Theresa May og Katrín Jakobsdóttir funduðu Heimir Már Pétursson skrifar 30. október 2018 21:24 Þing Norðurlandaráðs var sett í Osló í Noregi í dag. Theresa May forsætisráðherra Bretlands sótti fundinn og átti Katrín Jakobsdóttir tvíhliða fund með henni síðdegis. Theresa May sækir þing Norðurlandaráðs á miklum óvissutímum í Bretlandi en eftir aðeins fimm mánuði eiga Bretar að ganga úr Evrópusambandinu. Enn er enginn útgöngusamningur í sjónmáli en Bretar leggja mikla áherslu á að undirbúa vel samskipti við aðrar þjóðir fyrir útgönguna, ekki síst við Norðurlöndin. May minntist sérstaklega á samskiptin við Ísland í ávarpi sínu á þinginu í dag. „Á hverju ári ferðast 320 þúsund Bretar til Íslands. Það er tala sem er ekki fjarri heildaríbúafjölda landsins.“ Síðdegis í dag átti Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tvíhliða fund með breska forsætisráðherranum þar sem þær ræddu sameiginlega hagsmuni þjóðanna.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, á þingi Norðurlandaráðs í dag.Vísir/Stöð 2„Við ræddum að sjálfsögðu Brexit og það sem kom í fyrsta lagi fram sem er mjög mikið fagnaðarefni, það var skýr vilji beggja ríkja til þess að tryggja réttindi bæði Íslendinga á Bretlandseyjum og Breta á Íslandi, það er að segja réttindi þeirra verða áfram þau sömu þrátt fyrir Brexit þannig að þessi skýri vilji birtist. Það verður unnið að einhvers konar samningi milli landanna um það og það er auðvitað stórmál en það liggur fyrir að Bretland er auðvitað mikilvægur aðili fyrir okkur til að mynda þegar kemur að viðskiptum hvað varðar út-og innflutning og það skiptir auðvitað máli að við þurfum að setjast niður með Bretum. Við höfum verið að undirbúa okkur fyrir það á vettvangi stjórnvalda, það er búið að vinna mikla undirbúningsvinnu þannig að við ættum að vera algjörlega tilbúin þegar að þessu kemur,“ segir Katrín. Brexit Tengdar fréttir May ávarpar Norðurlandaráð Þing Norðurlandaráðs hefst í Ósló í dag. Þar verður sjónum sérstaklega beint að ógnum við lýðræðið, frjálsa för á Norðurlöndunum og norrænt löggjafarsamstarf. 30. október 2018 07:45 Auður Ava hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Auður Ava hlýtur verðlaunin fyrir verk, sem að mati dómnefndar, einkennist af útsmognum húmor og leiftrandi fjörugu tungumáli en spyr jafnframt spurninga um lífið og dauðann. 30. október 2018 20:05 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
Þing Norðurlandaráðs var sett í Osló í Noregi í dag. Theresa May forsætisráðherra Bretlands sótti fundinn og átti Katrín Jakobsdóttir tvíhliða fund með henni síðdegis. Theresa May sækir þing Norðurlandaráðs á miklum óvissutímum í Bretlandi en eftir aðeins fimm mánuði eiga Bretar að ganga úr Evrópusambandinu. Enn er enginn útgöngusamningur í sjónmáli en Bretar leggja mikla áherslu á að undirbúa vel samskipti við aðrar þjóðir fyrir útgönguna, ekki síst við Norðurlöndin. May minntist sérstaklega á samskiptin við Ísland í ávarpi sínu á þinginu í dag. „Á hverju ári ferðast 320 þúsund Bretar til Íslands. Það er tala sem er ekki fjarri heildaríbúafjölda landsins.“ Síðdegis í dag átti Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tvíhliða fund með breska forsætisráðherranum þar sem þær ræddu sameiginlega hagsmuni þjóðanna.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, á þingi Norðurlandaráðs í dag.Vísir/Stöð 2„Við ræddum að sjálfsögðu Brexit og það sem kom í fyrsta lagi fram sem er mjög mikið fagnaðarefni, það var skýr vilji beggja ríkja til þess að tryggja réttindi bæði Íslendinga á Bretlandseyjum og Breta á Íslandi, það er að segja réttindi þeirra verða áfram þau sömu þrátt fyrir Brexit þannig að þessi skýri vilji birtist. Það verður unnið að einhvers konar samningi milli landanna um það og það er auðvitað stórmál en það liggur fyrir að Bretland er auðvitað mikilvægur aðili fyrir okkur til að mynda þegar kemur að viðskiptum hvað varðar út-og innflutning og það skiptir auðvitað máli að við þurfum að setjast niður með Bretum. Við höfum verið að undirbúa okkur fyrir það á vettvangi stjórnvalda, það er búið að vinna mikla undirbúningsvinnu þannig að við ættum að vera algjörlega tilbúin þegar að þessu kemur,“ segir Katrín.
Brexit Tengdar fréttir May ávarpar Norðurlandaráð Þing Norðurlandaráðs hefst í Ósló í dag. Þar verður sjónum sérstaklega beint að ógnum við lýðræðið, frjálsa för á Norðurlöndunum og norrænt löggjafarsamstarf. 30. október 2018 07:45 Auður Ava hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Auður Ava hlýtur verðlaunin fyrir verk, sem að mati dómnefndar, einkennist af útsmognum húmor og leiftrandi fjörugu tungumáli en spyr jafnframt spurninga um lífið og dauðann. 30. október 2018 20:05 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
May ávarpar Norðurlandaráð Þing Norðurlandaráðs hefst í Ósló í dag. Þar verður sjónum sérstaklega beint að ógnum við lýðræðið, frjálsa för á Norðurlöndunum og norrænt löggjafarsamstarf. 30. október 2018 07:45
Auður Ava hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Auður Ava hlýtur verðlaunin fyrir verk, sem að mati dómnefndar, einkennist af útsmognum húmor og leiftrandi fjörugu tungumáli en spyr jafnframt spurninga um lífið og dauðann. 30. október 2018 20:05