Þurfi að snúa bökum saman gegn bókunarvélum sem moka út fjármunum til Google Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. nóvember 2018 21:00 Þeim ferðamönnum sem sækja Ísland heim hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. vísir/vilhelm Ferðamálafræðingurinn Hermann Valsson telur að það sé grafalvarlegt fyrir íslenska ferðaþjónustu hversu miklum fjármunum bókunarsíðan Booking.com eyði til þess að auka sýnileika sinn á leitarvélinni Google. Hann áætlar að síður á borð við Booking sogi til sín 5-7,5 milljarða á ári úr íslenska hagkerfinu. Booking Holding, móðurfyrirtæki Booking.com, kynnti í vikunni rekstrarniðurstöður síðastsa ársfjórðungs en þar kom fram að fyrirtækið hafi eytt um 1,3 milljörðum dolla í auglýsingar þar sem fyrirtækið greiðir þeim sem birtir auglýsinguna pening ef viðskiptavinur smellir á auglýsinguna eða kaupir þjónustuna sem er auglýst.Google græðir á tá og fingriGreinendur á markaði telja að megnið af þeim fjármunum hafi runnið til Google, eða einn milljarður bandaríkjadollara á síðasta ársfjórðungi, eða því sem samsvarar um 120 milljörðum á gengi dagsins í dag. Telja greinendur á markaði að Booking sé einn af fimm stærstu viðskiptavinum Google á heimsvísu.Ef til vill kemur ekki á óvart hversu mikla áherslu Booking leggur á það að auglýsa hjá Google enda leitarvél bandaríska tæknirisans sú vinsælasta í þeim geira. Ferðalangar sem hafa áhuga á að ferðast til annarra landa nota gjarnan leitarvél Google til þess að leita að gistingu eða flugi og þá getur verið mikilvægt að vera sem efst í leitarniðurstöðunum. Booking á í harðri samkeppni við sambærilegar bókunarsíður á borð við TripAdvisor, Expedia og Google sjálft.Viðskiptamódel hinna hefðbundu bókunarsíða er þó frábrugðið viðskiptamódeli Google. Bandaríski tæknirisinn reiðir sig á tekjur af auglýsingasölu en Booking, Tripadvisor og sambærilegar síður fá stærstan hluta tekna sinna í gegnum þóknanir frá hótelum, gistiheimilum og öðrum ferðaþjónustuaðilum.Mjög líklegt er að stór hluti þessara ferðamanna hafi bókað gistingu með aðstoð bókunarvélar á borð við Booking.com.vísir/vilhelmVoru snemma búnar að ná fótfestu hér á landi Slíkar þóknarnir hafa verið harðlega gagnrýndar, meðal annars hér á landi, enda eru þeir í sumum tilfellum í hærra lagi. Þannig sagðist Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri í viðtali við fréttastofu í vor hafa áhyggjur af því að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki séu sífellt að greiða meira í þóknun til erlendra bókunarsíðna. „Þetta er staða sem er grafalvarleg,“ segir Hermann í samtali við Vísi en hann vakti athygli á þeim gríðarlegum fjármunum sem Booking nýtir til þess að tryggja að leitarniðurstöður vísi á bókunarvélar félagsins. Hermann hefur rannsakað þessi mál frá árinu 2012 og árið 2013 setti hann upp tölvur sem hann lét líta út fyrir að vera frá þeim tíu löndum sem flestir ferðamenn koma hingað til lands frá. Lét hann tölvurnar leita að gistingu í Reykjavík og niðurstöðurnar voru allar á sömu veg. „Árið 2013 þá voru þessi fyrirtæki strax búin að hertaka þær niðurstöður sem við vorum að leita eftir,“ segir Hermann. Auðvelt er að sannreyna orð Hermanns en sé frasinn „Hotel in Reykjavik“ sleginn inn í leitarvél Google eru auglýsingar frá Booking.com, Hotels.com og Tripadvisor.com efstar á blaði. Ef horft er framhjá auglýsingunum á Booking.com tvær efstu leitarniðurstöðurnar. „Við förum alltaf inn á þessar bókunarvélar, göngum frá gistinginunni og borgum þóknunina,“ segir Hermann en samkvæmt athugunum hans eru hótel að greiða allt að 22 prósent og upp í 24 prósent að meðaltali í þóknanir til erlendra bókunarsíða. Þetta þýði að um 5-7,5 milljarðar króna hafi farið úr landi í erlenda vasa bókunarsíðanna.Skjáskot af Google-leit.