Skorpulifur verður æ algengari hér á landi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 8. nóvember 2018 07:00 Bjór í hillum í verslun ÁTVR, Ríkinu, sem er eina verslunin sem selja má áfengi. fréttablaðið/ernir Nýgengi á skorpulifur vegna áfengisneyslu hefur aukist um 10 prósent á ári,“ segir Einar Stefán Björnsson, prófessor og yfirlæknir í lyflækningum við læknadeild Háskóla Íslands. Niðurstöður rannsóknar þessa efnis verða kynntar á íslenska lyflæknaþinginu sem fer fram í Hörpu um næstu mánaðamót. „Við erum að nálgast mjög mikið tíðni skorpulifrar á Norðurlöndunum,“ segir Einar og bendir á að árið 1980 hafi Íslendingar drukkið að meðaltali 4 lítra af áfengi á ári en neyslan hafi aukist um helming síðan þá og sé komin upp í 8 lítra. Fjölgun í nýgengi á skorpulifur og bráðri brisbólgu hefur orðið samfara þessari auknu áfengisneyslu.Lifrin bregst aðeins sumum Áfengi virðist hins vegar ekki valda lifrarsjúkdómum hjá öllum sem ofnota áfengi. „Hjá þeim sem ofnota alkóhól eru 15 til 20 prósent sem fá skorpulifur og við vitum ekki af hverju sumir fá þetta og aðrir ekki,“ segir Einar. Einar segir hins vegar að það sé þekkt að þegar neysla áfengis aukist í þjóðfélaginu þá aukist tíðni skorpulifrar. Karlar eru í miklum meirihluta þeirra sem greinast, eða 70 prósent. Einar segir að þrátt fyrir að konur séu í minnihluta þeirra sem greinast hafi líka verið sýnt fram á að þær séu viðkvæmari. Þær þurfi minni neyslu til að veikjast í lifur. Meðalaldur við greiningu á skorpulifur er 59 ár og þá eru margir þeirra sem greinast búnir að drekka mjög mikið mjög lengi.Léttvínið ekkert betra en vodki Einar segir að rannsóknum beri ekki saman um áhrif mismunandi tegunda áfengis á lifrina. Í danskri rannsókn var sýnt fram á að þeir sem drykkju frekar léttvín en bjór eða sterkt vín væru ekki eins líklegir til að fá skorpulifur. Í ítalskri rannsókn var ekki hægt að slá þessu föstu og niðurstöður þeirrar rannsóknar voru að skorpulifur væri jafnalgeng meðal þeirra sem drykkju frekar léttvín. Einar segir eina rannsókn hafa verið gerða um þetta hér á landi. „Við bárum saman þá sem voru á Vogi og höfðu ekki fengið skorpulifur við þá sem greinst höfðu og fundum mjög lítinn mun á áfengisdrykkjunni.“Dagdrykkjan er verst Það sem hins vegar skiptir sköpum, segir Einar, er mynstur drykkjunnar. Þeir sem dreifa drykkjunni á marga daga eða drekka daglega eru líklegri til að fá lifrarsjúkdóma. „Skorpulifur og lifrarsjúkdómar voru mjög sjaldgæfir á Íslandi hér áður fyrr og meðal skýringa á því er að menn voru bara að drekka um helgar. Nú er fólk farið að drekka meira á virkum dögum og dreifa drykkjunni á fleiri daga og það eykur mjög álagið á lifrina. XSkaðar heilann að sturta í sig Einar mælir þó ekki með því að við skiptum beint aftur í gamla gírinn og dettum frekar í það um helgar enda þurfi að huga að fleiri líffærum en bara lifrinni. Áfengi hefur líka skaðleg áhrif á heilann og miðtaugakerfið sérstaklega ef mikið áfengi er innbyrt í einu lagi. Þá hefur það líka eitrunaráhrif á önnur líffæri eins og bris og smágirni og beinmerg. Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Nýgengi á skorpulifur vegna áfengisneyslu hefur aukist um 10 prósent á ári,“ segir Einar Stefán Björnsson, prófessor og yfirlæknir í lyflækningum við læknadeild Háskóla Íslands. Niðurstöður rannsóknar þessa efnis verða kynntar á íslenska lyflæknaþinginu sem fer fram í Hörpu um næstu mánaðamót. „Við erum að nálgast mjög mikið tíðni skorpulifrar á Norðurlöndunum,“ segir Einar og bendir á að árið 1980 hafi Íslendingar drukkið að meðaltali 4 lítra af áfengi á ári en neyslan hafi aukist um helming síðan þá og sé komin upp í 8 lítra. Fjölgun í nýgengi á skorpulifur og bráðri brisbólgu hefur orðið samfara þessari auknu áfengisneyslu.Lifrin bregst aðeins sumum Áfengi virðist hins vegar ekki valda lifrarsjúkdómum hjá öllum sem ofnota áfengi. „Hjá þeim sem ofnota alkóhól eru 15 til 20 prósent sem fá skorpulifur og við vitum ekki af hverju sumir fá þetta og aðrir ekki,“ segir Einar. Einar segir hins vegar að það sé þekkt að þegar neysla áfengis aukist í þjóðfélaginu þá aukist tíðni skorpulifrar. Karlar eru í miklum meirihluta þeirra sem greinast, eða 70 prósent. Einar segir að þrátt fyrir að konur séu í minnihluta þeirra sem greinast hafi líka verið sýnt fram á að þær séu viðkvæmari. Þær þurfi minni neyslu til að veikjast í lifur. Meðalaldur við greiningu á skorpulifur er 59 ár og þá eru margir þeirra sem greinast búnir að drekka mjög mikið mjög lengi.Léttvínið ekkert betra en vodki Einar segir að rannsóknum beri ekki saman um áhrif mismunandi tegunda áfengis á lifrina. Í danskri rannsókn var sýnt fram á að þeir sem drykkju frekar léttvín en bjór eða sterkt vín væru ekki eins líklegir til að fá skorpulifur. Í ítalskri rannsókn var ekki hægt að slá þessu föstu og niðurstöður þeirrar rannsóknar voru að skorpulifur væri jafnalgeng meðal þeirra sem drykkju frekar léttvín. Einar segir eina rannsókn hafa verið gerða um þetta hér á landi. „Við bárum saman þá sem voru á Vogi og höfðu ekki fengið skorpulifur við þá sem greinst höfðu og fundum mjög lítinn mun á áfengisdrykkjunni.“Dagdrykkjan er verst Það sem hins vegar skiptir sköpum, segir Einar, er mynstur drykkjunnar. Þeir sem dreifa drykkjunni á marga daga eða drekka daglega eru líklegri til að fá lifrarsjúkdóma. „Skorpulifur og lifrarsjúkdómar voru mjög sjaldgæfir á Íslandi hér áður fyrr og meðal skýringa á því er að menn voru bara að drekka um helgar. Nú er fólk farið að drekka meira á virkum dögum og dreifa drykkjunni á fleiri daga og það eykur mjög álagið á lifrina. XSkaðar heilann að sturta í sig Einar mælir þó ekki með því að við skiptum beint aftur í gamla gírinn og dettum frekar í það um helgar enda þurfi að huga að fleiri líffærum en bara lifrinni. Áfengi hefur líka skaðleg áhrif á heilann og miðtaugakerfið sérstaklega ef mikið áfengi er innbyrt í einu lagi. Þá hefur það líka eitrunaráhrif á önnur líffæri eins og bris og smágirni og beinmerg.
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira