiknum en nokkur spenna var undir lok leiksins. Þrátt fyrir það hélt Stjarnan forystunni og vann að lokum fjögurra stiga sigur. Danielle Victoria Rodriguez skoraði 22 stig, tók þrettán fráköst og gaf fjórtán stoðsendingar í liði Stjörnunnar. Trölla tvenna þar. Bríet Sif Hinriksdóttir kom næst með 20 stig en Stjarnan er í öðru til fjórða sæti deildarinnar með tíu stig. Breiðablik er á botninum án stiga. Sanja Orazovic skoraði 28 stig fyrir Breiðablik auk þess að taka tíu fráköst en næst kom Kelly Faris með nítján stig og ellefu fráköst. Hún gaf að auki átta stoðsendingar. Snæfell hefur einungis tapað einum leik af fyrstu sjö leikjum sínum og er á toppnum eftir sextán stiga sigur á silfurliði Vals frá síðustu leiktíð í Stykkishólmi í kvöld, 90-74. Heimastúlkur voru komnar ellefu stigum yfir strax eftir fyrsta leikhlutann og voru svo 42-28 yfir í hálfleik. Aldrei slökuðu heimastúlkur á klónni og þær ríghalda í toppsætið en Valur er í sjöunda sætinu með fjögur stig. Kristen Denise McCarthy gerði 32 stig, tók nítján fráköst og gaf sjö stoðsendingar hjá Snæfell en Heather Butler skoraði 18 stig og tók fimm fráköst fyrir gestina af Hlíðarenda. Dominos-deild kvenna Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - KR | Geta gestirnir teygt sig ofar? Í beinni: Keflavík - ÍR | Hvað breytist með brotthvarfi Péturs? Í beinni: Álftanes - Haukar | Hafnfirðingar á síðasta séns? Í beinni: Þór Þ. - Grindavík | Mikilvæg stig í boði Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Sjá meira
Snæfell er eitt á toppi Dominos-deildar kvenna eftir að liðið vann öruggan sigur á Val, 90-74, í kvöld. Á sama tíma tapaði KR gegn Keflavík og Stjarnan marði Breiðablik í hörkuleik. Mikið jafnræði var í Keflavík í fyrri hálfleik en nýliðar KR höfðu einungis tapað einum leik í deildinni áður en kom að rimmunni í Keflavík í kvöld. KR var fimm stigum yfir í hálfleik 45-40 og var einnig fimm stigum yfir þegar þriðja leikhluta lauk en þá fóru heimastúlkur í gang. Þær náðu hægt og rólega að vinna mun KR upp og voru komnar yfir er tæpar sex mínútur voru til leiksloka. Þá forystu létu þeir aldrei af hendi og unnu að lokum 77-73. Brittanny Dinkins var einu sinni sem oftar stigahæst hjá Keflavík en hún hefur farið á kostum á tímabilinu. Hún gerði 37 stig, tók tíu fráköst og gaf þrjár stoðsendingar en næst komu Bryndís Guðmundsdóttir og Katla Rún Garðarsdóttir með ellefu stig. Í liði KR var Kiana Johnson í sérflokki. Kiana skoraði 36 stig, tók sautján fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Perla Jóhannsdóttir bætti við tólf stigum. KR og Keflavík eru bæði með tíu stig, tveimur stigum á eftir toppliði en það eru einnig Stjörnustúlkur sem höfðu betur gegn botnliði Breiðabliks, 78-74, í Garðabænum í kvöld. Stjarnan leiddi frá upphafi í leiknum en nokkur spenna var undir lok leiksins. Þrátt fyrir það hélt Stjarnan forystunni og vann að lokum fjögurra stiga sigur. Danielle Victoria Rodriguez skoraði 22 stig, tók þrettán fráköst og gaf fjórtán stoðsendingar í liði Stjörnunnar. Trölla tvenna þar. Bríet Sif Hinriksdóttir kom næst með 20 stig en Stjarnan er í öðru til fjórða sæti deildarinnar með tíu stig. Breiðablik er á botninum án stiga. Sanja Orazovic skoraði 28 stig fyrir Breiðablik auk þess að taka tíu fráköst en næst kom Kelly Faris með nítján stig og ellefu fráköst. Hún gaf að auki átta stoðsendingar. Snæfell hefur einungis tapað einum leik af fyrstu sjö leikjum sínum og er á toppnum eftir sextán stiga sigur á silfurliði Vals frá síðustu leiktíð í Stykkishólmi í kvöld, 90-74. Heimastúlkur voru komnar ellefu stigum yfir strax eftir fyrsta leikhlutann og voru svo 42-28 yfir í hálfleik. Aldrei slökuðu heimastúlkur á klónni og þær ríghalda í toppsætið en Valur er í sjöunda sætinu með fjögur stig. Kristen Denise McCarthy gerði 32 stig, tók nítján fráköst og gaf sjö stoðsendingar hjá Snæfell en Heather Butler skoraði 18 stig og tók fimm fráköst fyrir gestina af Hlíðarenda.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - KR | Geta gestirnir teygt sig ofar? Í beinni: Keflavík - ÍR | Hvað breytist með brotthvarfi Péturs? Í beinni: Álftanes - Haukar | Hafnfirðingar á síðasta séns? Í beinni: Þór Þ. - Grindavík | Mikilvæg stig í boði Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Sjá meira