Þurfa að snúa bökum saman Telur hann að rétta leiðin til þess að bregðast við háum söluþóknunum erlendra bókunarsíða sé að yfirvöld, sem verði af skatttekjum, og ferðaþjónustuaðilar snúi bökum saman til þess að spyrna við fótum. Mögulega gætu hótelin tekið sig saman og leitarvélabestað Ísland í sameiningu með hjálp yfirvalda og reynt þannig að fara framhjá bókunarsíðunum erlendu. Þá gætu hótel- og gististaðaeigendur einnig þrýst á í sameiningu á erlendar bókunarsíður lækkuðu þóknunina sem þarf að greiða til þeirra, en það tækist þó aðeins ef allir stæðu saman. „Þetta er peningur sem gæti verið að fara beint inn í íslenska nýsköpun. Við erum að senda allan þennan pening til Bandaríkjanna sem er nýttur í nýsköpun þar. Þarna er verið að mergsjúga pening út úr greininni sem ætti að fara í nýsköpun og hagnað,“ segir Hermann. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Telur óeðlilegt að Tripadvisor eignist stóran hluta af bókunarkerfi ferðaþjónustunnar Ferðamálastjóri segir ekki ásættanlegt að ferðarisinn Tripadvisor hafi eignast íslenska fyrirtækið Bókun og þannig komist yfir upplýsingar um allar bókanir og söluverð síðustu ára auk upplýsinga um hvernig salan fór fram, hverjir pöntuðu og ýmislegt fleira. 4. maí 2018 14:30 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Ferðamálafræðingurinn Hermann Valsson telur að það sé grafalvarlegt fyrir íslenska ferðaþjónustu hversu miklum fjármunum bókunarsíðan Booking.com eyði til þess að auka sýnileika sinn á leitarvélinni Google. Hann áætlar að síður á borð við Booking sogi til sín 5-7,5 milljarða á ári úr íslenska hagkerfinu. Booking Holding, móðurfyrirtæki Booking.com, kynnti í vikunni rekstrarniðurstöður síðastsa ársfjórðungs en þar kom fram að fyrirtækið hafi eytt um 1,3 milljörðum dolla í auglýsingar þar sem fyrirtækið greiðir þeim sem birtir auglýsinguna pening ef viðskiptavinur smellir á auglýsinguna eða kaupir þjónustuna sem er auglýst.Google græðir á tá og fingriGreinendur á markaði telja að megnið af þeim fjármunum hafi runnið til Google, eða einn milljarður bandaríkjadollara á síðasta ársfjórðungi, eða því sem samsvarar um 120 milljörðum á gengi dagsins í dag. Telja greinendur á markaði að Booking sé einn af fimm stærstu viðskiptavinum Google á heimsvísu.Ef til vill kemur ekki á óvart hversu mikla áherslu Booking leggur á það að auglýsa hjá Google enda leitarvél bandaríska tæknirisans sú vinsælasta í þeim geira. Ferðalangar sem hafa áhuga á að ferðast til annarra landa nota gjarnan leitarvél Google til þess að leita að gistingu eða flugi og þá getur verið mikilvægt að vera sem efst í leitarniðurstöðunum. Booking á í harðri samkeppni við sambærilegar bókunarsíður á borð við TripAdvisor, Expedia og Google sjálft.Viðskiptamódel hinna hefðbundu bókunarsíða er þó frábrugðið viðskiptamódeli Google. Bandaríski tæknirisinn reiðir sig á tekjur af auglýsingasölu en Booking, Tripadvisor og sambærilegar síður fá stærstan hluta tekna sinna í gegnum þóknanir frá hótelum, gistiheimilum og öðrum ferðaþjónustuaðilum.Mjög líklegt er að stór hluti