Fjordvik komið til Keflavíkur Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 9. nóvember 2018 21:08 Mynd tekin af Guðmundi St. Valdimarssyni, bátsmanni á Tý, þegar Fjordvik var dregið af strandstað. Týr fylgdi skipinum sem og tveir léttbátar frá varðskipinu sem voru til taks. Mynd/Guðmundur St. Valdimarsson Sementsskipið Fjordvik er komið í viðlegu í Keflavíkurhöfn og verið er að binda það. Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri hjá Reykjaneshöfn staðfesti þetta í samtali við fréttastofu. Hann sagði að allt hafi gengið vel enda voru þeir sem stóðu að flutningnum miklir fagmenn. Skipið mun stoppa í einhverja daga í Keflavíkurhöfn meðan fyllt verður í þau göt sem þarf til að tryggja að það fljóti lengri leið. Síðan er stefnt að því að fara með það til Hafnarfjarðarhafnar þar sem það mun fara í flotkvína sem þar sem það verður gert betur við það til þess að hægt verði að draga það yfir hafið samkvæmt Halldóri. Dráttarbátar frá Faxaflóahöfnum voru til taks í dag. Síðan um hádegisbil í dag hefur verið unnið að því að koma skipinu á flot og var verið að stilla það af um fimmleytið í dag. Það var svo um hálf átta í kvöld að skipið var laust af strandstað og hófst þá flutningur yfir til Keflavíkurhafnar. Fjórtán manna áhöfn skipsins og hafnsögumanni var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar aðfaranótt laugardagsins 3. nóvember síðastliðinn eftir að skipið rak upp í utanverðan hafnargarð Helguvíkurhafnar. Allt tiltækt björgunarlið var kallað á vettvang. Skipið var fullhlaðið þegar það strandaði en til stóð að að landa um sextán hundruð tonnum af sementi í Helguvík. Myndband frá vettvangi í kvöld má sjá hér að neðan. Myndir tóku Sighvatur Jónsson og Víkurfréttir. Strand í Helguvík Tengdar fréttir Fjordvik laust af strandstað Sementsskipið Fjordvik er nú laust af strandstað og hefst nú flutningur á skipinu til Keflavíkur. Dráttarbátar frá Faxaflóahöfnum voru tilbúnir til að hefja tog á skipinu, sem strandaði við hafnargarðinn í Helguvík um síðustu helgi, yfir til Keflavíkur. 9. nóvember 2018 19:25 Áætlað að dælingu ljúki í dag Byrjað er að dæla olíu á ný úr sementsflutningaskipinu Fjordvik sem strandaði í Helguvík í fyrrinótt. 5. nóvember 2018 09:52 Vonast til að kafarar geti kannað skemmdir á Fjordvik í dag Öflugar dælur voru fluttar til Helguvíkur í nótt til að taka við olíudælingu úr sementsflutningaskipinu Fjordvik, sem strandaði þar í fyrrinótt, þar sem dæling gekk ekki sem skyldi í gær. 5. nóvember 2018 07:17 Tryggja skipið áður en lægð gengur inn á land á morgun Búist við að búið verði að ná allri þeirri olíu sem hægt er að ná úr skipinu, í kvöld 5. nóvember 2018 18:45 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Sjá meira
Sementsskipið Fjordvik er komið í viðlegu í Keflavíkurhöfn og verið er að binda það. Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri hjá Reykjaneshöfn staðfesti þetta í samtali við fréttastofu. Hann sagði að allt hafi gengið vel enda voru þeir sem stóðu að flutningnum miklir fagmenn. Skipið mun stoppa í einhverja daga í Keflavíkurhöfn meðan fyllt verður í þau göt sem þarf til að tryggja að það fljóti lengri leið. Síðan er stefnt að því að fara með það til Hafnarfjarðarhafnar þar sem það mun fara í flotkvína sem þar sem það verður gert betur við það til þess að hægt verði að draga það yfir hafið samkvæmt Halldóri. Dráttarbátar frá Faxaflóahöfnum voru til taks í dag. Síðan um hádegisbil í dag hefur verið unnið að því að koma skipinu á flot og var verið að stilla það af um fimmleytið í dag. Það var svo um hálf átta í kvöld að skipið var laust af strandstað og hófst þá flutningur yfir til Keflavíkurhafnar. Fjórtán manna áhöfn skipsins og hafnsögumanni var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar aðfaranótt laugardagsins 3. nóvember síðastliðinn eftir að skipið rak upp í utanverðan hafnargarð Helguvíkurhafnar. Allt tiltækt björgunarlið var kallað á vettvang. Skipið var fullhlaðið þegar það strandaði en til stóð að að landa um sextán hundruð tonnum af sementi í Helguvík. Myndband frá vettvangi í kvöld má sjá hér að neðan. Myndir tóku Sighvatur Jónsson og Víkurfréttir.
Strand í Helguvík Tengdar fréttir Fjordvik laust af strandstað Sementsskipið Fjordvik er nú laust af strandstað og hefst nú flutningur á skipinu til Keflavíkur. Dráttarbátar frá Faxaflóahöfnum voru tilbúnir til að hefja tog á skipinu, sem strandaði við hafnargarðinn í Helguvík um síðustu helgi, yfir til Keflavíkur. 9. nóvember 2018 19:25 Áætlað að dælingu ljúki í dag Byrjað er að dæla olíu á ný úr sementsflutningaskipinu Fjordvik sem strandaði í Helguvík í fyrrinótt. 5. nóvember 2018 09:52 Vonast til að kafarar geti kannað skemmdir á Fjordvik í dag Öflugar dælur voru fluttar til Helguvíkur í nótt til að taka við olíudælingu úr sementsflutningaskipinu Fjordvik, sem strandaði þar í fyrrinótt, þar sem dæling gekk ekki sem skyldi í gær. 5. nóvember 2018 07:17 Tryggja skipið áður en lægð gengur inn á land á morgun Búist við að búið verði að ná allri þeirri olíu sem hægt er að ná úr skipinu, í kvöld 5. nóvember 2018 18:45 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Sjá meira
Fjordvik laust af strandstað Sementsskipið Fjordvik er nú laust af strandstað og hefst nú flutningur á skipinu til Keflavíkur. Dráttarbátar frá Faxaflóahöfnum voru tilbúnir til að hefja tog á skipinu, sem strandaði við hafnargarðinn í Helguvík um síðustu helgi, yfir til Keflavíkur. 9. nóvember 2018 19:25
Áætlað að dælingu ljúki í dag Byrjað er að dæla olíu á ný úr sementsflutningaskipinu Fjordvik sem strandaði í Helguvík í fyrrinótt. 5. nóvember 2018 09:52
Vonast til að kafarar geti kannað skemmdir á Fjordvik í dag Öflugar dælur voru fluttar til Helguvíkur í nótt til að taka við olíudælingu úr sementsflutningaskipinu Fjordvik, sem strandaði þar í fyrrinótt, þar sem dæling gekk ekki sem skyldi í gær. 5. nóvember 2018 07:17
Tryggja skipið áður en lægð gengur inn á land á morgun Búist við að búið verði að ná allri þeirri olíu sem hægt er að ná úr skipinu, í kvöld 5. nóvember 2018 18:45