Fúsi opnar fiskbúð: „Þetta á vel við mann eins og mig sem kann ekki að þegja“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. nóvember 2018 23:00 Fúsi hætti í handboltanum árið 2013 en er nú byrjaður á fullu í fiskinum. Mynd/Samsett Fyrrverandi handboltakappinn Sigfús Sigurðsson, betur þekktur sem Fúsi, hefur keypt rekstur Hafsins fiskverslunar að Skipholti 70 í Reykjavík. Á mánudag opnar þar ný fiskbúð, Fiskbúð Fúsa, með öllu tilheyrandi. Fúsi segir fiskbúðardrauminn hafa blundað í sér lengi en aðdragandann að kaupunum var þó afar stuttur.Af vellinum í fiskborðið Fúsi er einn þekktasti handboltamaður landsins og spilaði með landsliði karla í fjölda ára við góðan orðstír. Hann segir í samtali við Vísi að eftir að handboltaferlinum lauk hafi hann þurft að finna sér eitthvað nýtt að gera – og rataði að endingu í fiskinn. „Ég hætti að spila handbolta þarna 2013 og varð svo pabbi aftur og þurfti að finna hvað mig langaði að gera í lífinu. Ég fékk óvænt vinnu rétt fyrir jólin 2013 hjá honum Kristjáni í Fiskikónginum og þetta á vel við mann eins og mig, sem kann ekki að þegja, að standa á bak við borð og tala við fólk.“Sjá einnig: „Kóngurinn með kónginum“ Keyptu á miðvikudag og opna á mánudag Þá segir Fúsi að það hafi lengi blundað í sér að reka eigin fiskbúð, þó að ekkert hafi gerst í þeim efnum fyrr en nú. Systir Fúsa og mágur koma einnig að kaupunum og segir Fúsi að aðdragandinn hafi verið afar stuttur. Gengið var frá kaupsamningi síðastliðinn miðvikudag og þremenningarnir hyggja á opnun strax á mánudag.Sigfús hóf störf hjá Fiskikónginum rétt fyrir jól 2013 og líkaði afar vel.„Ég fékk lyklana í kvöld, þannig að það er hellingur sem þarf að gera. Maður þarf að koma sér fyrir, fá fiskinn inn, auglýsingar og merkja húsið að utan og fleira, og þetta tekur allt tíma. En ég vil ekki hafa lokað heldur opið og þjónusta fólkið, þó að allt sé ekki orðið hundrað prósent.“Skylda gagnvart hússtjórnarkennaranum og sjómanninum Aðspurður segir Fúsi að hann muni bjóða upp á örlítið öðruvísi fiskborð en forverar sínir hjá Hafinu. Í Fiskbúð Fúsa ættu þó flestir að finna eitthvað við sitt hæfi, að sögn hins nýja eiganda. „Ég er alinn upp af hússtjórnarkennara og sjómanni þannig að það var allur fiskur á boðstólnum heima hjá mér þegar ég var barn. Þannig að mér ber eiginlega bara skyldan að vera með allt saman, gellur, kinnar, saltfisk og siginn fisk fyrir alla sem koma. Þannig að ég verð með bæði gamla skólann og nýja skólann.“ Handbolti Viðskipti Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Fyrrverandi handboltakappinn Sigfús Sigurðsson, betur þekktur sem Fúsi, hefur keypt rekstur Hafsins fiskverslunar að Skipholti 70 í Reykjavík. Á mánudag opnar þar ný fiskbúð, Fiskbúð Fúsa, með öllu tilheyrandi. Fúsi segir fiskbúðardrauminn hafa blundað í sér lengi en aðdragandann að kaupunum var þó afar stuttur.Af vellinum í fiskborðið Fúsi er einn þekktasti handboltamaður landsins og spilaði með landsliði karla í fjölda ára við góðan orðstír. Hann segir í samtali við Vísi að eftir að handboltaferlinum lauk hafi hann þurft að finna sér eitthvað nýtt að gera – og rataði að endingu í fiskinn. „Ég hætti að spila handbolta þarna 2013 og varð svo pabbi aftur og þurfti að finna hvað mig langaði að gera í lífinu. Ég fékk óvænt vinnu rétt fyrir jólin 2013 hjá honum Kristjáni í Fiskikónginum og þetta á vel við mann eins og mig, sem kann ekki að þegja, að standa á bak við borð og tala við fólk.“Sjá einnig: „Kóngurinn með kónginum“ Keyptu á miðvikudag og opna á mánudag Þá segir Fúsi að það hafi lengi blundað í sér að reka eigin fiskbúð, þó að ekkert hafi gerst í þeim efnum fyrr en nú. Systir Fúsa og mágur koma einnig að kaupunum og segir Fúsi að aðdragandinn hafi verið afar stuttur. Gengið var frá kaupsamningi síðastliðinn miðvikudag og þremenningarnir hyggja á opnun strax á mánudag.Sigfús hóf störf hjá Fiskikónginum rétt fyrir jól 2013 og líkaði afar vel.„Ég fékk lyklana í kvöld, þannig að það er hellingur sem þarf að gera. Maður þarf að koma sér fyrir, fá fiskinn inn, auglýsingar og merkja húsið að utan og fleira, og þetta tekur allt tíma. En ég vil ekki hafa lokað heldur opið og þjónusta fólkið, þó að allt sé ekki orðið hundrað prósent.“Skylda gagnvart hússtjórnarkennaranum og sjómanninum Aðspurður segir Fúsi að hann muni bjóða upp á örlítið öðruvísi fiskborð en forverar sínir hjá Hafinu. Í Fiskbúð Fúsa ættu þó flestir að finna eitthvað við sitt hæfi, að sögn hins nýja eiganda. „Ég er alinn upp af hússtjórnarkennara og sjómanni þannig að það var allur fiskur á boðstólnum heima hjá mér þegar ég var barn. Þannig að mér ber eiginlega bara skyldan að vera með allt saman, gellur, kinnar, saltfisk og siginn fisk fyrir alla sem koma. Þannig að ég verð með bæði gamla skólann og nýja skólann.“
Handbolti Viðskipti Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira