Skorpulifur verður æ algengari hér á landi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 8. nóvember 2018 07:00 Bjór í hillum í verslun ÁTVR, Ríkinu, sem er eina verslunin sem selja má áfengi. fréttablaðið/ernir Nýgengi á skorpulifur vegna áfengisneyslu hefur aukist um 10 prósent á ári,“ segir Einar Stefán Björnsson, prófessor og yfirlæknir í lyflækningum við læknadeild Háskóla Íslands. Niðurstöður rannsóknar þessa efnis verða kynntar á íslenska lyflæknaþinginu sem fer fram í Hörpu um næstu mánaðamót. „Við erum að nálgast mjög mikið tíðni skorpulifrar á Norðurlöndunum,“ segir Einar og bendir á að árið 1980 hafi Íslendingar drukkið að meðaltali 4 lítra af áfengi á ári en neyslan hafi aukist um helming síðan þá og sé komin upp í 8 lítra. Fjölgun í nýgengi á skorpulifur og bráðri brisbólgu hefur orðið samfara þessari auknu áfengisneyslu.Lifrin bregst aðeins sumum Áfengi virðist hins vegar ekki valda lifrarsjúkdómum hjá öllum sem ofnota áfengi. „Hjá þeim sem ofnota alkóhól eru 15 til 20 prósent sem fá skorpulifur og við vitum ekki af hverju sumir fá þetta og aðrir ekki,“ segir Einar. Einar segir hins vegar að það sé þekkt að þegar neysla áfengis aukist í þjóðfélaginu þá aukist tíðni skorpulifrar. Karlar eru í miklum meirihluta þeirra sem greinast, eða 70 prósent. Einar segir að þrátt fyrir að konur séu í minnihluta þeirra sem greinast hafi líka verið sýnt fram á að þær séu viðkvæmari. Þær þurfi minni neyslu til að veikjast í lifur. Meðalaldur við greiningu á skorpulifur er 59 ár og þá eru margir þeirra sem greinast búnir að drekka mjög mikið mjög lengi.Léttvínið ekkert betra en vodki Einar segir að rannsóknum beri ekki saman um áhrif mismunandi tegunda áfengis á lifrina. Í danskri rannsókn var sýnt fram á að þeir sem drykkju frekar léttvín en bjór eða sterkt vín væru ekki eins líklegir til að fá skorpulifur. Í ítalskri rannsókn var ekki hægt að slá þessu föstu og niðurstöður þeirrar rannsóknar voru að skorpulifur væri jafnalgeng meðal þeirra sem drykkju frekar léttvín. Einar segir eina rannsókn hafa verið gerða um þetta hér á landi. „Við bárum saman þá sem voru á Vogi og höfðu ekki fengið skorpulifur við þá sem greinst höfðu og fundum mjög lítinn mun á áfengisdrykkjunni.“Dagdrykkjan er verst Það sem hins vegar skiptir sköpum, segir Einar, er mynstur drykkjunnar. Þeir sem dreifa drykkjunni á marga daga eða drekka daglega eru líklegri til að fá lifrarsjúkdóma. „Skorpulifur og lifrarsjúkdómar voru mjög sjaldgæfir á Íslandi hér áður fyrr og meðal skýringa á því er að menn voru bara að drekka um helgar. Nú er fólk farið að drekka meira á virkum dögum og dreifa drykkjunni á fleiri daga og það eykur mjög álagið á lifrina. XSkaðar heilann að sturta í sig Einar mælir þó ekki með því að við skiptum beint aftur í gamla gírinn og dettum frekar í það um helgar enda þurfi að huga að fleiri líffærum en bara lifrinni. Áfengi hefur líka skaðleg áhrif á heilann og miðtaugakerfið sérstaklega ef mikið áfengi er innbyrt í einu lagi. Þá hefur það líka eitrunaráhrif á önnur líffæri eins og bris og smágirni og beinmerg. Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Nýgengi á skorpulifur vegna áfengisneyslu hefur aukist um 10 prósent á ári,“ segir Einar Stefán Björnsson, prófessor og yfirlæknir í lyflækningum við læknadeild Háskóla Íslands. Niðurstöður rannsóknar þessa efnis verða kynntar á íslenska lyflæknaþinginu sem fer fram í Hörpu um næstu mánaðamót. „Við erum að nálgast mjög mikið tíðni skorpulifrar á Norðurlöndunum,“ segir Einar og bendir á að árið 1980 hafi Íslendingar drukkið að meðaltali 4 lítra af áfengi á ári en neyslan hafi aukist um helming síðan þá og sé komin upp í 8 lítra. Fjölgun í nýgengi á skorpulifur og bráðri brisbólgu hefur orðið samfara þessari auknu áfengisneyslu.Lifrin bregst aðeins sumum Áfengi virðist hins vegar ekki valda lifrarsjúkdómum hjá öllum sem ofnota áfengi. „Hjá þeim sem ofnota alkóhól eru 15 til 20 prósent sem fá skorpulifur og við vitum ekki af hverju sumir fá þetta og aðrir ekki,“ segir Einar. Einar segir hins vegar að það sé þekkt að þegar neysla áfengis aukist í þjóðfélaginu þá aukist tíðni skorpulifrar. Karlar eru í miklum meirihluta þeirra sem greinast, eða 70 prósent. Einar segir að þrátt fyrir að konur séu í minnihluta þeirra sem greinast hafi líka verið sýnt fram á að þær séu viðkvæmari. Þær þurfi minni neyslu til að veikjast í lifur. Meðalaldur við greiningu á skorpulifur er 59 ár og þá eru margir þeirra sem greinast búnir að drekka mjög mikið mjög lengi.Léttvínið ekkert betra en vodki Einar segir að rannsóknum beri ekki saman um áhrif mismunandi tegunda áfengis á lifrina. Í danskri rannsókn var sýnt fram á að þeir sem drykkju frekar léttvín en bjór eða sterkt vín væru ekki eins líklegir til að fá skorpulifur. Í ítalskri rannsókn var ekki hægt að slá þessu föstu og niðurstöður þeirrar rannsóknar voru að skorpulifur væri jafnalgeng meðal þeirra sem drykkju frekar léttvín. Einar segir eina rannsókn hafa verið gerða um þetta hér á landi. „Við bárum saman þá sem voru á Vogi og höfðu ekki fengið skorpulifur við þá sem greinst höfðu og fundum mjög lítinn mun á áfengisdrykkjunni.“Dagdrykkjan er verst Það sem hins vegar skiptir sköpum, segir Einar, er mynstur drykkjunnar. Þeir sem dreifa drykkjunni á marga daga eða drekka daglega eru líklegri til að fá lifrarsjúkdóma. „Skorpulifur og lifrarsjúkdómar voru mjög sjaldgæfir á Íslandi hér áður fyrr og meðal skýringa á því er að menn voru bara að drekka um helgar. Nú er fólk farið að drekka meira á virkum dögum og dreifa drykkjunni á fleiri daga og það eykur mjög álagið á lifrina. XSkaðar heilann að sturta í sig Einar mælir þó ekki með því að við skiptum beint aftur í gamla gírinn og dettum frekar í það um helgar enda þurfi að huga að fleiri líffærum en bara lifrinni. Áfengi hefur líka skaðleg áhrif á heilann og miðtaugakerfið sérstaklega ef mikið áfengi er innbyrt í einu lagi. Þá hefur það líka eitrunaráhrif á önnur líffæri eins og bris og smágirni og beinmerg.
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira