Fúsi opnar fiskbúð: „Þetta á vel við mann eins og mig sem kann ekki að þegja“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. nóvember 2018 23:00 Fúsi hætti í handboltanum árið 2013 en er nú byrjaður á fullu í fiskinum. Mynd/Samsett Fyrrverandi handboltakappinn Sigfús Sigurðsson, betur þekktur sem Fúsi, hefur keypt rekstur Hafsins fiskverslunar að Skipholti 70 í Reykjavík. Á mánudag opnar þar ný fiskbúð, Fiskbúð Fúsa, með öllu tilheyrandi. Fúsi segir fiskbúðardrauminn hafa blundað í sér lengi en aðdragandann að kaupunum var þó afar stuttur.Af vellinum í fiskborðið Fúsi er einn þekktasti handboltamaður landsins og spilaði með landsliði karla í fjölda ára við góðan orðstír. Hann segir í samtali við Vísi að eftir að handboltaferlinum lauk hafi hann þurft að finna sér eitthvað nýtt að gera – og rataði að endingu í fiskinn. „Ég hætti að spila handbolta þarna 2013 og varð svo pabbi aftur og þurfti að finna hvað mig langaði að gera í lífinu. Ég fékk óvænt vinnu rétt fyrir jólin 2013 hjá honum Kristjáni í Fiskikónginum og þetta á vel við mann eins og mig, sem kann ekki að þegja, að standa á bak við borð og tala við fólk.“Sjá einnig: „Kóngurinn með kónginum“ Keyptu á miðvikudag og opna á mánudag Þá segir Fúsi að það hafi lengi blundað í sér að reka eigin fiskbúð, þó að ekkert hafi gerst í þeim efnum fyrr en nú. Systir Fúsa og mágur koma einnig að kaupunum og segir Fúsi að aðdragandinn hafi verið afar stuttur. Gengið var frá kaupsamningi síðastliðinn miðvikudag og þremenningarnir hyggja á opnun strax á mánudag.Sigfús hóf störf hjá Fiskikónginum rétt fyrir jól 2013 og líkaði afar vel.„Ég fékk lyklana í kvöld, þannig að það er hellingur sem þarf að gera. Maður þarf að koma sér fyrir, fá fiskinn inn, auglýsingar og merkja húsið að utan og fleira, og þetta tekur allt tíma. En ég vil ekki hafa lokað heldur opið og þjónusta fólkið, þó að allt sé ekki orðið hundrað prósent.“Skylda gagnvart hússtjórnarkennaranum og sjómanninum Aðspurður segir Fúsi að hann muni bjóða upp á örlítið öðruvísi fiskborð en forverar sínir hjá Hafinu. Í Fiskbúð Fúsa ættu þó flestir að finna eitthvað við sitt hæfi, að sögn hins nýja eiganda. „Ég er alinn upp af hússtjórnarkennara og sjómanni þannig að það var allur fiskur á boðstólnum heima hjá mér þegar ég var barn. Þannig að mér ber eiginlega bara skyldan að vera með allt saman, gellur, kinnar, saltfisk og siginn fisk fyrir alla sem koma. Þannig að ég verð með bæði gamla skólann og nýja skólann.“ Handbolti Viðskipti Mest lesið Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Fyrrverandi handboltakappinn Sigfús Sigurðsson, betur þekktur sem Fúsi, hefur keypt rekstur Hafsins fiskverslunar að Skipholti 70 í Reykjavík. Á mánudag opnar þar ný fiskbúð, Fiskbúð Fúsa, með öllu tilheyrandi. Fúsi segir fiskbúðardrauminn hafa blundað í sér lengi en aðdragandann að kaupunum var þó afar stuttur.Af vellinum í fiskborðið Fúsi er einn þekktasti handboltamaður landsins og spilaði með landsliði karla í fjölda ára við góðan orðstír. Hann segir í samtali við Vísi að eftir að handboltaferlinum lauk hafi hann þurft að finna sér eitthvað nýtt að gera – og rataði að endingu í fiskinn. „Ég hætti að spila handbolta þarna 2013 og varð svo pabbi aftur og þurfti að finna hvað mig langaði að gera í lífinu. Ég fékk óvænt vinnu rétt fyrir jólin 2013 hjá honum Kristjáni í Fiskikónginum og þetta á vel við mann eins og mig, sem kann ekki að þegja, að standa á bak við borð og tala við fólk.“Sjá einnig: „Kóngurinn með kónginum“ Keyptu á miðvikudag og opna á mánudag Þá segir Fúsi að það hafi lengi blundað í sér að reka eigin fiskbúð, þó að ekkert hafi gerst í þeim efnum fyrr en nú. Systir Fúsa og mágur koma einnig að kaupunum og segir Fúsi að aðdragandinn hafi verið afar stuttur. Gengið var frá kaupsamningi síðastliðinn miðvikudag og þremenningarnir hyggja á opnun strax á mánudag.Sigfús hóf störf hjá Fiskikónginum rétt fyrir jól 2013 og líkaði afar vel.„Ég fékk lyklana í kvöld, þannig að það er hellingur sem þarf að gera. Maður þarf að koma sér fyrir, fá fiskinn inn, auglýsingar og merkja húsið að utan og fleira, og þetta tekur allt tíma. En ég vil ekki hafa lokað heldur opið og þjónusta fólkið, þó að allt sé ekki orðið hundrað prósent.“Skylda gagnvart hússtjórnarkennaranum og sjómanninum Aðspurður segir Fúsi að hann muni bjóða upp á örlítið öðruvísi fiskborð en forverar sínir hjá Hafinu. Í Fiskbúð Fúsa ættu þó flestir að finna eitthvað við sitt hæfi, að sögn hins nýja eiganda. „Ég er alinn upp af hússtjórnarkennara og sjómanni þannig að það var allur fiskur á boðstólnum heima hjá mér þegar ég var barn. Þannig að mér ber eiginlega bara skyldan að vera með allt saman, gellur, kinnar, saltfisk og siginn fisk fyrir alla sem koma. Þannig að ég verð með bæði gamla skólann og nýja skólann.“
Handbolti Viðskipti Mest lesið Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira