Fyrir stafni eru leikir á móti Belgíu í Þjóðadeildinni og vináttuleikur á móti Katar sem einnig fer fram í Belgíu en íslenska liðið er fallið úr Þjóðadeildinni eftir töp í fyrstu þremur leikjunum.
Ísland tapaði, 3-0, fyrir Belgíu á heimavelli og verður seinni leikurinn ekki auðveldari á heimavelli eins besta landsliðs heims í dag. Búist er við eitthvað af nýjum nöfnum í dag sem munu fá tækifæri í þeim leik og á móti Katar.
Hér að neðan má sjá upptöku frá fundinum. Einnig má lesa það helsta í textalýsingu blaðamanns Vísis þar fyrir neðan.