Íslendingar í haldi: Líklegast að kókaínið hafi átt að fara á markað í Ástralíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. nóvember 2018 12:30 Ferðataskan sem annar Íslendingurinn var handtekinn með á flugvellinum. ástralska lögreglan Líklegast er að 6,7 kíló af kókaíni sem tveir Íslendingar eru ákærðir fyrir að hafa flutt inn til Ástralíu hafi átt að fara á markað þar í landi. Ástæðan er sú að verðið á kókaíni er gríðarlega hátt í Ástralíu og því er afar óalgengt að efninu sé smyglað í gegnum landið áleiðis á annan markað. Að því er fram kemur í skýrslunni Global Drug Survey, sem kom út fyrr á þessu ári, er verðið á grammi af kókaíni í Ástralíu það næsthæsta í heiminum, um 310 ástralskir dollarar sem samsvarar um 27 þúsund íslenskum krónum.Koma aftur fyrir dómara í febrúar Tveir Íslendingar sæta nú gæsluvarðhaldi í Ástralíu vegna málsins en þeir voru handteknir á mánudag. Annar þeirra, hinn 25 ára gamli Brynjar Smári Guðmundsson, var handtekinn á flugvellinum í Melbourne þar sem fjögur kíló af kókaíni fundust í ferðatösku hans. Hann var að koma frá Hong Kong. Hinn Íslendingurinn, Helgi Heiðar Steinarsson er þrítugur. Hann var handtekinn á hóteli í Melbourne eftir að 2,7 kíló af kókaíni fundust á hótelherbergi þar sem hann hafði dvalið. Báðir mennirnir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram í febrúar og munu þeir verða leiddir fyrir dómara í Melbourne þann 13. febrúar næstkomandi klukkan 10. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, sagði í samtali við Vísi í gær að borgaraþjónusta ráðuneytisins væri að veita mönnunum þá aðstoð sem henni er vanalega unnt en aðstoð þjónustunnar felst meðal annars í því að finna lögmenn sem hafa sérþekkingu á viðkomandi réttarsviði. Brot mannanna geta varðað allt að ævilöngu fangelsi að því er fram kom á vef áströlsku tollgæslunnar í vikunni. Talið er að virði efnanna sem alls um 2,5 milljónir króna eða sem samsvarar um 218 milljónum króna.Hlaut sjö ára dóm fyrir að reyna að smygla rúmum tveimur kílóum Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Íslendingar eru handteknir í Ástralíu vegna fíkniefnainnflutnings. Í ágúst 2013 voru tveir Íslendingar teknir með kókaín á flugvellinum í Melbourne. Í maí 2015 hlaut annar þeirra, Siguringi Hólmgrímsson, sjö ára fangelsisdóm vegna málsins en hann var dæmdur fyrir að hafa reynt að smygla rúmum tveimur kílóum af kókaíni til landsins. Að því er fram kom í frétt Vísis um dóminn hafði Siguringi skipt efninu niður í sína tösku og tösku ferðafélaga síns sem vissi ekki af efninu.Aukin eftirspurn eftir kókaíni Mennirnir voru stöðvaðir við komuna til Melbourne. Dómari í málinu sagði Siguringa „grimman og hjartalausan“ fyrir að hafa komið svona fram við félaga sinn en hann sat saklaus í gæsluvarðhaldi í 567 daga. Siguringi var sagður hafa flutt efnin til Ástralíu til að losna undan 2,3 milljóna dópskuld hér heima. Samkvæmt nýlegri skýrslu ástralskra yfirvalda um fíkniefnamarkaðinn þar í landi hefur eftirspurn eftir kókaíni aukist mjög í landinu undanfarin ár. Á árunum 2016 til 2017, sem skýrslan tekur til, höfðu aldrei jafnmargir verið handteknir eða jafnmikið af kókaíni verið gert upptækt í Ástralíu, en alls gerðu yfirvöld tæplega 5.000 kíló af kókaíni upptæk. Engar upplýsingar fást að svo stöddu frá áströlsku lögreglunni um mál Íslendinganna sem eru í haldi. Tengdar fréttir Tveir Íslendingar í haldi í Ástralíu grunaðir um stórfelldan fíkniefnainnflutning Tveir Íslendingar eru í haldi í Ástralíu eftir að mikið magn af kókaíni, alls 6,7 kíló, fundust í ferðatösku í annars þeirra á alþjóðaflugvellinum í Melbourne sem og á hótelherbergi þar sem hinn hafði dvalið. 7. nóvember 2018 06:30 Borgaraþjónustan aðstoðar Íslendingana sem eru í haldi Ástralíu Mál tveggja Íslendinga sem eru í haldi í Ástralíu grunaðir um stórfelldan innflutning á kókaíni til landsins er komið inn á borð borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. 