Vilja svör frá Landsrétti Garðar Örn Úlfarsson skrifar 31. október 2018 07:30 Svört tjöld voru sett upp í Landsrétti á mánudaginn. Fréttablaðið/Anton Brink Rakel Ósk Sigurðardóttir, formaður Blaðaljósmyndarafélags Íslands, sendi í gær bréf til Landsréttar vegna aðstæðna í dómhúsinu er aðalmeðferð í máli Thomasar Møller Olsen fór þar fram á mánudag. Þær hafi verið á skjön við það sem tíðkist í öðrum dómhúsum. Óskað er skýringa á reglum um aðgengi fjölmiðla að Landsrétti. Thomas Møller Olsen var dæmdur í nítján ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa banað Birnu Brjánsdóttur í janúar 2017 og fyrir stórfellt fíkniefnasmygl. Ljósmyndurum var meinaður aðgangur að öðrum stöðum í dómhúsinu en anddyrinu. Þaðan var á mánudag ekki hægt að mynda þá sem gengu til og frá dómsalnum því sett voru upp tjöld á ganginum. Fréttaljósmyndarar gripu þá til þess að ganga út fyrir og mynda í gegn um glugga gangsins að dómsalnum. Tókst það þótt dómverðir reyndu að skyggja á með því að stilla sér upp í gluggunum.Björn L. Bergsson, skrifstofustjóri Landsréttar.Fréttablaðið/GVAVilhelm Gunnarsson á Vísi, einn reyndasti fréttaljósmyndari landsins, kveðst aldrei hafa upplifað viðlíka aðstæður. Einkennilegt sé að reglurnar séu afar mismunandi eftir dómhúsum. „Við erum að reyna að skrá söguna og það er verið að hindra störf okkar, það er ekkert öðruvísi,“ segir hann. Björn L. Bergsson, skrifstofustjóri Landsréttar, tekur fram að vinnubrögðin á mánudag hafi ekki verið bundin við þetta áðurnefnda sakamál heldur tengist það ákveðnum aðstæðum. „Þetta á við í þeim tilfellum þegar hér eru að koma menn sem eru í gæsluvarðhaldi. Þá er hugsunin sú að gæta öryggis þeirra og annarra með því að vera með þetta í þessum dómsal. Í öðru lagi þá eru náttúrlega þessir menn, eins og ýmsir aðrir líka, ekki hér sjálfviljugir komnir heldur eru kvaddir fyrir dóm og ef menn vilja hylja sig fyrir sjónum annarra þá eru þetta aðstæður sem við bjóðum upp á,“ segir Björn sem kveður Landsrétt hafa skilning á slíkum óskum. „Allir þeir sem hér inn koma ódæmdir eru náttúrlega saklausir. Borgarar almennt hafa val um það almennt að láta mynda sig eða ekki, ekki satt?“ segir dómstjórinn og ítrekar að mönnum sé skylt að mæta fyrir Landsrétt. „Og í staðinn fyrir að menn séu að breiða yfir sig úlpur þá er þetta svona.“ Sem fyrr segir gripu ljósmyndarar til þess ráðs að mynda Thomas Møller Olsen í gegn um glugga. Aðspurður hvort brugðist verði við þessari glufu segir Björn að það verði gert svo fólk geti komist óséð um Landsrétt. „Um leið og það er komið inn fyrir okkar dyr þá berum við ábyrgð á því.“ Vilhelm segir ljósmyndara alls ekki geta sætt sig við að alveg verði komið í veg fyrir myndatökur af slíkum málum í Landsrétti. „Þetta er risamál sem er búið að vera í gangi í hátt í tvö ár og við erum bara að reyna að skrásetja lokin á þessu ömurlega máli,“ segir hann. „Það væri til dæmis skelfilegt ef við hefðum engar myndir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu.“ Spurður um þetta sjónarmið fréttaljósmyndarans segir Björn ljóst að uppi séu sjónarmið með og á móti myndatöku. „Svo er bara spurningin hvar skurðarpunktarnir eru í því,“ segir skrifstofustjórinn. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gardínur dregnar fyrir og þingverðir fyrir gluggum í Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir ástæðuna tvíþætta. Annars vegar af öryggissjónarmiðum og hins vegar að þeir sem eru skyldugir til að bera vitni í dómsal eigi að geta gert það án þess að þurfa að hylja höfuð sitt. 29. október 2018 16:04 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Rakel Ósk Sigurðardóttir, formaður Blaðaljósmyndarafélags Íslands, sendi í gær bréf til Landsréttar vegna aðstæðna í dómhúsinu er aðalmeðferð í máli Thomasar Møller Olsen fór þar fram á mánudag. Þær hafi verið á skjön við það sem tíðkist í öðrum dómhúsum. Óskað er skýringa á reglum um aðgengi fjölmiðla að Landsrétti. Thomas Møller Olsen var dæmdur í nítján ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa banað Birnu Brjánsdóttur í janúar 2017 og fyrir stórfellt fíkniefnasmygl. Ljósmyndurum var meinaður aðgangur að öðrum stöðum í dómhúsinu en anddyrinu. Þaðan var á mánudag ekki hægt að mynda þá sem gengu til og frá dómsalnum því sett voru upp tjöld á ganginum. Fréttaljósmyndarar gripu þá til þess að ganga út fyrir og mynda í gegn um glugga gangsins að dómsalnum. Tókst það þótt dómverðir reyndu að skyggja á með því að stilla sér upp í gluggunum.Björn L. Bergsson, skrifstofustjóri Landsréttar.Fréttablaðið/GVAVilhelm Gunnarsson á Vísi, einn reyndasti fréttaljósmyndari landsins, kveðst aldrei hafa upplifað viðlíka aðstæður. Einkennilegt sé að reglurnar séu afar mismunandi eftir dómhúsum. „Við erum að reyna að skrá söguna og það er verið að hindra störf okkar, það er ekkert öðruvísi,“ segir hann. Björn L. Bergsson, skrifstofustjóri Landsréttar, tekur fram að vinnubrögðin á mánudag hafi ekki verið bundin við þetta áðurnefnda sakamál heldur tengist það ákveðnum aðstæðum. „Þetta á við í þeim tilfellum þegar hér eru að koma menn sem eru í gæsluvarðhaldi. Þá er hugsunin sú að gæta öryggis þeirra og annarra með því að vera með þetta í þessum dómsal. Í öðru lagi þá eru náttúrlega þessir menn, eins og ýmsir aðrir líka, ekki hér sjálfviljugir komnir heldur eru kvaddir fyrir dóm og ef menn vilja hylja sig fyrir sjónum annarra þá eru þetta aðstæður sem við bjóðum upp á,“ segir Björn sem kveður Landsrétt hafa skilning á slíkum óskum. „Allir þeir sem hér inn koma ódæmdir eru náttúrlega saklausir. Borgarar almennt hafa val um það almennt að láta mynda sig eða ekki, ekki satt?“ segir dómstjórinn og ítrekar að mönnum sé skylt að mæta fyrir Landsrétt. „Og í staðinn fyrir að menn séu að breiða yfir sig úlpur þá er þetta svona.“ Sem fyrr segir gripu ljósmyndarar til þess ráðs að mynda Thomas Møller Olsen í gegn um glugga. Aðspurður hvort brugðist verði við þessari glufu segir Björn að það verði gert svo fólk geti komist óséð um Landsrétt. „Um leið og það er komið inn fyrir okkar dyr þá berum við ábyrgð á því.“ Vilhelm segir ljósmyndara alls ekki geta sætt sig við að alveg verði komið í veg fyrir myndatökur af slíkum málum í Landsrétti. „Þetta er risamál sem er búið að vera í gangi í hátt í tvö ár og við erum bara að reyna að skrásetja lokin á þessu ömurlega máli,“ segir hann. „Það væri til dæmis skelfilegt ef við hefðum engar myndir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu.“ Spurður um þetta sjónarmið fréttaljósmyndarans segir Björn ljóst að uppi séu sjónarmið með og á móti myndatöku. „Svo er bara spurningin hvar skurðarpunktarnir eru í því,“ segir skrifstofustjórinn.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gardínur dregnar fyrir og þingverðir fyrir gluggum í Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir ástæðuna tvíþætta. Annars vegar af öryggissjónarmiðum og hins vegar að þeir sem eru skyldugir til að bera vitni í dómsal eigi að geta gert það án þess að þurfa að hylja höfuð sitt. 29. október 2018 16:04 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Gardínur dregnar fyrir og þingverðir fyrir gluggum í Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir ástæðuna tvíþætta. Annars vegar af öryggissjónarmiðum og hins vegar að þeir sem eru skyldugir til að bera vitni í dómsal eigi að geta gert það án þess að þurfa að hylja höfuð sitt. 29. október 2018 16:04