þessara ferðamanna hafi bókað gistingu með aðstoð bókunarvélar á borð við Booking.com.vísir/vilhelmVoru snemma búnar að ná fótfestu hér á landi Slíkar þóknarnir hafa verið harðlega gagnrýndar, meðal annars hér á landi, enda eru þeir í sumum tilfellum í hærra lagi. Þannig sagðist Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri í viðtali við fréttastofu í vor hafa áhyggjur af því að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki séu sífellt að greiða meira í þóknun til erlendra bókunarsíðna. „Þetta er staða sem er grafalvarleg,“ segir Hermann í samtali við Vísi en hann vakti athygli á þeim gríðarlegum fjármunum sem Booking nýtir til þess að tryggja að leitarniðurstöður vísi á bókunarvélar félagsins. Hermann hefur rannsakað þessi mál frá árinu 2012 og árið 2013 setti hann upp tölvur sem hann lét líta út fyrir að vera frá þeim tíu löndum sem flestir ferðamenn koma hingað til lands frá. Lét hann tölvurnar leita að gistingu í Reykjavík og niðurstöðurnar voru allar á sömu veg. „Árið 2013 þá voru þessi fyrirtæki strax búin að hertaka þær niðurstöður sem við vorum að leita eftir,“ segir Hermann. Auðvelt er að sannreyna orð Hermanns en sé frasinn „Hotel in Reykjavik“ sleginn inn í leitarvél Google eru auglýsingar frá Booking.com, Hotels.com og Tripadvisor.com efstar á blaði. Ef horft er framhjá auglýsingunum á Booking.com tvær efstu leitarniðurstöðurnar. „Við förum alltaf inn á þessar bókunarvélar, göngum frá gistinginunni og borgum þóknunina,“ segir Hermann en samkvæmt athugunum hans eru hótel að greiða allt að 22 prósent og upp í 24 prósent að meðaltali í þóknanir til erlendra bókunarsíða. Þetta þýði að um 5-7,5 milljarðar króna hafi farið úr landi í erlenda vasa bókunarsíðanna.Skjáskot af Google-leit.Þurfa að snúa bökum saman Telur hann að rétta leiðin til þess að bregðast við háum söluþóknunum erlendra bókunarsíða sé að yfirvöld, sem verði af skatttekjum, og ferðaþjónustuaðilar snúi bökum saman til þess að spyrna við fótum. Mögulega gætu hótelin tekið sig saman og leitarvélabestað Ísland í sameiningu með hjálp yfirvalda og reynt þannig að fara framhjá bókunarsíðunum erlendu. Þá gætu hótel- og gististaðaeigendur einnig þrýst á í sameiningu á erlendar bókunarsíður lækkuðu þóknunina sem þarf að greiða til þeirra, en það tækist þó aðeins ef allir stæðu saman. „Þetta er peningur sem gæti verið að fara beint inn í íslenska nýsköpun. Við erum að senda allan þennan pening til Bandaríkjanna sem er nýttur í nýsköpun þar. Þarna er verið að mergsjúga pening út úr greininni sem ætti að fara í nýsköpun og hagnað,“ segir Hermann.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Telur óeðlilegt að Tripadvisor eignist stóran hluta af bókunarkerfi ferðaþjónustunnar Ferðamálastjóri segir ekki ásættanlegt að ferðarisinn Tripadvisor hafi eignast íslenska fyrirtækið Bókun og þannig komist yfir upplýsingar um allar bókanir og söluverð síðustu ára auk upplýsinga um hvernig salan fór fram, hverjir pöntuðu og ýmislegt fleira. 4. maí 2018 14:30 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Telur óeðlilegt að Tripadvisor eignist stóran hluta af bókunarkerfi ferðaþjónustunnar Ferðamálastjóri segir ekki ásættanlegt að ferðarisinn Tripadvisor hafi eignast íslenska fyrirtækið Bókun og þannig komist yfir upplýsingar um allar bókanir og söluverð síðustu ára auk upplýsinga um hvernig salan fór fram, hverjir pöntuðu og ýmislegt fleira. 4. maí 2018 14:30