Íslendingar í haldi: Líklegast að kókaínið hafi átt að fara á markað í Ástralíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. nóvember 2018 12:30 Ferðataskan sem annar Íslendingurinn var handtekinn með á flugvellinum. ástralska lögreglan Líklegast er að 6,7 kíló af kókaíni sem tveir Íslendingar eru ákærðir fyrir að hafa flutt inn til Ástralíu hafi átt að fara á markað þar í landi. Ástæðan er sú að verðið á kókaíni er gríðarlega hátt í Ástralíu og því er afar óalgengt að efninu sé smyglað í gegnum landið áleiðis á annan markað. Að því er fram kemur í skýrslunni Global Drug Survey, sem kom út fyrr á þessu ári, er verðið á grammi af kókaíni í Ástralíu það næsthæsta í heiminum, um 310 ástralskir dollarar sem samsvarar um 27 þúsund íslenskum krónum.Koma aftur fyrir dómara í febrúar Tveir Íslendingar sæta nú gæsluvarðhaldi í Ástralíu vegna málsins en þeir voru handteknir á mánudag. Annar þeirra, hinn 25 ára gamli Brynjar Smári Guðmundsson, var handtekinn á flugvellinum í Melbourne þar sem fjögur kíló af kókaíni fundust í ferðatösku hans. Hann var að koma frá Hong Kong. Hinn Íslendingurinn, Helgi Heiðar Steinarsson er þrítugur. Hann var handtekinn á hóteli í Melbourne eftir að 2,7 kíló af kókaíni fundust á hótelherbergi þar sem hann hafði dvalið. Báðir mennirnir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram í febrúar og munu þeir verða leiddir fyrir dómara í Melbourne þann 13. febrúar næstkomandi klukkan 10. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, sagði í samtali við Vísi í gær að borgaraþjónusta ráðuneytisins væri að veita mönnunum þá aðstoð sem henni er vanalega unnt en aðstoð þjónustunnar felst meðal annars í því að finna lögmenn sem hafa sérþekkingu á viðkomandi réttarsviði. Brot mannanna geta varðað allt að ævilöngu fangelsi að því er fram kom á vef áströlsku tollgæslunnar í vikunni. Talið er að virði efnanna sem alls um 2,5 milljónir króna eða sem samsvarar um 218 milljónum króna.Hlaut sjö ára dóm fyrir að reyna að smygla rúmum tveimur kílóum Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Íslendingar eru handteknir í Ástralíu vegna fíkniefnainnflutnings. Í ágúst 2013 voru tveir Íslendingar teknir með kókaín á flugvellinum í Melbourne. Í maí 2015 hlaut annar þeirra, Siguringi Hólmgrímsson, sjö ára fangelsisdóm vegna málsins en hann var dæmdur fyrir að hafa reynt að smygla rúmum tveimur kílóum af kókaíni til landsins. Að því er fram kom í frétt Vísis um dóminn hafði Siguringi skipt efninu niður í sína tösku og tösku ferðafélaga síns sem vissi ekki af efninu.Aukin eftirspurn eftir kókaíni Mennirnir voru stöðvaðir við komuna til Melbourne. Dómari í málinu sagði Siguringa „grimman og hjartalausan“ fyrir að hafa komið svona fram við félaga sinn en hann sat saklaus í gæsluvarðhaldi í 567 daga. Siguringi var sagður hafa flutt efnin til Ástralíu til að losna undan 2,3 milljóna dópskuld hér heima. Samkvæmt nýlegri skýrslu ástralskra yfirvalda um fíkniefnamarkaðinn þar í landi hefur eftirspurn eftir kókaíni aukist mjög í landinu undanfarin ár. Á árunum 2016 til 2017, sem skýrslan tekur til, höfðu aldrei jafnmargir verið handteknir eða jafnmikið af kókaíni verið gert upptækt í Ástralíu, en alls gerðu yfirvöld tæplega 5.000 kíló af kókaíni upptæk. Engar upplýsingar fást að svo stöddu frá áströlsku lögreglunni um mál Íslendinganna sem eru í haldi. Tengdar fréttir Tveir Íslendingar í haldi í Ástralíu grunaðir um stórfelldan fíkniefnainnflutning Tveir Íslendingar eru í haldi í Ástralíu eftir að mikið magn af kókaíni, alls 6,7 kíló, fundust í ferðatösku í annars þeirra á alþjóðaflugvellinum í Melbourne sem og á hótelherbergi þar sem hinn hafði dvalið. 7. nóvember 2018 06:30 Borgaraþjónustan aðstoðar Íslendingana sem eru í haldi Ástralíu Mál tveggja Íslendinga sem eru í haldi í Ástralíu grunaðir um stórfelldan innflutning á kókaíni til landsins er komið inn á borð borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. 7. nóvember 2018 13:06 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Líklegast er að 6,7 kíló af kókaíni sem tveir Íslendingar eru ákærðir fyrir að hafa flutt inn til Ástralíu hafi átt að fara á markað þar í landi. Ástæðan er sú að verðið á kókaíni er gríðarlega hátt í Ástralíu og því er afar óalgengt að efninu sé smyglað í gegnum landið áleiðis á annan markað. Að því er fram kemur í skýrslunni Global Drug Survey, sem kom út fyrr á þessu ári, er verðið á grammi af kókaíni í Ástralíu það næsthæsta í heiminum, um 310 ástralskir dollarar sem samsvarar um 27 þúsund íslenskum krónum.Koma aftur fyrir dómara í febrúar Tveir Íslendingar sæta nú gæsluvarðhaldi í Ástralíu vegna málsins en þeir voru handteknir á mánudag. Annar þeirra, hinn 25 ára gamli Brynjar Smári Guðmundsson, var handtekinn á flugvellinum í Melbourne þar sem fjögur kíló af kókaíni fundust í ferðatösku hans. Hann var að koma frá Hong Kong. Hinn Íslendingurinn, Helgi Heiðar Steinarsson er þrítugur. Hann var handtekinn á hóteli í Melbourne eftir að 2,7 kíló af kókaíni fundust á hótelherbergi þar sem hann hafði dvalið. Báðir mennirnir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram í febrúar og munu þeir verða leiddir fyrir dómara í Melbourne þann 13. febrúar næstkomandi klukkan 10. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, sagði í samtali við Vísi í gær að borgaraþjónusta ráðuneytisins væri að veita mönnunum þá aðstoð sem henni er vanalega unnt en aðstoð þjónustunnar felst meðal annars í því að finna lögmenn sem hafa sérþekkingu á viðkomandi réttarsviði. Brot mannanna geta varðað allt að ævilöngu fangelsi að því er fram kom á vef áströlsku tollgæslunnar í vikunni. Talið er að virði efnanna sem alls um 2,5 milljónir króna eða sem samsvarar um 218 milljónum króna.Hlaut sjö ára dóm fyrir að reyna að smygla rúmum tveimur kílóum Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Íslendingar eru handteknir í Ástralíu vegna fíkniefnainnflutnings. Í ágúst 2013 voru tveir Íslendingar teknir með kókaín á flugvellinum í Melbourne. Í maí 2015 hlaut annar þeirra, Siguringi Hólmgrímsson, sjö ára fangelsisdóm vegna málsins en hann var dæmdur fyrir að hafa reynt að smygla rúmum tveimur kílóum af kókaíni til landsins. Að því er fram kom í frétt Vísis um dóminn hafði Siguringi skipt efninu niður í sína tösku og tösku ferðafélaga síns sem vissi ekki af efninu.Aukin eftirspurn eftir kókaíni Mennirnir voru stöðvaðir við komuna til Melbourne. Dómari í málinu sagði Siguringa „grimman og hjartalausan“ fyrir að hafa komið svona fram við félaga sinn en hann sat saklaus í gæsluvarðhaldi í 567 daga. Siguringi var sagður hafa flutt efnin til Ástralíu til að losna undan 2,3 milljóna dópskuld hér heima. Samkvæmt nýlegri skýrslu ástralskra yfirvalda um fíkniefnamarkaðinn þar í landi hefur eftirspurn eftir kókaíni aukist mjög í landinu undanfarin ár. Á árunum 2016 til 2017, sem skýrslan tekur til, höfðu aldrei jafnmargir verið handteknir eða jafnmikið af kókaíni verið gert upptækt í Ástralíu, en alls gerðu yfirvöld tæplega 5.000 kíló af kókaíni upptæk. Engar upplýsingar fást að svo stöddu frá áströlsku lögreglunni um mál Íslendinganna sem eru í haldi.
Tengdar fréttir Tveir Íslendingar í haldi í Ástralíu grunaðir um stórfelldan fíkniefnainnflutning Tveir Íslendingar eru í haldi í Ástralíu eftir að mikið magn af kókaíni, alls 6,7 kíló, fundust í ferðatösku í annars þeirra á alþjóðaflugvellinum í Melbourne sem og á hótelherbergi þar sem hinn hafði dvalið. 7. nóvember 2018 06:30 Borgaraþjónustan aðstoðar Íslendingana sem eru í haldi Ástralíu Mál tveggja Íslendinga sem eru í haldi í Ástralíu grunaðir um stórfelldan innflutning á kókaíni til landsins er komið inn á borð borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. 7. nóvember 2018 13:06 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Tveir Íslendingar í haldi í Ástralíu grunaðir um stórfelldan fíkniefnainnflutning Tveir Íslendingar eru í haldi í Ástralíu eftir að mikið magn af kókaíni, alls 6,7 kíló, fundust í ferðatösku í annars þeirra á alþjóðaflugvellinum í Melbourne sem og á hótelherbergi þar sem hinn hafði dvalið. 7. nóvember 2018 06:30
Borgaraþjónustan aðstoðar Íslendingana sem eru í haldi Ástralíu Mál tveggja Íslendinga sem eru í haldi í Ástralíu grunaðir um stórfelldan innflutning á kókaíni til landsins er komið inn á borð borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. 7. nóvember 2018 13:06