7. nóvember 2018 13:06 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Mátti minnstu muna að harkalegur árekstur yrði í Þrengslum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Líklegast er að 6,7 kíló af kókaíni sem tveir Íslendingar eru ákærðir fyrir að hafa flutt inn til Ástralíu hafi átt að fara á markað þar í landi. Ástæðan er sú að verðið á kókaíni er gríðarlega hátt í Ástralíu og því er afar óalgengt að efninu sé smyglað í gegnum landið áleiðis á annan markað. Að því er fram kemur í skýrslunni Global Drug Survey, sem kom út fyrr á þessu ári, er verðið á grammi af kókaíni í Ástralíu það næsthæsta í heiminum, um 310 ástralskir dollarar sem samsvarar um 27 þúsund íslenskum krónum.Koma aftur fyrir dómara í febrúar Tveir Íslendingar sæta nú gæsluvarðhaldi í Ástralíu vegna málsins en þeir voru handteknir á mánudag. Annar þeirra, hinn 25 ára gamli Brynjar Smári Guðmundsson, var handtekinn á flugvellinum í Melbourne þar sem fjögur kíló af kókaíni fundust í ferðatösku hans. Hann var að koma frá Hong Kong. Hinn Íslendingurinn, Helgi Heiðar Steinarsson er þrítugur. Hann var handtekinn á hóteli í Melbourne eftir að 2,7 kíló af kókaíni fundust á hótelherbergi þar sem hann hafði dvalið. Báðir mennirnir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram í febrúar og munu þeir verða leiddir fyrir dómara í Melbourne þann 13. febrúar næstkomandi klukkan 10. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, sagði í samtali við Vísi í gær að borgaraþjónusta ráðuneytisins væri að veita mönnunum þá aðstoð sem henni er vanalega unnt en aðstoð þjónustunnar felst meðal annars í því að finna lögmenn sem hafa sérþekkingu á viðkomandi réttarsviði. Brot mannanna geta varðað allt að ævilöngu fangelsi að því er fram kom á vef áströlsku tollgæslunnar í vikunni. Talið er að virði efnanna sem alls um 2,5 milljónir króna eða sem samsvarar um 218 milljónum króna.Hlaut sjö ára dóm fyrir að reyna að smygla rúmum tveimur kílóum Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Íslendingar eru handteknir í Ástralíu vegna fíkniefnainnflutnings. Í ágúst 2013 voru tveir Íslendingar teknir með kókaín á flugvellinum í Melbourne. Í maí 2015 hlaut annar þeirra, Siguringi Hólmgrímsson, sjö ára fangelsisdóm vegna málsins en hann var dæmdur fyrir að hafa reynt að smygla rúmum tveimur kílóum af kókaíni til landsins. Að því er fram kom í frétt Vísis um dóminn hafði Siguringi skipt efninu niður í sína tösku og tösku ferðafélaga síns sem vissi ekki af efninu.Aukin eftirspurn eftir kókaíni Mennirnir voru stöðvaðir við komuna til Melbourne. Dómari í málinu sagði Siguringa „grimman og hjartalausan“ fyrir að hafa komið svona fram við félaga sinn en hann sat saklaus í gæsluvarðhaldi í 567 daga. Siguringi var sagður hafa flutt efnin til Ástralíu til að losna undan 2,3 milljóna dópskuld hér heima. Samkvæmt nýlegri skýrslu ástralskra yfirvalda um fíkniefnamarkaðinn þar í landi hefur eftirspurn eftir kókaíni aukist mjög í landinu undanfarin ár. Á árunum 2016 til 2017, sem skýrslan tekur til, höfðu aldrei jafnmargir verið handteknir eða jafnmikið af kókaíni verið gert upptækt í Ástralíu, en alls gerðu yfirvöld tæplega 5.000 kíló af kókaíni upptæk. Engar upplýsingar fást að svo stöddu frá áströlsku lögreglunni um mál Íslendinganna sem eru í haldi.
Tengdar fréttir Tveir Íslendingar í haldi í Ástralíu grunaðir um stórfelldan fíkniefnainnflutning Tveir Íslendingar eru í haldi í Ástralíu eftir að mikið magn af kókaíni, alls 6,7 kíló, fundust í ferðatösku í annars þeirra á alþjóðaflugvellinum í Melbourne sem og á hótelherbergi þar sem hinn hafði dvalið. 7. nóvember 2018 06:30 Borgaraþjónustan aðstoðar Íslendingana sem eru í haldi Ástralíu Mál tveggja Íslendinga sem eru í haldi í Ástralíu grunaðir um stórfelldan innflutning á kókaíni til landsins er komið inn á borð borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. 7. nóvember 2018 13:06 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Mátti minnstu muna að harkalegur árekstur yrði í Þrengslum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Tveir Íslendingar í haldi í Ástralíu grunaðir um stórfelldan fíkniefnainnflutning Tveir Íslendingar eru í haldi í Ástralíu eftir að mikið magn af kókaíni, alls 6,7 kíló, fundust í ferðatösku í annars þeirra á alþjóðaflugvellinum í Melbourne sem og á hótelherbergi þar sem hinn hafði dvalið. 7. nóvember 2018 06:30
Borgaraþjónustan aðstoðar Íslendingana sem eru í haldi Ástralíu Mál tveggja Íslendinga sem eru í haldi í Ástralíu grunaðir um stórfelldan innflutning á kókaíni til landsins er komið inn á borð borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. 7. nóvember 2018 13:06