Rúmlega 60% segjast fylgjandi stofnun miðhálendisþjóðgarðs Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. nóvember 2018 19:30 Fyrir hverja krónu sem ríkið leggur til friðlýstra svæða skila sér tuttugu og þrjár krónur til baka samkvæmt nýrri rannsókn. Þá er meirihluti landsmanna fylgjandi friðlýsingu miðhálendisins en niðurstöður nýrra rannsókna voru kynntar á umhverfisþingi í dag. Ein rannsóknanna var unnin að beiðni umhverfisráðuneytisins en samkvæmt henni var beinn efnahagslegur ávinningur tólf friðlýstra svæða og nærsamfélaga um 10 milljarðar króna árið 2017. Um 45% af heildareyðslu ferðamanna var innan þeirra svæða sem hefur skapað 18 hundruð störf eða um 15 hundruð stöðugildi á umræddum svæðum. Þá nam heildarávinningur þjóðarbúsins alls um 33,5 milljörðum. „Megin niðurstöðurnar þær eru þær að þetta er að skila umtalsverðum ábata fyrir samfélagið, friðlýsingarnar, og af hverri krónu sem varið er inn á vernduð svæði eða friðlýst svæði er að skila sér margfalt til baka,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Samkvæmt frumniðurstöðum annarrar könnunar sem unnin var af Félagsmálastofnun Háskóla Íslands sögðust 63% þeirra sem tóku afstöðu vera fylgjandi stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu og 10% á móti. Rannsóknin er hluti af meistaraverkefni Michael Bishop í land- og ferðamálafræði við Háskóla Íslands.Rannsóknin er hluti af meistaraverkefni Michael Bishop í land- og ferðamálafræði við Háskóla Íslands.Vísir/Elín„Það er mikill stuðningur við friðlýst svæði en að baki þessa stuðnings eru miklar væntingar sem þarf að koma til móts við. Einnig er mikilvægt að eiga samráð og samstarf við ýmsa hagsmunaaðila ef á að stjórna þessu með skilvirkum hætti,“ segir Bishop. Spurður hvort friðlýsingar feli ekki í sér aukna miðstýringu og inngrip gagnvart landeigendum og sveitrfélögum segir ráðherra skiptar skoðanir vera uppi. „Við erum að horfa til þess núna í framtíðinni, meðal annars með gerð nýrra laga um nýja stofnun um friðlýst svæði og verndarsvæði, að auka aðkomu heimafólks, félagasamtaka og hagsmunaaðila að því að stýra þessum svæðum,“ segir Guðmundur Ingi. Stjórnsýsla Umhverfismál Tengdar fréttir Bein útsending: Ellefta Umhverfisþingið Ný hugsun - ný nálgun í náttúruvernd er yfirskrift ellefta Umhverfisþings sem fram fer á Grand hóteli í Reykjavík í dag. 9. nóvember 2018 12:15 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira
Fyrir hverja krónu sem ríkið leggur til friðlýstra svæða skila sér tuttugu og þrjár krónur til baka samkvæmt nýrri rannsókn. Þá er meirihluti landsmanna fylgjandi friðlýsingu miðhálendisins en niðurstöður nýrra rannsókna voru kynntar á umhverfisþingi í dag. Ein rannsóknanna var unnin að beiðni umhverfisráðuneytisins en samkvæmt henni var beinn efnahagslegur ávinningur tólf friðlýstra svæða og nærsamfélaga um 10 milljarðar króna árið 2017. Um 45% af heildareyðslu ferðamanna var innan þeirra svæða sem hefur skapað 18 hundruð störf eða um 15 hundruð stöðugildi á umræddum svæðum. Þá nam heildarávinningur þjóðarbúsins alls um 33,5 milljörðum. „Megin niðurstöðurnar þær eru þær að þetta er að skila umtalsverðum ábata fyrir samfélagið, friðlýsingarnar, og af hverri krónu sem varið er inn á vernduð svæði eða friðlýst svæði er að skila sér margfalt til baka,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Samkvæmt frumniðurstöðum annarrar könnunar sem unnin var af Félagsmálastofnun Háskóla Íslands sögðust 63% þeirra sem tóku afstöðu vera fylgjandi stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu og 10% á móti. Rannsóknin er hluti af meistaraverkefni Michael Bishop í land- og ferðamálafræði við Háskóla Íslands.Rannsóknin er hluti af meistaraverkefni Michael Bishop í land- og ferðamálafræði við Háskóla Íslands.Vísir/Elín„Það er mikill stuðningur við friðlýst svæði en að baki þessa stuðnings eru miklar væntingar sem þarf að koma til móts við. Einnig er mikilvægt að eiga samráð og samstarf við ýmsa hagsmunaaðila ef á að stjórna þessu með skilvirkum hætti,“ segir Bishop. Spurður hvort friðlýsingar feli ekki í sér aukna miðstýringu og inngrip gagnvart landeigendum og sveitrfélögum segir ráðherra skiptar skoðanir vera uppi. „Við erum að horfa til þess núna í framtíðinni, meðal annars með gerð nýrra laga um nýja stofnun um friðlýst svæði og verndarsvæði, að auka aðkomu heimafólks, félagasamtaka og hagsmunaaðila að því að stýra þessum svæðum,“ segir Guðmundur Ingi.
Stjórnsýsla Umhverfismál Tengdar fréttir Bein útsending: Ellefta Umhverfisþingið Ný hugsun - ný nálgun í náttúruvernd er yfirskrift ellefta Umhverfisþings sem fram fer á Grand hóteli í Reykjavík í dag. 9. nóvember 2018 12:15 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira
Bein útsending: Ellefta Umhverfisþingið Ný hugsun - ný nálgun í náttúruvernd er yfirskrift ellefta Umhverfisþings sem fram fer á Grand hóteli í Reykjavík í dag. 9. nóvember 2018 12:15