Barnaverndarstofa braut gegn persónuverndarlögum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. október 2018 20:34 Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar. Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Barnaverndarstofa hafi brotið gegn persónuverndarlögum þegar hún afhenti viðkæmar persónuupplýsingar til tveggja fjölmiðla. VÍSIR/VILHELM Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Barnaverndarstofa hafi brotið gegn persónuverndarlögum þegar stofnunin miðlaði viðkvæmum persónuupplýsingum og upplýsingum um félagsleg vandamál einstaklinga til Ríkisútvarpsins og Stundarinnar á vormánuðum þessa árs. Ákvörðunin var tekin í málinu á fundi Persónuverndar 15. október en um frumkvæðisathugun er að ræða. Athugunin lýtur að því hvort Barnaverndarstofa hafi með afhendingu umræddra gagna miðlað persónuupplýsingum eins og þær eru skilgreindar í þágildandi lögum nr. 77/2000 því öll atvik málsins gerðust i gildistíð eldri laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.Fjallað var um málið í Stundinni 3. maí á þessu ári, degi eftir að fjölmiðillinn fékk gögnin. Þar kemur fram að Barnaverndarstofa hafi afhent RÚV og Stundinni hundruð blaðsíðna af gögnum, meðal annars um einstök barnaverndarmál og umgengnisdeilur foreldra. Þess ber þó að geta að gögnin voru með þeim hætti að búið var að afmá nöfn og önnur persónugreinanleg atriði.Lögfræðingur Barnaverndarstofu gaumgæfði gögnin Barnaverndarstofa svaraði spurningum Persónuverndar með bréfi, dagsettu 7. júní 2018 þar sem stofnunin gerir grein fyrir aðdraganda ákvörðunar um að afhenda gögnin. Barnaverndarstofu barst upplýsingabeiðnir frá þremur fjölmiðlum í kjölfar fréttaumfjöllunar um umkvartanir barnaverndarnefnda til velferðarráðuneytisins vegna samskipta við Barnaverndarstofu og þáverandi forstjóra hennar. Í svarbréfinu kemur fram að Barnaverndarstofa hafi við yfirverð gagnanna haft meginreglu 5. gr. upplýsingalaga til hliðsjónar. Lögfræðingur hafi farið yfir gögnin og tryggt að ekki kæmu fram persónuauðkenni aðila þeirra mála sem til umfjöllunar eru.Barnaverndarstofa afhendi gögnin á vormánuðum þessa árs.Vísir/PjeturHægt að fletta upp á hlutaðeigandi með upplýsingunum Að mati Persónuverndar geta upplýsingar talist til persónuupplýsinga fyrir lögunum ef unnt er að nota þær ásamt upplýsingum sem finnast með leit á Internetinu til að bera kennsl á þá sem eiga í hlut í gögnunum. „Einnig verða upplýsingar að teljast persónugreinanlegar ef þeir sem þekkja til hlutaðeigandi geta borið kennsl á hann á grundvelli upplýsinganna, þótt það sé eftir atvikum ekki á allra færi,“ segir í niðurstöðunni. Ýmsar upplýsingar í gögnunum eru til þess fallnar að unnt er að persónugreina viðkomandi börn og fjölskyldumeðlimi þeirra. Yfirstrikanirnar þóttu ekki fullnægjandi Þá kemur jafnframt fram í mati Persónuverndar að yfirstrikanir í gögnunum hafi ekki verið fullnægjandi enda hafi í mörgum tilvikum verið hægt að lesa það sem stóð og krotað var yfir. Þá segir Persónuvernd að samræmi hafi ekki verið í yfirstrikunum. „Þrátt fyrir að fallast megi á þau sjónarmið Barnaverndarstofu að upplýsingar um meðferð barnaverndarmála eigi erindi til almennings þá víkja þau sjónarmið, samkvæmt framangreindu, ekki til hliðar rétti þeirra einstaklinga, sem upplýsingarnar varða, til verndar samkvæmt lögum nr. 77/2000“. Barnaverndarstofa gæti fyllstu varfærni framvegis Persónuvernd beinir þeim fyrirmælum til Barnaverndarstofu að stofnunin hugi að því framvegis að fyllstu varfærni sé gætt við vinnslu persónuupplýsinga þegar gögn eru afhent á grundvelli upplýsingalaga og að tryggt verði að í þeim gögnum verði ekki hægt að auðkenna einstaklinga með lestri umfjöllunarinnar. Félagsmál Persónuvernd Tengdar fréttir Rannsaka afhendingu gagna Barnaverndarstofu til fjölmiðla Frumkvæðisathugun Persónuverndar er hafin á því hvernig staðið var að afhendingu gagna Barnaverndarstofu til fjölmiðla um viðkvæm málefni. Lekinn er litinn alvarlegum augum. 5. maí 2018 07:00 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Fleiri fréttir Það sé alltaf óheppilegt að ná ekki málum í gegn Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Sjá meira
Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Barnaverndarstofa hafi brotið gegn persónuverndarlögum þegar stofnunin miðlaði viðkvæmum persónuupplýsingum og upplýsingum um félagsleg vandamál einstaklinga til Ríkisútvarpsins og Stundarinnar á vormánuðum þessa árs. Ákvörðunin var tekin í málinu á fundi Persónuverndar 15. október en um frumkvæðisathugun er að ræða. Athugunin lýtur að því hvort Barnaverndarstofa hafi með afhendingu umræddra gagna miðlað persónuupplýsingum eins og þær eru skilgreindar í þágildandi lögum nr. 77/2000 því öll atvik málsins gerðust i gildistíð eldri laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.Fjallað var um málið í Stundinni 3. maí á þessu ári, degi eftir að fjölmiðillinn fékk gögnin. Þar kemur fram að Barnaverndarstofa hafi afhent RÚV og Stundinni hundruð blaðsíðna af gögnum, meðal annars um einstök barnaverndarmál og umgengnisdeilur foreldra. Þess ber þó að geta að gögnin voru með þeim hætti að búið var að afmá nöfn og önnur persónugreinanleg atriði.Lögfræðingur Barnaverndarstofu gaumgæfði gögnin Barnaverndarstofa svaraði spurningum Persónuverndar með bréfi, dagsettu 7. júní 2018 þar sem stofnunin gerir grein fyrir aðdraganda ákvörðunar um að afhenda gögnin. Barnaverndarstofu barst upplýsingabeiðnir frá þremur fjölmiðlum í kjölfar fréttaumfjöllunar um umkvartanir barnaverndarnefnda til velferðarráðuneytisins vegna samskipta við Barnaverndarstofu og þáverandi forstjóra hennar. Í svarbréfinu kemur fram að Barnaverndarstofa hafi við yfirverð gagnanna haft meginreglu 5. gr. upplýsingalaga til hliðsjónar. Lögfræðingur hafi farið yfir gögnin og tryggt að ekki kæmu fram persónuauðkenni aðila þeirra mála sem til umfjöllunar eru.Barnaverndarstofa afhendi gögnin á vormánuðum þessa árs.Vísir/PjeturHægt að fletta upp á hlutaðeigandi með upplýsingunum Að mati Persónuverndar geta upplýsingar talist til persónuupplýsinga fyrir lögunum ef unnt er að nota þær ásamt upplýsingum sem finnast með leit á Internetinu til að bera kennsl á þá sem eiga í hlut í gögnunum. „Einnig verða upplýsingar að teljast persónugreinanlegar ef þeir sem þekkja til hlutaðeigandi geta borið kennsl á hann á grundvelli upplýsinganna, þótt það sé eftir atvikum ekki á allra færi,“ segir í niðurstöðunni. Ýmsar upplýsingar í gögnunum eru til þess fallnar að unnt er að persónugreina viðkomandi börn og fjölskyldumeðlimi þeirra. Yfirstrikanirnar þóttu ekki fullnægjandi Þá kemur jafnframt fram í mati Persónuverndar að yfirstrikanir í gögnunum hafi ekki verið fullnægjandi enda hafi í mörgum tilvikum verið hægt að lesa það sem stóð og krotað var yfir. Þá segir Persónuvernd að samræmi hafi ekki verið í yfirstrikunum. „Þrátt fyrir að fallast megi á þau sjónarmið Barnaverndarstofu að upplýsingar um meðferð barnaverndarmála eigi erindi til almennings þá víkja þau sjónarmið, samkvæmt framangreindu, ekki til hliðar rétti þeirra einstaklinga, sem upplýsingarnar varða, til verndar samkvæmt lögum nr. 77/2000“. Barnaverndarstofa gæti fyllstu varfærni framvegis Persónuvernd beinir þeim fyrirmælum til Barnaverndarstofu að stofnunin hugi að því framvegis að fyllstu varfærni sé gætt við vinnslu persónuupplýsinga þegar gögn eru afhent á grundvelli upplýsingalaga og að tryggt verði að í þeim gögnum verði ekki hægt að auðkenna einstaklinga með lestri umfjöllunarinnar.
Félagsmál Persónuvernd Tengdar fréttir Rannsaka afhendingu gagna Barnaverndarstofu til fjölmiðla Frumkvæðisathugun Persónuverndar er hafin á því hvernig staðið var að afhendingu gagna Barnaverndarstofu til fjölmiðla um viðkvæm málefni. Lekinn er litinn alvarlegum augum. 5. maí 2018 07:00 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Fleiri fréttir Það sé alltaf óheppilegt að ná ekki málum í gegn Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Sjá meira
Rannsaka afhendingu gagna Barnaverndarstofu til fjölmiðla Frumkvæðisathugun Persónuverndar er hafin á því hvernig staðið var að afhendingu gagna Barnaverndarstofu til fjölmiðla um viðkvæm málefni. Lekinn er litinn alvarlegum augum. 5. maí 2018 07:00
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“