Sær hefur blandast hluta þess sements sem var um borð í skipinu Fjordvik sem strandaði við hafnargarð Helguvíkurhafnar á föstudag. Ekki liggur fyrir um hve stóran hluta farmsins er að ræða.
Þetta kemur fram í svari forsvarsmanna eigenda skipsins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Búið er að dæla olíu að nær öllu leyti úr skipinu. Næstu aðgerðir miða að því að bjarga þeim verðmætum sem bjargað verður.
Undirbúningsaðgerðir fyrir björgun fóru fram í gær og skoðuðu kafarar meðal annars skrokk skipsins. Óvíst er hvenær reynt verður að koma skipinu á flot á nýjan leik en að því er stefnt.
Sjór blandast við sement

Tengdar fréttir

Rifbeinsbrotnaði við björgunina í Helguvík: „Ég varð bara að bíta á jaxlinn, það var ekkert öðruvísi“
Guðmundur Ragnar Magnússon, sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, rifbeinsbrotnaði við lendingu í flutningaskipinu Fjordvik sem sigldi upp í hafnargarðinn í Helguvík aðfaranótt laugardags.

Mest af olíunni á land í dag
Flutningaskipið Fjordvik er enn strandað við hafnargarðinn í Helguvík. 104 tonn af olíu voru um borð í skipinu en dæling hefur farið fram síðan í fyrradag.

Tryggja skipið áður en lægð gengur inn á land á morgun
Búist við að búið verði að ná allri þeirri olíu sem hægt er að ná úr skipinu, í kvöld