Erlend fjárfesting rædd á fundi ráðherra í Osló Heimir Már Pétursson í Osló skrifar 31. október 2018 14:49 Norrænu forsætisráðherrarnir ræddu mögulega samvinnu varðandi erlenda fjárfestingar og þá sérstaklega annarra ríkja í innviðum Norðurlandanna á fundi Norðurlandaráðs í morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir norrænt samstarf alltaf hafa verið mikilvægt fyrir Íslendinga, ekki hvað síst á menningarsviðinu. Frá því hún sótti sitt fyrsta Norðurlandaráðsþing hafi ráðið hins vegar þróast og orðið pólitískara. Það styrki Norðurlandaráð að hennar mati. „Þar undir eru hlutir á borð við orkufyrirtæki, hafnir, flugvellir og land að sjálfsögðu. Það eru ólíkar aðstæður milli landa á milli landanna, ólíkur áhugi sem löndin hafa skynjað á þessari erlendu fjárfestingu. En málið var sett á dagskrá til að við gætum farið yfir lagaumgjörðina.“ Á fundi forsætisráðherranna fimm í morgun ræddu þeir erlenda fjárfestingu í innviðum ríkjanna. En bæði Danir og Bandaríkjamenn hafa brugðist við áhuga Kínverja á uppbyggingu flugvalla á Grænlandi með því að lofa miklum fjármunum til þeirra verkefna. „Það er auðvitað ljóst að Kínverjar hafa verið að sýna aukinn áhuga á fjárfestingum um heim allan, það vissulega bar á góma. Ég myndi segja hins vegar að þessi umræða hafi verið fyrst og fremst til að greina ólíkt lagaumhverfi og sömuleiðis afstöðu Norðurlandanna á evrópskum vettvangi. Því nú erum við auðvitað töluvert bundin af því samstarfi sem við erum í þar. Íslendingar og Norðmenn eru auðvitað innan EES svæðisins, þó að við séum ekki meðlimir í Evrópusambandinu, og þar eru þessi mál auðvitað mjög uppi á borðum. Þannig að það var töluvert rætt um það að við þyrftum að móta samnorræna afstöðu á evrópskum vettvangi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.Við greinum nánar frá fundi Norðurlandaráðs í Osló í kvöldfréttum Stöðvar 2. Grænland Norðurlönd Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira
Norrænu forsætisráðherrarnir ræddu mögulega samvinnu varðandi erlenda fjárfestingar og þá sérstaklega annarra ríkja í innviðum Norðurlandanna á fundi Norðurlandaráðs í morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir norrænt samstarf alltaf hafa verið mikilvægt fyrir Íslendinga, ekki hvað síst á menningarsviðinu. Frá því hún sótti sitt fyrsta Norðurlandaráðsþing hafi ráðið hins vegar þróast og orðið pólitískara. Það styrki Norðurlandaráð að hennar mati. „Þar undir eru hlutir á borð við orkufyrirtæki, hafnir, flugvellir og land að sjálfsögðu. Það eru ólíkar aðstæður milli landa á milli landanna, ólíkur áhugi sem löndin hafa skynjað á þessari erlendu fjárfestingu. En málið var sett á dagskrá til að við gætum farið yfir lagaumgjörðina.“ Á fundi forsætisráðherranna fimm í morgun ræddu þeir erlenda fjárfestingu í innviðum ríkjanna. En bæði Danir og Bandaríkjamenn hafa brugðist við áhuga Kínverja á uppbyggingu flugvalla á Grænlandi með því að lofa miklum fjármunum til þeirra verkefna. „Það er auðvitað ljóst að Kínverjar hafa verið að sýna aukinn áhuga á fjárfestingum um heim allan, það vissulega bar á góma. Ég myndi segja hins vegar að þessi umræða hafi verið fyrst og fremst til að greina ólíkt lagaumhverfi og sömuleiðis afstöðu Norðurlandanna á evrópskum vettvangi. Því nú erum við auðvitað töluvert bundin af því samstarfi sem við erum í þar. Íslendingar og Norðmenn eru auðvitað innan EES svæðisins, þó að við séum ekki meðlimir í Evrópusambandinu, og þar eru þessi mál auðvitað mjög uppi á borðum. Þannig að það var töluvert rætt um það að við þyrftum að móta samnorræna afstöðu á evrópskum vettvangi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.Við greinum nánar frá fundi Norðurlandaráðs í Osló í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Grænland Norðurlönd Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira