Krónan er eins og áfengissjúklingur; en hún er ólæknandi Ole Anton Bieltvedt skrifar 9. nóvember 2018 13:46 Í mörgum fjölskyldum eru einhverjir, sem eiga við áfengissýki að stríða. Það kannast flestir við þann vanda. Þetta er einfaldlega hluti af mannlífinu. Oft er það þannig, að, á meðan allt leikur í lyndi, eru mál fín og sjúkdómseinkenni engin, en, þegar á bjátar og einhverjar sviptingar verða í lífi sjúklinga, óvænt álag, brýst sjúkdómurinn út, oft með slæmum afleiðingum fyrir sjúklinga og aðstandendur. Sem betur fer höfum við Íslendingar staðið framarlega í meðferð áfengissjúklinga, og hefur hér náðst betri árangur við að halda sjúkdómnum niðri og vinna á honum, en víðast hvar annars staðar, þökk sé SÁÁ og Vogi. En, því miður höfum við ekkert SÁÁ og engan Vog í krónumálum. Sjúkdómseinkenni krónunnar eru svipuð. Hún virðist fín í bili, meðan allt er gott og leikur í lyndi, en, svo, þegar eitthvað kemur upp á og einhver vandi steðjar að, er styrkurinn og stöðugleikinn enginn; allt lætur undan og mál fara úr böndum. Eitt af því, sem einkennir veikleika krónunnar er, að þeir, sem á hana þurfa að treysta – hafa ekkert annað – vita aldrei, hvar þeir standa, eða, hvað morgundagurinn ber í skauti sér fyrir þá og þeirra fjármál; tekjur og útgjöld, eignir og skuldir. Í fyrra fór 1 Bandaríkjadalur í 98,00 krónur. Þegar þetta er ritað, er hann 121,00 króna. Hvert framhaldið verður, veit enginn. Ekki öfunda ég þá, sem álpuðust til að taka verðtryggð lán síðustu misserin, því það er reiknað með, að alla vega helmingur falls krónunnar fari beint út í verðlag, en verðtrygging hækkar þá skuldir að sama skapi. Hvernig má það eiginlega vera, að bönkum sé heimilað að veita verðtryggð lán, og, að þeir skuli gera það? Hvar er ábyrgðartilfinningin!? Hafa þessir menn ekkert lært? Varla getur þeim verið hundsama um hagsmuni og afkomu viðskiptavina sinna! Erlendis hafa bankamenn hlotið dóma fyrir óábyrga ráðgjöf. Auðvitað hefðu lántakendur líka átt að hafa lært nógu mikið af sögu krónunnar og hruninu til að forðast verðtryggðar skuldbindingar. En hér gildir það sama og um ólæknaðan áfengissjúklinginn; þegar hann er búinn að vera edrú í ákveðinn tíma, í meðbyr og góðæri, er farið að treysta honum; „hann er kominn yfir þetta og verður örugglega fínn í framtíðinni“. Sú veiking krónunnar, sem varð bara núna síðustu vikur, 10%, kynni að hækka verðtryggðar skuldir um 5%. Sá, sem skuldar 40 milljónir, kynni allt í einu að skulda 2 milljónum meir. Guði sé lof eru góð teikn á lofti. Nýleg skoðanakönnun Gallup bendir til, að skýr meirihluti landsmanna vilji nú leggja niður sjúkan gjaldmiðilinn og taka upp heilbrigðan alvörugjaldmiðil – reynadar þann öflugasta og traustasta í heimi – Evruna, en hún gildir í 25 Evrópulöndum. 46% aðspurðra voru með Evru, 18% höfðu ekki skoðun, og 36% voru gegn Evru. Ef afstaða þeirra einna, sem tóku afstöðu, er reiknuð, eru 56% með Evru og 44% á móti. Loksins eru menn farnir að skilja, hvað klukkan slær með krónuna og hversu ólæknandi hennar sjúkdómur er. Þetta er burðalaus örgjaldmiðill, sem sveiflast fram og til baka, eins og korktappi í ölduróti, og enginn veit, hvert fer eða hvar endar. 10% verðfall krónunnar síðustu vikur leiðir auðvitað til þess, að verðlag á innfluttum vörum hækkar að sama skapi. Þeir innflytjendur, sem hafa greitt vöru á gömlu gengi, geta haldið óbreyttu verði svo lengi, sem sú vara er til. Aftur koma því nú auglýsingar um vörur og tæki á „gömlu gengi“. Sumum finnst þetta vont, en það rifjar upp gamlar og slæmar minningar um endalausar verð- og gengissviptingar, sem oftast ullu vandræðum, vanlíðan og þjáningu.Það vonda við þetta mál er þó ekki það, að menn skuli auglýsa vöru á gömlu gengi, það vonda er, að til þess skuli vera tilefni og það hægt. Með Evru verður ekkert „gamalt gengi“. Með Evru verður stöðugt og traust verðlag, tekjur og laun verða örugg, menn munu vita upp á hár, hvar þeir standa með sín útgjöld, eignir og skuldir. Það er kominn tími á Evruna, án eða með ESB aðild. Án fullrar aðildar gæti gengið miklu fyrr, og með góðum samningum kynni að vera að hægt á fá Evruna á sama grundvelli og fullgildir ESB-meðlimir, þar sem Ísland er nú þegar 80-90% í ESB í gengnum EFTA/EES samninginn.Ole Anton Bieltvedt alþjóðlegur kaupsýslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í mörgum fjölskyldum eru einhverjir, sem eiga við áfengissýki að stríða. Það kannast flestir við þann vanda. Þetta er einfaldlega hluti af mannlífinu. Oft er það þannig, að, á meðan allt leikur í lyndi, eru mál fín og sjúkdómseinkenni engin, en, þegar á bjátar og einhverjar sviptingar verða í lífi sjúklinga, óvænt álag, brýst sjúkdómurinn út, oft með slæmum afleiðingum fyrir sjúklinga og aðstandendur. Sem betur fer höfum við Íslendingar staðið framarlega í meðferð áfengissjúklinga, og hefur hér náðst betri árangur við að halda sjúkdómnum niðri og vinna á honum, en víðast hvar annars staðar, þökk sé SÁÁ og Vogi. En, því miður höfum við ekkert SÁÁ og engan Vog í krónumálum. Sjúkdómseinkenni krónunnar eru svipuð. Hún virðist fín í bili, meðan allt er gott og leikur í lyndi, en, svo, þegar eitthvað kemur upp á og einhver vandi steðjar að, er styrkurinn og stöðugleikinn enginn; allt lætur undan og mál fara úr böndum. Eitt af því, sem einkennir veikleika krónunnar er, að þeir, sem á hana þurfa að treysta – hafa ekkert annað – vita aldrei, hvar þeir standa, eða, hvað morgundagurinn ber í skauti sér fyrir þá og þeirra fjármál; tekjur og útgjöld, eignir og skuldir. Í fyrra fór 1 Bandaríkjadalur í 98,00 krónur. Þegar þetta er ritað, er hann 121,00 króna. Hvert framhaldið verður, veit enginn. Ekki öfunda ég þá, sem álpuðust til að taka verðtryggð lán síðustu misserin, því það er reiknað með, að alla vega helmingur falls krónunnar fari beint út í verðlag, en verðtrygging hækkar þá skuldir að sama skapi. Hvernig má það eiginlega vera, að bönkum sé heimilað að veita verðtryggð lán, og, að þeir skuli gera það? Hvar er ábyrgðartilfinningin!? Hafa þessir menn ekkert lært? Varla getur þeim verið hundsama um hagsmuni og afkomu viðskiptavina sinna! Erlendis hafa bankamenn hlotið dóma fyrir óábyrga ráðgjöf. Auðvitað hefðu lántakendur líka átt að hafa lært nógu mikið af sögu krónunnar og hruninu til að forðast verðtryggðar skuldbindingar. En hér gildir það sama og um ólæknaðan áfengissjúklinginn; þegar hann er búinn að vera edrú í ákveðinn tíma, í meðbyr og góðæri, er farið að treysta honum; „hann er kominn yfir þetta og verður örugglega fínn í framtíðinni“. Sú veiking krónunnar, sem varð bara núna síðustu vikur, 10%, kynni að hækka verðtryggðar skuldir um 5%. Sá, sem skuldar 40 milljónir, kynni allt í einu að skulda 2 milljónum meir. Guði sé lof eru góð teikn á lofti. Nýleg skoðanakönnun Gallup bendir til, að skýr meirihluti landsmanna vilji nú leggja niður sjúkan gjaldmiðilinn og taka upp heilbrigðan alvörugjaldmiðil – reynadar þann öflugasta og traustasta í heimi – Evruna, en hún gildir í 25 Evrópulöndum. 46% aðspurðra voru með Evru, 18% höfðu ekki skoðun, og 36% voru gegn Evru. Ef afstaða þeirra einna, sem tóku afstöðu, er reiknuð, eru 56% með Evru og 44% á móti. Loksins eru menn farnir að skilja, hvað klukkan slær með krónuna og hversu ólæknandi hennar sjúkdómur er. Þetta er burðalaus örgjaldmiðill, sem sveiflast fram og til baka, eins og korktappi í ölduróti, og enginn veit, hvert fer eða hvar endar. 10% verðfall krónunnar síðustu vikur leiðir auðvitað til þess, að verðlag á innfluttum vörum hækkar að sama skapi. Þeir innflytjendur, sem hafa greitt vöru á gömlu gengi, geta haldið óbreyttu verði svo lengi, sem sú vara er til. Aftur koma því nú auglýsingar um vörur og tæki á „gömlu gengi“. Sumum finnst þetta vont, en það rifjar upp gamlar og slæmar minningar um endalausar verð- og gengissviptingar, sem oftast ullu vandræðum, vanlíðan og þjáningu.Það vonda við þetta mál er þó ekki það, að menn skuli auglýsa vöru á gömlu gengi, það vonda er, að til þess skuli vera tilefni og það hægt. Með Evru verður ekkert „gamalt gengi“. Með Evru verður stöðugt og traust verðlag, tekjur og laun verða örugg, menn munu vita upp á hár, hvar þeir standa með sín útgjöld, eignir og skuldir. Það er kominn tími á Evruna, án eða með ESB aðild. Án fullrar aðildar gæti gengið miklu fyrr, og með góðum samningum kynni að vera að hægt á fá Evruna á sama grundvelli og fullgildir ESB-meðlimir, þar sem Ísland er nú þegar 80-90% í ESB í gengnum EFTA/EES samninginn.Ole Anton Bieltvedt alþjóðlegur kaupsýslumaður.
Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun