Ekki hægt að yfirheyra fólkið sökum ástands Jóhann K. Jóhannsson skrifar 31. október 2018 22:09 Tilkynnt var um eldinn skömmu fyrir klukkan 16 í dag. Vísir/Egill Aðalsteinsson Fólkið sem er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna brunans í húsinu við Kirkjuveg á Selfossi var handtekið á vettvangi skömmu eftir að lögreglan kom á svæðið.Annar þeirra sem er í haldi er húsráðandi hússins og en hinn kona sem var gestkomandi í húsinu. Þau eru vistuð í fangageymslu og samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hefur ekki reynst unnt að yfirheyra þau vegna ástands. Ekki er búist við að það verði gert í kvöld eða nótt. Að sögn Odds Árnasonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi, verður tekin ákvörðun um það á morgun hvort krafist verði gæsluvarðhalds. Lögregla má halda fólki í sólarhring án þess að til þurfi úrskurð dómara.Gert ráð fyrir að tveir hafi verið í húsinu Oddur segir að slökkvistarf standi enn yfir þó mesti eldurinn hafi verið slökktur. Gengið er út frá því að tveir einstaklingar hafi verið í húsinu þegar eldurinn kom upp og að þeir hafi ekki komist út. Aðstandendum þeirra hefur verið kynnt staða málsins. Eins og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 var húsið þær alelda þegar slökkvilið koma á vettvang. Ástæða þess að slökkvistarf hefur gengið hægt nú undir kvöld er vegna þeirra rannsóknarhagsmuna sem þarf að gæta og er reynt eftir fremsta megni að halda vettvangi eins heilum og kostur er.Fara inn í húsið á morgun Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið á vettvangi í dag og kvöld og fylgst með slökkvistarfi. Líklegt er að ekki verði farið inn í húsið fyrr en á morgun. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, sagði fyrr í kvöld að brunavakt yrði við húsið í kvöld en auk þess mun lögregla vakta vettvang. Klukkan 22:36 sendi lögreglan á Suðurlandi frá sér tilkynningu vegna málsins. Hana má lesa að neðan:Ennþá er unnið að slökkvistarfi í einbýlishúsi við Kirkjuveg á Selfossi en tilkynning um eld í húsinu barst lögreglu skömmu fyrir kl. 16:00 í dag. Húsið er gamallt, hæð og ris og einangrað með frauðplasti, a.m.k. að hluta. Talið er að karlmaður og kona sem voru á efri hæðinni þegar eldurinn kom upp hafi látist í brunanum. Ekki er unnt að staðreyna það með óyggjandi hætti fyrr en slökkvistarfi er lokið, húsið kólnað og vettvangur hefur verið tryggður vegna hrunhættu og mun vinna við það að líkindum hefjast í fyrramálið.Aðstandendum þeirra sem saknað er hefur verið kynnt staða málsins.Tveir einstaklingar sem handteknir voru á vettvangi í þágu rannsóknar málsins eru í haldi lögreglu. Ekki hefur verið unnt að taka skýrslu af þeim vegna ástands þeirra. Eldsupptök eru ókunn.Fréttin var síðast uppfærð 22:44. ---Að neðan má sjá fréttina úr kvöldfréttatíma Stöðvar 2. Bruni á Kirkjuvegi Tengdar fréttir Tveir í haldi vegna brunans á Selfossi: Grunur að karl og kona hafi verið á efri hæð hússins Húsráðandi og gestkomandi kona eru í haldi lögreglunnar. 31. október 2018 18:37 Einbýlishús alelda á Selfossi Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan 16 í dag vegna mikils elds sem kviknað hefur í einbýlishúsi á Selfossi. 31. október 2018 16:09 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Fólkið sem er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna brunans í húsinu við Kirkjuveg á Selfossi var handtekið á vettvangi skömmu eftir að lögreglan kom á svæðið.Annar þeirra sem er í haldi er húsráðandi hússins og en hinn kona sem var gestkomandi í húsinu. Þau eru vistuð í fangageymslu og samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hefur ekki reynst unnt að yfirheyra þau vegna ástands. Ekki er búist við að það verði gert í kvöld eða nótt. Að sögn Odds Árnasonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi, verður tekin ákvörðun um það á morgun hvort krafist verði gæsluvarðhalds. Lögregla má halda fólki í sólarhring án þess að til þurfi úrskurð dómara.Gert ráð fyrir að tveir hafi verið í húsinu Oddur segir að slökkvistarf standi enn yfir þó mesti eldurinn hafi verið slökktur. Gengið er út frá því að tveir einstaklingar hafi verið í húsinu þegar eldurinn kom upp og að þeir hafi ekki komist út. Aðstandendum þeirra hefur verið kynnt staða málsins. Eins og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 var húsið þær alelda þegar slökkvilið koma á vettvang. Ástæða þess að slökkvistarf hefur gengið hægt nú undir kvöld er vegna þeirra rannsóknarhagsmuna sem þarf að gæta og er reynt eftir fremsta megni að halda vettvangi eins heilum og kostur er.Fara inn í húsið á morgun Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið á vettvangi í dag og kvöld og fylgst með slökkvistarfi. Líklegt er að ekki verði farið inn í húsið fyrr en á morgun. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, sagði fyrr í kvöld að brunavakt yrði við húsið í kvöld en auk þess mun lögregla vakta vettvang. Klukkan 22:36 sendi lögreglan á Suðurlandi frá sér tilkynningu vegna málsins. Hana má lesa að neðan:Ennþá er unnið að slökkvistarfi í einbýlishúsi við Kirkjuveg á Selfossi en tilkynning um eld í húsinu barst lögreglu skömmu fyrir kl. 16:00 í dag. Húsið er gamallt, hæð og ris og einangrað með frauðplasti, a.m.k. að hluta. Talið er að karlmaður og kona sem voru á efri hæðinni þegar eldurinn kom upp hafi látist í brunanum. Ekki er unnt að staðreyna það með óyggjandi hætti fyrr en slökkvistarfi er lokið, húsið kólnað og vettvangur hefur verið tryggður vegna hrunhættu og mun vinna við það að líkindum hefjast í fyrramálið.Aðstandendum þeirra sem saknað er hefur verið kynnt staða málsins.Tveir einstaklingar sem handteknir voru á vettvangi í þágu rannsóknar málsins eru í haldi lögreglu. Ekki hefur verið unnt að taka skýrslu af þeim vegna ástands þeirra. Eldsupptök eru ókunn.Fréttin var síðast uppfærð 22:44. ---Að neðan má sjá fréttina úr kvöldfréttatíma Stöðvar 2.
Bruni á Kirkjuvegi Tengdar fréttir Tveir í haldi vegna brunans á Selfossi: Grunur að karl og kona hafi verið á efri hæð hússins Húsráðandi og gestkomandi kona eru í haldi lögreglunnar. 31. október 2018 18:37 Einbýlishús alelda á Selfossi Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan 16 í dag vegna mikils elds sem kviknað hefur í einbýlishúsi á Selfossi. 31. október 2018 16:09 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Tveir í haldi vegna brunans á Selfossi: Grunur að karl og kona hafi verið á efri hæð hússins Húsráðandi og gestkomandi kona eru í haldi lögreglunnar. 31. október 2018 18:37
Einbýlishús alelda á Selfossi Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan 16 í dag vegna mikils elds sem kviknað hefur í einbýlishúsi á Selfossi. 31. október 2018 16:09